Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 8
VtSIR SUNN UDAGSBLAÐ i SÍÐM Aður fyrr vav vadíum talið dývasta efni sem þekktist á jövð- inni. Eitt gramm af því kostaði sem næst liálfri annarri milljón kvóna. En nýlega liefiv efna- rannsóknarstofu Rockefellers- stofnunavinnar tekist að fram- leiða nýtt efni, sem er átta sinn- um dývmætara, eða um 12 millj. kr. eitt einasta gramm. I þessu sambandi má þó geta þess, að enn sem komið er, er ekki til nema lílill hluti af einu gvammi. • I sumum Suður-Amerískum kvikmyndahúsum eru endur- tekniv þeiv hlutav myndanna, sem meslan fögnuð vekja meðal áhorfenda, og mest er klappað fvrir. Þar er líka bjalla sem hringir einni mínútu áður en Jjós er kveikt — og er það gert af nærfærni við elskendur sem staddir kunna að vera á sýning- unni. • í eskimóabvúðkaupi segir brúðurin ekki já þegar hún er spurð hvort hún vilji eiga brúð- gmnann. Þess í stað gefur hún honum rokna löðrung á hægra vanga, svo að smellur í. Það táknar jáyrði hennav og ást, og þá hvópa og klappa allir við- staddir af einskærum fögnuði. Brúðkaupsveizlan varir venjulega i þvjá daga og veizlu- matuvinn er sela og bjavndýra- kjöt og hvalrengi. • Brezkur íækniv liefiv komizt að þpivri niðuvstöðu að manns- hkaminn samanstandi af fjór- um efnum. í fyrsta lagi vatni, sem nægir til að fvlla 40 lítra bvúsa, í öðvu lagi fosfóv til að búa til úv 2200 eldspítnahausa, í þriðja lagi feiti, sem nægja myndi í sjö þvottasápustengur og í fjórða lagi magnesium, sem framleiða mætti úv fulla mat- skeið af salti. • ■ Negri hafði verið tekinn fast- ur og dómavinn var að reyna að sýna honum fram á, að það væri synd að stela. „Kantu að lesa.“ spurði dóm- arinn. „Það er ósköp lítið,“ svaraði negrinn. • „Þú getur þá ekki notfært þér biblíuna,“ sagði dómarinn. Fii^Iinii §em §trank Valurinn er einn hinn fegursti fugl í íslenzku dýraríki. Hann er að visu grimmur og óvæginn og hann á marga féndur, sem óttast hann og hata. En stoltur er hann og sterkur og frán eru augu hans. Val- urinn, sem myndin er af, haf'Öi um tíma vetursetu á Kolviðarhóli og naut þar gistivináttu húsráðenda. Nú er fuglinn floginn, i bókstaf- legustu merkingu þess orðs, og. fór hann án þess að þakka fyrir sig. „Jú, blessaður vevtu,“ svaraði negrinn glaður. „Eg slípa hníf- inn minn ævinlcga á spjöldun- um.“ • Bifreiðin stendur föst á miðj- um veginum og hreyfist hvergi, sama hvevnig bílstjóvinn lætur. Hann verðuv því að skilja bif- reiðina eftiv, fara fótgangandi til næsta þorps og biðja járn- smiðinn að gera við bifreiðina fyrir sig, þar eð enginn bifreiða- viðgerðarmaður var til í þorp- inu. Jávnsmiðurinn tekur sér naglbit í hönd, skvúfav fyrstu skrúfuna sem hann sér og mó- tovinn fer strax af stað. „Hvað kostar þetta?“ spyr bifreiðarstjórinn alveg stein- hissa yfiv því livað þetta vav auðvelt. „Túttugu krónur og tuttugu og fiinm aura,“ svaraði járn- smiðurinn. „Það er óheyrilega dýrt, eða hvernig dettur vður í hug að setja svona hátt vevð fyrir að skrúfa eina einustu skrúfu?“ „Jú, sjáið þér til. Þetta er minn ákveðni taxti. Það kostar tuttugu og finnn aura að skrúfa skrúfuna, en 20 krónur fyrir að vita hvaða skvúfu á að skrúfa.“ • Kínverskt réttavfar er ger- ólíkt því véttarfari, sem við Norðurálfubúar eigum að venj- ast. Hér er eitt sýnishorn úr kínversku réttai’fari: í þorpi einu í námunda við Peiping kvæntist eldri maður kornungri og fallegri blómarós. Það leið þó ekki á löngu unz einn kvennabósi í þorpinu tók að gefa ungu frúnni undir fót- inn, og allt virtist líka benda til Jiess að hún kysi ást hins un^a manns fremur en ást bónda síns. Orðrómur um þetta barst til eyma bóndanum og hugði hann á hefndir. Dag nokkurn har fundum þeirra, bónda og kvennamannsins, saman i einni aðalgötu þovpsins. Hófst á milli Jieirra hörð rimma og lauk henni með því að gamli maður- inn brá hnífi á loft og keyrði hann af þvilíku afli í brjóst unga mannsins að hann hné ör- endur niður á götuna. Eklci var inorðinginn tekinn fastur eins og liér myndi hafa verið gert. Hinsvegav kom sveitarstjórnin saman á fund til að i’æða þetta mál. Kallaði hún morðingjann, móður hins myrta og nokkur vitni á sinn fund og yfirheyrði þau. Að þvi búnu var fundi slitið og ákveð- ið að fresta dómsúrskurðinum til næsta dags. Daginn eftir hélt oddviti sveitarstjórnarinnar dynjandi skammaræðu yfir morðingjan- um, lýsti Jiví yfir, að með fram- ferði sínu hefði hann eyðilagt frið þorpsins og dæmdi liann í 100 silfurdala sekt, sem á kin- verskan smábæjarmælikvarða er allhá fjárhæð. Sakborningur- inn taldi féð fram á borðið, oddvitinn tók við þvi, fékk móður hins myrta helming þess í sárabætur fyrir soninn, en hinn lielminginn fékk liann morðingjanum til baka með þeim ummælum, að hann liefði vavið lieiður ættar sinnar og heiður þorpsins með því að losa sig við þennan alræmda kvennabósa. Þessir 50 silfurdal- ir voru Jiví verðlaun fyrir hina ágætu frammistöðu hans. • Einhverju sinni þegar Bis- mavck vikiskanslari var í góðu skapi og í hópi vina sinna og kunningja, sagði liann þeim livaða tala hefði haft mest áhrif á líf sitt. Það var talan 3,- Hann hafði þjónað þremur húsbænd- unifi ættarmerki hans voru þrjú eikarlauf, þrjár styrjaldir mörk- uðu framar öði’U stjórnmála- feril hans. Hann skrifaði undir þrjá friðarsáttmála, í þýzk- franska stríðinu voru skotnir þrír hestar undir honum og þrí- vegis höfðu hestar varpað hon- um af baki sér. Að lokum sagði Bismarck: „Eg hefi staðið að og undirbúið samfundi þriggja keisara og eg hefi stofnað til Þríveldasáttmálans. Eg á þrjú börn — og ef trúa má skopblöð- unum, þá eru þrjú hár á höfð- inu á mér.“ • Máður nokkur er ákærður fyrir að liafa skammað kven- mann í strætisvagni. Dómarinn spyr - manninn hvaða ástæðu hann hafi haft til þess að móðga kvenmanninn á þennan hátt. „Sjáið þér til,“ svai’aði mað- urinn, „framkoma kvenmanns- ins fór í taugarnar á mér, þang- að til að eg gat ekki lengur orða bundizt og skammaði hana. Þegar hún kom inn í vagninn fékk hún sér sæti beint á móti mér, svo kemur miðasalinn inn og stúlkan verður að borga. Hún opnar töskuna sina, tekur Pyngjuna upp, opnar pyngjuna, lokar henni aftur, opnar tösk- una, stingur pyngjunni niður í töskuna og lokar töskunni. Svo heldur miðasalinn áfram. Þá opnar stúlkan aftur töskuna, tekur pyngjuna upp úr henni, lokar töskunni, opnar pyngjuna og stingur skiptimyntinni í liana. Svo lokaði hún pyngjunni, opnaði töskuna, lét pyngjuna niður í hana og lokaði henni. Þá kemur miðasalinn aftur og vill fá að sjá aðgöngumiðann. Stúlk- an opnar þá töskuna, tekur pyngjuna upp úr henni, lokar töskunni, opnar pyngjuna og _ tt „Hættið þér þessum andskota, þetta er að gera mig vitlausan,“ gripur dómarinn fram í fyrir sakborningnum. „Þarna sjáið þér, þetta getur gert fleiri vitlausa en mig.“ Maðurinn var sýknaður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.