Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Þjóðverjai- hafa nú aðeins lítinn skika lands í V.-Kákasus á valdi sínu. — Þessi mynd sýnir kák- asíska hersveit vera að fara til bardaga við Þjóðverja. hann drepur þá flesta, út um öll holt og móa, án þess að nokkur refur áreiti hann. Svona, eins og saga Sléttunn- ar, er landslag hennar, lágkúru- legt, hvergi hálendi, jöklar, hraun, hverir né önnur ein- kennileg fyrirbrigði. Ef til vill er það af þessari ástæðu, að hvergi sér til fjalla í sálarheimi Sléttunga. Hólum og dældum, sem sumt virðist vera fjöll, því er nóg af, en á hinn bóginn ekkert töfrandi og einstakt, ekk- ert sem ber af. Þetta segja flest- ir, sem illa er við Sléttu, og benda þá,um leið á vísunafornu: Slétta er bæði löng og Ijót, leitun er á verri sveit. Hver, sem á henni festir fót fordæmingar byggir reit. En reynið að halda þessu fram við sanna Sléttunga. Þeir benda strax á Guðmund Magnússon (Jón Trausta) og sögur hans, sem margar eru byggðar á efn- um þaðan, og Magnús Eiriks- son guðfræðing, sem nýlega hef- ir verið samin doktorsritgerð um. Á sinni tíð þótti hann ein- kennilegur, en nú merkur. Og nú er hann orðinn þeim mun fjarlægari en þá, að hægara er að meta hann rétt en áður var. Og hvað vísuna snertir, þá álasar líklega enginn kerlingar- anganum henni Látra-Björgu, þó að henni hryklci hún af munni, þegar jálkurinn hennar festist i urð og fótbrotnaði. En þegar henni var gefinn annai- hestur strax á næsta bæ, breytti hún vísunni: Slétta er hvorki löng né Ijót, leitun er á betri sveit. Hver, sem á henni festir fót farsældar sá byggir reit. Sennilega er fyrri vísan ljólasta sveitavísan, sem Látra-Björg orti; eru þó sumar aðrar Ijótar, til dæmis um Reykjadal og Langanes En þetta er líka eina vísan, sem hún Iiefir betrum- bætt. Þegar litið er í landafræði- bækur má sjá, að á Sléttu er nyrzti tangi landsins. Áður hét hann Rifstangi, en nú Hraun- hafnartangi. Og siðan að Hraun- •hafnartanginn var úrskurðaður að hafa íslandsmet í skanka- lengd í þessa átt, þá kom það í Ijós, að það var langt síðan sjó- mennirnir vissu þetta. Einn af þeim, sem ákveðnastir voru að hefði vítað þetta, spurði ég hvað rétt ldukka Aværi, þegar sólin væri í suðri. Hann stóð á því fastar en fótunum, að þá væri klukkan þrjú. Síðan brosi eg í Iaumi, þegar þessi ágætismaður þakkar sér það, að hafa fundið öð Hraunhafnartangi næðí lengra norður en Rifstangi, löngu áður en það hafi verið viðurkennt opinberlega, og bent mælingamönnum á, .að þetta þyrfti að leiðrétta. Eftir Sléttunni, út að vestan, liggja fjöll og hálsar. Þar eru einnig fuglabjörg við sjóinn. Og veðurfar er allt betra vestan á Sléttunni en austan, því að hæð- irnar draga úr austanvindinum, en austan- og norðaustanátt er lang-algengasta vindátt þar. Enda breytist gróðurfar um þessar hæðir og er allur gróð- ur korpnari austan þeirra en vestan, en þó lalcari er fjær dregur hæðunum og lakastur austast. Jarðfall eitt mikið, sem að sumu leyti miimir á Al- mannagjá, liggur um miðja Sléttu að endilöngu. Austan þess eru aðallega mýrar og holt og vötn, en að vestan móar. Endalausar flatneskjur, sem snúa Ijótum moldarkaunum i veðuráttina, norðaustan. Við sjóinn standa bæimir all- ir, nema tveir. Og á öllum bæj- unum, sem við sjóinn standa, er, eða gæti verið, útræði. Á sumum bæjunum eru og verða að vera til margar fleytur, ef æðarvarp er í mörgum vötnum. Til dæmis má geta, að á Odds- stöðum eru til 5 fleytur, og veitir ekki af. Bezta smábáta- höfnin er líklega Hraunhöfn, en margar eru ágætar, — en það efr ekki ástæðulaust, að Hraun- höfn er bezt, því að fjandinn ruddi hana. Gerðj hann það á páskadag á meðan bóndinn á Harðbak las húslestur, og átti að fá harm fjTir, ef hann yrði fljók ari að ryðja en bóndi að lesa. En bóndi las bara guðspjallið og bæn á eftir, og fór síðan út á hlað og mætti kölska þar, svo að kölski varð af kaupinu eins og venjulega. Annars er Raufarhöfn fræg- ust og var á fyrri tíð talið, að hún og Djúpivogur væru beztu hafnir landsins. Á Raufarhöfn eru nú upp risnar miklar sildar- verksmiðjur, sem, ef síld fæst, eru látnar ganga dag og nótt. En minni útgerð er þaðan en vænta mætti, og á veturna er flest þar í kaldakoli. — Aðrar löggiltar hafnir en Hraunhöfn og Raufarhöfn eru Sigurðar- staðavík og Leirhöfn. Ekki veit eg til þess, að nein óáran sé í mannfólkinu á Slétt- unni. Hvernig ætti það lika að vera. Þ*r er lifað á kjöti, sil- ungi og fiski allan ársins hring, nema á vorin, en þá á rauð- maga, eggjum og sel. Enda eru jarðirnar þar allar vel setnar og steinhús á fleiri bæjum en timburhús, en torfbær aðeins á einum og er fremur stríðinu en bóndanum um að kenna. Og þótt unga fólkið sé orðið að hálfgerðum farfuglum — flögri burtu á haustin en komi aftur á vorin, þá er fátt um algera brottflutnmga. Margir kvarta — og kvarta enn — undan því, að aldrei sé friðux*, strax á vorín þurfi að fara að veiða rauð- magann, síðan taki hvað við af öðru: æðarvarp, sauðburður, selveiði og heyskapur, og þá sé varla nokkur tími til að fást við silungsveiðar og svo jafnvel um, háveturinn sé engipp friður. Þá þurfi alltaf að vera að flækj- ast um allar fjörur og bjarga trjám undan sjó og sé ekki fært veður, þá að útbúa net og nætur til næsta sumars.— Jafn- vel þessir menn eru þar bændur og vilja sjálfsagt hvergi ann- arsstaðar vera. Og fólkið er svo glatt og frjálst og glaðlegt, að oft hefir verið til þess tekið í nágranna- sveitunum, enda veit það flest mjög vel, hvaðan það er og veit líka, að því fyrirgefst margt sökum þess, að þetta hefir allt- af verið siðurinn: að Sléttung- ar séu glaðari en annað fólk, þykir sjálfsagt. Bílvegur liggur nú um alla Sléttu, en þykir ekki góður, en hann stendur til bóta eins og öll önnur mannanna verk. Sími liggur einnig á marga bæi, en þó ekki á nærri alla. En þessar samgöngubætur ganga senni- lega af þeim öllunx dauðum, einlcennilegu mönnunum, sem áður var fullt af. Þeir eru dauð- ir eða deyjandi flestir, nema Stebbi í'áðsmaður — sem enn lifir eins og ungi í eggi og renna út úr honum hnytti- yrðin eins og vatn úr spons- lausri tunnu. Einn eða tvo aðra mætti telja líka, sem mörg snilliyrðin hafa sagt. Eitt sinn kom einn þeirra á bæ og fór að segja fréttir og meðal ann- ars þetta: „Við fórum á sjó i dag“. „Nú, og hvernig öfluðuð þið?“, var þá spurt. „Ja, við vorum. ekki komnir í land þeg- ar eg fór“. — Annað sinn kom liann ríðandi á þennan sama bæ. Bóndinn atóð óti og sá, ti.l

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.