Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Qupperneq 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ í Go'ðalandsjökli. annarri. Vankynningin er bezti jarðvegurinn fyrir illgresi úlf- úðarinnar og þyrna tortryggn- innar. Það er nú orðið all-títt, að heyra bæjarbúa og sveitafólk mæla köldum orðum hvers í annars garð. Hin leiða pólitíska líagsmunastreita og sí-endurtek- inn áróður í þágu flokksstarf- seminnar liefir skapað þetta hugarfar. Lífsbaráttan er erfið og mun verða að vera sivakandi yfir af- komu sinni og sinna. Það þarf lítið til að vekja tortryggni, þeg- ar afkomuskilyrði stéttanna eru höfð að skotmarki. Þá þarf að- eins Iitið súrdeig til að sýra allt brauðið. Slik starfsemi fellur oft í góða jörð, þar sem vankynnin eru mest á báðar hliðar og því lítill skilningur á högum og lifsbar- áttu einstaklinga og stétta. — Eg hefi oft séð greindarleg, skapföst, veðurbitin andlit horfa á mig fyrst i stað full af kulda og tortryggni, en eftir nokkurr- •ar stundar samtal hefir svo svip- urinn breytzt og góðmenriska og hlýleiki lýst af andlitinu. Þeg- ar menn geta talazt við, þá verður margt öðruvisi en áróð- urinn lýsir og ímyndunin hefir skapað. Þegar menn kynnast, þá sjá þeir liver um sig, að þetta var vingjarnlegt, velviljað og tildurslaust fólk, sem allt hefir sínar áhýggjur fyrir morgun- deginum og berst sinni baráttu, þar sem forsjónin hefir haslað því völl i lífinu. Þegar þetta fólk, sem býr fjarri hvert öðru, fær tækifæri til að kynnast, þá falla niður köldu orðin, en í staðinn kemur virðing fyrir hvers ann- ars skoðunum og gagnkvæmur skilningur á kjörum, þörfum og lífsbaráttu. Að þessu Ieyti geta ferðalög- in verið þarfleg, til þess að eyða andúð en vekja samúð og þegn- skap. Hinsvegar eru ferðalögin farin fyrst og fremst til and- legrar og Iílcamlegrar hressing- ar. Nú orðið ferðast menn jöfn- um höndum um byggðir og ó- byggðir, enda kynnast menn landinu bezt á þann liátt. Á báðum stöðum ætlu ferða- mennirnir að vera aufúsugestir svo lengi sem þeir bera virðingu fyrir náttúrunni og trufla eklci starfsemi þeirra, sem jörðina yrkja. Þess vcrður stundum vart, að fólkinu í sveitunuin finnst ferða- lög kaupstaðarbúa um háslátt- inn hgldur ónauðsynleg starf- semi. Þetta er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að sumarið er mesti annatími sveitanna, og þá verð- ur hver að vinna eftir því sem hann hefir orku til. Það stingur því í stúf við annir sveitafólks- ins, að sjá menn og konur koma i hópum til að slcemmta sér og njóta sumarblíðunnar eftir föngum. En þeir, sem i sveitun- um búa, verða að skilja það, að þetta er aðeins afleiðing ólíkr- ar verkaskiptingar í þjóðfélag- inu. Þeir, sem leita til sveitanna á sumrin, gera það til þess að fá livild xfrá störfum, sem unnin eru innan fjögurra veggja allt árið í bæjunum. Þetta fólk þarf að anda að sér fjallaloftinu og fá líkamlega áreynslu í ferðalög- um. Það er eins og fuglar i búri, sem sleppt er út einu sinni á ári. Þetta fólk verður að sækja til sveitanna nýjan kraft og nýtt starfsþrek. Það blessar fjalla- loftið eins og fágætan heilsu- drykk. Þeim, sem i sveitunum búa finnst hins vegar þetta þrungna, tæra loft jafn sjálfsagt og vatnið, sem sprettur kalt upp úr jörðinni eða liðast í silfur- strengjum niður hlíðarnar. 1 þessu efni gefa menn því oft lít- inn gaum, sem þeir hafa, þótt þau gæði séu það, sem, aðrir telja eftirsóknarverðast. . Þrátt fyrir það að ferðalög eru tiðust um sveitirnar þegar ann- irnar eru mestar, og umferðin fari vaxandi ár frá ári, er gest- risni, þessi ævagamli mann- dómssiður, ennþá í heiðri höfð víða, jafnvel þar sem umferðin er mikil. En gestrisnin í því formi, sem hún hefir áður verið, hlýtur að leggjast niður eftir því sem samgöngurnar um land- ið aukast. Enda er ekki þess að vænta, þegar flestar syeitir landsins eru komnar í þjóð- braut, að hægt sé að sýna gest- risni hverjum sem að garði ber. Sveitirnar þola ekki slikan á- gang og mundu leggjast í ör- tröð, ef bændur þyrftu að halda uppi risnu fyrir alla þá, sem ferðast vilja. Þegar svo er komið verða ferðamennirnir að vera sjálfum sér nógir, slá sínum eigin tjöld- um og elda sinn eigin mat, þar sem þess er þörf. Þá verður það prófsteinn á menningu og alúð livors aðila, hversu kynnin tak- ast. Hlutverk aðkomumannsins, að sýna hugulsemi í allri um- gengni, gera engin spjöll og vera sem minnst til trafala. Hlutverk heimamannsins að sýna þeim, sem drengilega ferð- ast fulla alúð og þá aðstoð, sem þeir kunna að þarfnast og auð- velt er að veita þeim. Það, sem ferðamenn þarfnast, á að selja þeim við sanngjörnu verði. Þeir ætlast ekki til að þeim sé nokkuð gefið. Það er liægt að sýna mönnum mikla gestrisni án þess að gefa þeim það, sem þeir þurfa. Það sem meslu varðar er, að aðstoðin eða greiðinn sé látinn af góðvild og með hugarfari lrinnar réttu gest- risni, þótt ferðamaðurinn greiði sanngjarnlega fyrir það, sem af hendi er látið. Vegna þess hversu skammt er síðan ferðalög hófust um landið, er mjög á reiki verð- lag á greiðasölu, fylgd og hesta- leigu í ýmsum héruðum lands- ins. Þess verður og vart sums- staðar, að stríðsgróðaliugarfar- ið er farið að gera vart við sig í þessum efnum. Sumsstaðar er verðið mjög sanngjarnt, sums- staðar mjög lágt og á öðrum stöðum gengur það mjög úr hófi. Það kemur fyrir, að menn verða að greiða hærra verð fyrir mat sumsstaðar úti á landi en krafizt er á dýrustu matsölu- stöðum í Reýkjavík. Þetta kem- ur óþægilega við þá, sem mat- inn kaupa og eykur þeim óvin- sældir, sem matinn selja. Menn verða að venja sig við að taka heilbrigt og sanngjarnt verð, hvort sem það er í þessu eða öðru. Þess verður ekki langt að bíða, að menn verða að fara að velta hverjum pening í lófa sér. Þá verða þeir meira virði og þá verður aftur spurt hvað fáist fyrir þá. Nauðsynlegt er að koma sam- ræmi og festu á þessi mál. Til þess er Ferðafélag íslands hinn rétti aðili. Þetta félag hefir starf- að ferðamenningu hér á landi undanfarin 15 ár og á því tíma- lrili hefir það unnið mikið verk og nytsamlegt. Ferðáfélagið er ein menningarstofnun þjóðai*- innar, þótt því liafi verið lítill gaumur gefinn af hinu opinbera. Landsmenn sjálfir geta eflt þessa menningarstofnun sína með því að gerast þátttakendur í starfi hennar ,en það er að kenna íslendingum að þekkja sitt eigið land. Þvi meira sem vex áhugi al- mennings fyrir ferðalögum, þvi meiri verður þörfin á leiðbein- ingum og því berari verður skorturinn á slíkri starfsemi. Feðafélagið mundi mjög auka nytsemi sína ef það gæti kom- ið því i framkvæmd að hafa starfandi upplýsingaskrifstofu að sumrinu, er leiðbeindi mönn- um um ferðalög, útvegaði þeim fararbeina og gæfi þeim upplýs- ingar um það, sem þeim væri nauðsynlegt til þess að hafa full not ferðarinnar. Gagn og gleðí ferðanna er oft undir því komið, að til þeirra sé stofnað af fyrir- hyggju og nákvæmri þekkíngu á staðháttum. Ef félaginu væri um megn að Landmannalapgar,

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.