Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Page 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
^mmmmm^^^ma^^m^^mmm^^^Kmm^mmmi^^^^mmmt^^mtmmm^m
mannleg snilli og tækni að
forða eyðileggingu og dauða.
Þær hamfarir náttúruaflanna
valda ógn og dauða, án þess
að hægt sé að koma i veg fyrir
það. -
Eldgos hafa frá ómunatíð
verið hin mikla gáta sem enn-
þá hefir aðeins verið leyst að
litlu leyti.
Flest starfandi og mikilvh’k-
ustu eldfjöllin eru á helti, 40°
(stig) fyrir norðan og sunnan
miðjarðarlínu. Auk þess eru
miklar gosmiðstöðvar í Alaska,
á Aleuteyjum, Kamtschatka, Is-
landi og ókönnuðum og lítt
könnuðum héruðum Mið-Asíu
,og í suðurheimskautslöndunum.
Engin eldfjöll eru í Norður-,
Mið- og Austur-Evrópu, norður-
hluta Asíu, að undanskildum
Kamtschatka, Ástralíu, Græn-
landi, Norður- og Suður-Amer-
íku, að undanskilinni vestur-
strönd álfunnar, sem er eins og
perlufesti af eldfjöllum, eða eld-
stöðvum frá Alaska allt suður á
Eldland. Eldfjöll eru mörg við
Kyrrahafið, eða í því, á Japan,
Filippseyjum og Austur-Indí-
um. Aðeins Borneo er laus við
eldfjöll.
Þar sem mestur liluti eldf jalla
og eldstöðva í hieminum er
fram með ströndum hafanna,
myndaðist sú skoðun, að eld-
gosin orsökuðust af því, að sjór
rynni gegnum rifur á jarðskorp-
unni og lenti á glóandi efni i
iðruin jarðar, við þáð gerðust
sprengingar af gufuþaystingi,
og ryddu sér braut gegnum
gíga, er mynduðust á yfirborði
jarðarinnar.
Nú hafá menn horfið frá
þessari trú, eða þessu áliti, um
orsakir eldgosa. Vér getum tek-
ið sem dæmi til að afsanna
þessa kenningu, að hin voldugu
eldfjöll Andesfjalla liggja
margra mílna fjarlægð frá sjó
og 5—6000 metra yfir sjávar-
mál. Þrýstingurinn eða þykktin
af slíku heljarfargi útilokar
sprungumyndanir undir þvi.
Það hefir verið afar miklum
• erfiðleikum hundið að rannsaka
,L eldstöðvar, sem liggja Iangt frá
^ mannahyggðum, eða vera sjón-
W,arvottur að mikilfenglegum eld-
^gosum. Eldfjöllin auglýsa ekki
^eldgosin fyrirfram. En síðan
flugvélar komu til sögunnar,
. hefir orðið hægra um vik. Marg-
' ar myndir hafa verið teknar úr
'. Iofti af eldfjöllum og eldgos-
i um á síðari tímum.
’ Eldgos og jarðskjálftar efga
^rót sína að rekja til afla niðri í
jörðinni. Þessi öfl leysast ekki
fúr læðingí nema undir vissum
kringumstæðum.
Spumingin er um Tþftöí, þv<e
djúpt í iðrum jarðar eru eld-
stæði þau, eða sprengjustöðvar,
sem þessu valda. Hér reka menn
sig á hið óleysta verkefni: Eru
iður jarðar fljótandi, fyllt gasi,
eða að meira eða minna leyti
föst? Um þetta hafa jarðfræð-
ingar og eldgosafræðingar mjög
skiptar skoðanir.
Frá yfirborði jarðar að jarð-
armiðju er h. u. b. 6400 km.
Memi hafa aðeins borað fáa km.
niður. Hve lítið þetta er til að
kynnast iðrum jarðar sést á
þeim samanburði, er hinn þýzki
jarðfræðingur Wilh. Meyer ger-
ir um þetta mál.
Hann segir: Ef menn hugs-
uðu sér jörðina hnött, sem væri
einn metri í þvermál, væru þess-
ar holur hlutfallslega álíka
djúpar og gat í gegnum pappír-
inn á jarðlíkaninu.
Eftir að komið er 20—30
metra niður fyrir yfirborð jarð-
ar, stígur hitinn um 1° á hverj-
um 30 metrum. Samkvæmt
þessu yrði hitinn 2000° á 60
km. dýpi. En við þann hita
bráðna nær því öll föst efni. Á
2000 km. dýpi yrði hitinn þá
líkur og hiti sólar, sem er um
7000°.
Menn vita að fastir líkamir,
sem verða fyrir of háum þiýst-
ingi (þunga), geta haldizt í
föstu ástandi við hitá, sem þeir
mundu bráðna við undir eðli-
legum kringumstæðum. Á
hverju 3—4 metra dýpi í stein-
efnum eykst þrýstingur um eina
lofteind (einingu). I 60 km.
dýpt er því h. u. b. 15 þúsund
lofteinda (atmosfære) þrýsting-
ur. Og það er ekki óhugsandi,
að þessi feikna þungi geti haldið
iðrum jarðar í föstu ástandi,
þrátt fyrir hinn ógurlega hita.
Alit lærðra manna um þessi mál
eru á ýmsan hátt. Við þessa
miklu gátu glíma vísindamenn
enn.
I margar aldir álitu menn að
eldgosin kæmu djúpt úr iðrum
jarðar, frá insta kjarna hennar.
En nú er það skoðun margra,
að eldgosin eigi sér stað í hol-
rúmum all-ofarlega í jörðunni.
Menn hrekjast enn á hafi get-
gátanna .
En hitt vita menn, hvaða efni
undirdjúpin senda upp á yfir-
horðið. Það, sem eldfjöllin
gubba upp, hafa menn rann-
sakað kostgæfilega.
Sumir álíta eldgosin stafa af
gassprengingum. En við sum
eldgös verða menn ekki varir
við neift gas. Annars er talað
um hraungos (lava) og sprengi-
gos. 'Ýmsir álíta hrærlngar i
jörðunni orsök eldgosa. Og
standi þær hreyfingai’ í sam-
handji við fellingamyn<janir fi
yfirhorði jarðar og brotnun
þeirra. Loks má geta síðustu til-
gátunnar, og þeirrar sennileg-
ustu, að fljótandi efni séu í
holrúmum jarðarinnar, þar
sem eldgosin koma frá. Við
storknun og samdrátt jarð-
skorpunnar þrengist um þessi
efni og verða þá að fá útrás
á þennan hátt, að þau þeytast
upp á yfirhorðið.
Það, sem kemur við eldgos
upp úr jörðunni, er lava
(hraun), tufsteinn, pimpsteinn
og aska. Ilraunleðjan kemur
ýmist sem þunn, straumhörð
leðja eða hægt rennandi klump-
leðja. Við smásjárrannsóknir
þessara efna kemur i ljós, að í
þeim eru sömu efni eins og í
skorpu jarðarinnar. Af ösku
myndast tufsteinn. En pimp-
steinn myndast af sérstakri,
blöðrukenndi hraunleðju. Gas-
ið, sem í leðjunni var, hefir rok-
ið á burt.
Eldblossarnir, sem sjást er
eldgos fara fram að næturlagi,
stafa af logandi gastegundum.
Hið vanalega máltæld: Eldgjós-
andi fjöll, eða eldfjöll, á aðeins
við um sum eldgos. Það er um
þau, þar sem gosið fer fram
um gíg. Mörg eldgos fara fram
þar sem engin fjöll eru. Þannig
var það með hið mannskæðasta
gos, er sögur fara af. Það er
gosið á Mont Pelé á Martin-
ique. Mörg eldgos koma úr rif-
um, er myndast í jarðskorp-
unni, án þess að um fjöll sé að
ræða. Dæmi þessa eru Skaftár-
eldagosin 1783, er 24 kílómetra
rifa kom í jörðina ofan við
byggð á Síðunni og eyðilagði að
meira eða minna leyti 30 jarð-
ir. En af þeim stöfuðu Móðu-
harðindin.
Þekktasti eldgígur er Vesú-
víus á Italíu, sem er í grennd
við Neapel. Gos úr honum eyði-
lagði bæinn Pompeiij árið 79
fyrir Krist. Hann hefir verið
iðnastur allra eklgíga í heimi.
Þó tekur hann sér hvíld annað
slagið. Vesúvíus er lítill eld-
gígur. Hann er um 1300 metra
hár. Hið fagra, snævi þakta
Fusijama, þekktasta eldfjall
Japans, er 3780 metra hátt. Það
er hæsta eldfjall jarðarinnar.
Hefir það myndazt af sínum
eigin gosum. Kljutschewskaja
Ssopka í norður Kamtschatka
er 4916 metra liá.
Áður en Vesúvíus gaus 1906,
var þvermál gígsins 60-metrar.
Eftir gosið var það 650 metrar.
Stærsti eldgígur í heimi er
Mauna Loa á Hawaii. Er hann
4200 metra hár. Lengd gigs
þcssa er um 6000 metrar,
þreiddin 2800 metrar.
Fyrsta skjalfest lýsing á eld-
gosi er eftir Pliníus eldri, af
gosi Vesúvíusar árið 79 f. Kr.
Hann var þá flotaforingi hins
keisaralega flota í Neapel. Og
Plinius yngri jók við frásögn
frænda síns, Plínusar eldra.
Skal hér gefinn útdráttur úr
skýrslu þessari, eða lýsingu.
Pliníus var nærri Neapel, þeg-
ar menn sögðu honum að voða-
legt og einkennilegt ský lægi
yfir Vesúvíusi. Menn sögðu skjr-
ið líkjast tré með beinum stofni,
er risi upp af fjallinu, en ofar
greindist stofninn og myndaði
krónu. Plinius lét strax manna
tvö skip og stýrði í áttina til
þessa furðuverks. En skipin
höfðu stutt farið, er rigna tók
yfir þau ösku og svörtum,
brunnum steinum. Urðu sldpin
því að hætta við að lenda nærri
fjallinu. Þau héldu í áttina til
hafnarinnar í Stahiæ. Menn sáu
nú eldtungur hátt uppi yfir
tindi Vesúvíusar. Þær klufu hið
svarta, ógnþrungna slcý eins og
geysimiklar eldingar.
Plinius hélt kyrru fyrir í
Stabiæ um stund. En sá staður
eyðilagðist síðar gersamlega í
þessu hræðilega eldgosi. Pliní-
us bjó hjá vini sínum. Þegar
hann ákvað að yfirgefa húsið,
var dauðinn fyrir dvrum. Og
•hann fórst á leiðinni til Neapel.
Voðalegir jarðskjálftar hristu
húsin í hænum. Og er íbúarnir
yfirgáfu þau, rigndi steinum og
ösku úr loftinu. Löngu eftir sól-
arupprás var kolniðamyrkur,
og einungis hjármi frá hinu
mikla báli Vesúvíusar lýsti
mönnum. Loftið fylltist af kæf-
andi brennisteinsgufu. Hafið
ýtlist frá ströndinni. 1 sandin-
um lágu dauðir fiskar. Hafið
varð tryllt, svo hátar og skip
fengu ekki bjargað sér. Vagn-
arnir, sem ekið var út úr hæn-
um, veltust til allra hliða, vegna
þess hve jörðin var ökyr. Plin-
íus sá úr vagni sínum eitthvað
svart renna niður hlíðar fjalls-
ins. Menn flýðu af þjóðvegiftum
út á mörkina. En þá féll myrkr-
ið yfir þá. Menn kölluðu, kon-
ur hörmuðu sér og böm grétu
hástöfum. Flestir álitu að
heimsendir væri kominn. Allt
Imldist af öskuregninu. Alltaf
jnirftu menn að vera að berja
það af sér, svo þeir ekki köfn-
uðu í þvi.
Loksins sást sólin aftur. En
sólarljósið var hleikt. Allt var
ösku hulið. „Vér óðum ösku
eins og snjó“, segir Plinius.
Árið 1631 gaus Vesúvíus ofsa-
lega. Gos hans 1906 var ekkert
hjá því.
Á Tslandi eru eldgos marg-
brevHleg. Á Tslandi kvislast
jarðskorpan fyrir ðllum aðferð-