Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 6
6 VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ um þjóðarúmar am að losa hana við fascistastjórnina. Hernum, en foringjar, hans hafa misst alla trú á sigri og skilja að með þeim skorti á vopnum og loftvörnum sem orðinn er, og með himii löngu og óvörðu strandleugju lands- ins, er það eina leiðin til að verjast óhætanlegu tjóni, að Játa Þjóðverjana sigla sinn sjó. IðjuhöJdunum og kaupsýslu- mönnunum, sem vita að landið er fjárhagslega í rústum og að iðnaður þess og auðlindir eru f greipum Þjóðverja. Bændunum, sem eru kúgaðir til að afhenda uppskeru sína og hafa við se meira vinnufólks- Ieysi að striða. Verkamönnunum, sem sjá að verksmlðjurnar eru í þann veg- inn að verða að hætta störfum vegna hráefnaskorts, og lifa í sifelldum ótta um, að þeir verði fluttir nauðugir í þýzkar vinnu- stöðvar, og Kirkjunni, sem árum saman hefir fylgzt með stefnu fascista og stjórnarháttum, og er reiðu- búin til að beita hinum gömlu áhrifum sinum á landslýðinn, þegar hin rétta stund þykir komin til þess. Hvenær og hvernig ris þessi barátta? Svo mildð er alltaf hægt að segja: Það hlutverk, að hrinda fascistastjórninni og hiðja um frið „í nafni ítölsku þjóðarinnar" verður ekki aðskil- ið frá öðru atriði: að vera reiðu- húinn til þessaðberjasl viðÞjóð- verja á ílaliu sjálfri. Svo snögg ákvörðun verður ekki tekin, nema allir þeir aðiljar, sem áður voru nefndir, séu vissir um stuðning allra hinna, en þegar svo er komið þá mundu banda- menn geta veitt ítölum lið þegar í stað, og síðar útvegað j>eim hráefni til þess að reisa atvinnu- vegi landsins \áð á ný. Þegar þetta er fyrir hendi get- ur nýtt skipulag hafizt á ítaliu. ítalska þjóðin þráir frið, óg hún þráir Iýðræðisstjórnskipulag. Hún veit, að hún verður að fórna nokkru fyrir friðinn, og fyrsta fórnin verður sú, að gera hið fagra land sitt að vigvelli, til þess að hrinda Þjóðverjum á hurt þaðan. Kristján Sig. Kristjánsson: Dranmnr pílagrím§in§ Aldurhníginn ferðamaður var á ferð yfir heiði. Þorgrimur hét 'hann rétlu nafni, en með sjálf- uin sér kallaði hann sig Píla- grím, og verður því nafni hald- ið hér. En Pílagrimsnafnið hafði hann valið sér vegna þess, að sál hans hafði — mikinn hluta jarð- vistarinnar — verið á einhvers- konar pilagrímsgöngu. — Og ferðinni var heitið til — ..Lands- ins helga“ — eins og Iiann orð- aði l>að. í borgaralegu hfi var Þor- grímur hóksölumaður — ferð- aðist um og seldi hækur. — Og nú var hann á einni slíkri ferð. Hann var kominn vfir heið- ina og hafði numið staðar á lieiðarbrúninni, til l>ess að kasta mæði. Þaðan horfði hann yfir æskustöðvar sinar, sem hann hafði eklvi séð í mörg ár. — Það var undurfagurt vorkvöld. — Hann virti fyrir sér fjöllin og hnjúkana, sem kvöldsólin laug- aði í gullnum geislum. Hann horfði >dir hlómlega byggð í fögrum og grösugum dal. Og i fjarsýn var hugðótt sævarströnd og blikandi haf. Og nú var sólin að síga í æg- inn, og varpaði kvöldroðadýrð sinni yfir haf og hauður. Píla- grímur virti allt þetta fyrir sér, og hann brosti við vorgróðrin- um og vaknandi lifi náttúrunn- ar. — Vorið og gróðurmn liöfðu jafnan veitt honum næringu og lífsþrótt. Hann hreiddi því faðmiun móti unaði þess og lét fjallablæinn leika um bert höf- uð silt. Og það var honum eins og áslrik hönd stryki kinnar lians og lokka. Hann horfði yfir dalinn og virti fyrir sér þær breytingar, sem orðið höfðu frá þvi er hann var i bemsku. Og hann minnist þess, sem liafði verið, en við það voru bundnar ljúfustu minningar hans. Og minningarnar hópuðust að huga hans, og hann fagnaði þeim öll- um. Hann minntist þess, l>egar hann sat við hné ömmu sinnar og hlustaði á sögur hennar og æfintýri. — Ein af þeim sögum kom upp í huga hans. Það var sagan af förumanninum, sem varið hafði miklum hluta æfi sinnar í það, að leita að lyklin- um að Himnaríki. Förumaður- inn hafði lagt land undir fót og farið víða um, en hvergi getað fundið hinn langþráða lykil. Að þessari Jeit förumannsins höfðu margir henl gaman, en ekki gat hann betur séð, en að mannkyp- ið i heild sinni væri í raun og veru í sömu leitinni. En eitt sinn hafði verið sagt, að Guðsríki væri ekki hér eða þar, heldur væri það innra með okkur sjálfum. Það hlaut því að vera einkennilegur Iykill að hliði þess ríkis. En fyrir skömmu hafði hann heyrt því lialdið fram, að til mundu vera einhverskonar lvklar er gengju að fleslum hliðum, þessa heims og annars, og að þar væri hvorki um að ræða hugmynd förumannsins, né heldur hugmýndina um hinn mikla lykil Sankti Péturs, held- ur það, að hver maður ætti, — innra með sjálfum sér, eitthvað það, er kalla mætti lykla, og að þá „lykla“, hæri liver maður í brjósti allar götur' þroskaleiðar- innar, frá upphafi til enda. Vandinn væri einungis sá, að handsama þá, og læra að beita þeim.Og Pílagrímur sökkti sér niður i djúpa ihugun um við- fangsefnið. En við það svifu ýmsar inyndir fvrir hugarsjón- um hans. — í fyrstu voru mynd- irnar ögreinilegar, en svo urðu þær skýrari. Hann sá sjálfan sig á göngu sinni, sá sig sem píla- grím, og um leið sem áhorfanda. Og vegferðin var löng og erfið. En svo kom liann i fagurt skógarrjóður, á skógivaxinni hæð. Og umhverfis rjóðrið voru fögur tré og mikil, sem gnæfðu við himinn, og voru greinar þeirra alþaktar ávöxtum. — Hann virti fyrir sér hin fögru tré, og vissi um leið að þau höfðu einhverskonar undra eðli eða mátt. Og undrun hans var mikil. — Og af einhverri óljósri hvöt drap hann þrjú högg á síofn þess trés er næst honum var. Og á sömu stundu sá hann fagra og tigulega veru koma fram úr stofni trésins. Hann á- varpaði veruna og mælti: — HeiII sé þér göfuga vera. Vænti eg þess, að þú segir mér, hvar mig hefir borið að garði. — Knúð hefir þú á stofn þess trés, er Vizkutré heitir, — mælti veran, — og munt þú um langt skeið hafa beint för þinni hing- að. — Svo er víst, mælti píla- grímurinn. — Og mun eg nú kjósa mér hér-dvöl nokkura, ef verða má. Og vænti eg hér mik- illa tíðinda. Tak þú þér sæti við rætur trés míns, mælti veran, — og mun eg framreiða fyrir þig á- vexti af trénu. — Fagna mun eg því, mælti Pilagrimur, — og hefi eg lengi þráð að neyta þeirra ávaxta. — En veran mælti:. — Sjá mátt þú og lind eina, tæra og fagra, er rennur hér um rjóðrið, og munt þú þar geta svalað þorsta þínum. Kemur lind þessi frá hæðum þeim, er Einingarhæðir heita, og rennur hún um hina víðu velli, er þú sér blasa við í suðurátt. — Haf þú kæra þöldc fvrir móttökuna, mælti Pílagrímur, um leið og liann settist við rætur trésins, og tók að neyta ávaxta þeirra, er veran framreiddi. — Svalaði hann svo jafnframt er af svif- um á æfingu. Hernaðarþjóð r smíða nú öngu svifflug- iem geta tekið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.