Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 1
RAGNAR E. KVARAN Er ritstjómin bað mig' um að vita í blaðið í tilefni af hátíð þeirri, er nú stendur yfir, hvarflaði hugur minn fljótt að einni æfintýralegustu söguhni, sem sagt er frá í nýja testa- mentinu. Það er sagan, sem kennd er við vitringana frá Austurlöndum. Sú saga á að því leyti sammerkt við flestar eða allar frásagnimar í því riti í sambandi við fæðingu Jesú, að mjög hefir verið um hana deilt. Þessar deilur hafa stund- um verið til mikils baga fyrir skynsamlegt viðhorf. Þeir, sem mest kapp hafa lagt á að varð- veita sögumar, hafa barizt íyrir bókstaf og aukaatriðum og þá oft verið í hættu við að glata hinu andlega innihaldi þeirra. Hinir, sem varna hafa viljað því, að menn tryðu því, sem fráleitt er, hafa oft gert það með svo miklu atfylgi, að þeir hafa að lokum misst sjón- ar á, að nokkur verðmæti fyndust í þeim. En það er mikil ástæða til þess að unna hinum fomu æf- intýrum um þennan atburð. Þau eru spegill af því, hvílíkur innileiki og ástúð hefir verið í sálum hinna fyrstu kristnu kynslóða, er þær minntust at- burðarins. Þær hafa hugleitt hann aftur og aftur, lofað í- myndunarafli sínu og skáld- legri gáfu að reika um allar jarðir og himna til þess að leita að skýringunni á þessu, sem þeim fannst undursamleg- ast í heimi. Fyrir því er með Öllu ástæðuiaust að deila um það mörgum öldum síðar, hvort þessar sögur séu sann- ar. Vitaskuld em þær það. Þær eru sannar að því leyti, að svik verða þar ekki fundin. Þær eru sannar að því leyti, að þær eru einlægastur vottur um trúartilfinningar þessara manna, er þær sömdu. Þær eru sannar að því leyti, að þær eru sprottnar upp í lotningar- fullum huga og sálum. Maður eftir mann hefir látið húgann dvelja við þessa atburði, bætt einstökum dráttum! við það, sem aðrir höfðu þegar dregið upp, og smámsaman hafa þess- ar myndir náð því æfintýra- leg’a formi, er þær nú hafa. Um engar sögur frá fæð- ingu Jesú er þetta greinilegra en sögurnar um vitringana frá Austurlöndum, er komu úr fjarlægu landi til þess að veita hinum nýfædda konungi lotn- ingu. Þær era aðdáanlegur spegili af því, er'fram var að fara í hugum hinna kristnu safnaða, þegar hugsunin tók að glíma við að gera sér grein fyrir meistara þeirra. Enginn fræðimaður telur þær vera sanna frásögn* af neinu, sem borið hefir við, en þær eru engu minna virði fyrir það, nema meira sé. Gyðingar báru, eins og kunnugt er, ekki mikla virð- lngu fyrir öðrum þjóðum, heiðnum þjóðum, sem þeir kölluðu svo. Og í raun og veru gerðu þeir engan mismun á þeim. Menntaðir Grikkir, E- gyftar, með árþúsunda menn- ingu að báki sér, vísindamenn frá Babylon, hugrakkir sjófar- endur frá Fönikíu, ómannaðir hermenn norðan úr Makedóníu og hálfviltar þjóðir úr Arabíu — allt þetta var í þeirra aug- um eitt og hið sama. Allar voru þessar þjóðir heiðingjar, því að þeir þekktu ekki Jahve, guð Gyðinga. Og mjög ofar- lega var sú hugsun í hugum þeirra, að í raun og veru skipti ekki neinu máli um neinar þessar þjóðir, því að allar væru þær hégómi í augum drottins allsherjar, 1 samanburði við hina útvöldu þjóð. Nýja testamentið ber þess vott, að Jesús lagði í starfi sínu mikla áherzlu á að úpp- ræta þennan hugarferil hjá þjóð sinni. I fyrstu mun hon- um hafa fundizt, að það mundi ærið lífsstarf fyrir sig að leita týndra sauða af húsi Isra- el, en eftir því sem leið á, varð honum sífellt ljósara, að boð skapur hans gat ekki verið við þá bundinn, heldur gjörvallt mannkyn. Og af öllum stór- felldum hugsunum hans, átti þessi ef til vill ógreiðastan að- gang að samlöndum hans. Vor- ir tímar hafa vissulega nægi- legt af þjóða- og kynþátta- hroka að segja, en þó eigum vér erfitt með að gera oss í hugarlund, hversu djúpt tor- tryggnin var sokldn í hug Gyðingaþjóðarinnar gagnvai-t öðrum þjóðum. Enda var á- stæðan til þess næg. Gyðinga- land var, og hafði ávalt kot- ríki verið. Stórþjóðimar um- hverfis höfðu gert landið að orustuvelli sínum öldum sam- an. Þær höfðu ekki einungis lagt það undir sig til skiftis, heldur ætt yfir það til þess að heyja orustur innbyrðis hver við aðra. Gyðingar höfðu veitt viðnám af öllum mætti sínum, og þeir hefðu aldrei haldið lífi sem sérstök þjóð, ef þeir hefðú ekki glóðhitað svo ætt- jarðarástina, að allt annað hlaut í henni að brenna. En öllum er það ljóst, því að dæmin era fyrir því í gegnum alla mannkynssöguna, að bilið er hættulega skammt milli ætt- jarðarástar og hatursins á öðr- um þjóðum. Hjá Gyðingum var það bil ekki lengur til; aðdáun- in á landi sínu og trá sinni, var runnin saman við hatrið á þeim, sem þessu vdldu tortíma, svo mjög, að hvorttveggja var orðið sama fyrirbrigðið. Nýja testamentið er til vitn- isburðar um það, að þessar hugsanir ríktu lengi í læri- sveinum Jesú, eftir að hann var frá þeim horfinn. Baráttan verður svo heit milli Páls postula, sem sinna vildi heið- ingjum, og félaga hans, að nærri stappar fullri óvináttu um hríð. Páll, sem byrjað hafði manndómsár sín sem ofstækis- fullur og þröngsýnn Gyðingur, fullur fyrirlitningar á öllu því, sem ekki var frá þjóð hans runnið, og blindaður af skiln- ingsleysi á öðram þjóðum, snýr við blaðinu og helgar líf sitt því að flytja fagnaðarerindið til heiðinna þjóða. Það var fyr- ir óbifanlega festu skapferlis hans eina, að honum hélzt það uppi. Félagar hans gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að afstýra þessu einkennilega atferli og hálfgerðu föðurlands- svdkum, sem þeim' hefir vafa- laust virzt þetta vera. Hinir postularnir losnuðu sennilega aldrei við einstrengisskap sinn og beig af öðram þjóðum. Þegar þetta er athugað, þá verður það í raun og veru enn merkilegra, hvernig sagan um vitringana frá Austurlöndum verður til. Matteusar guðspjall er gyðinglegast allra guðspjall- anna. Og þó kemur sagan þar fram. Þetta virðist eitt dæmi þess, hvernig súrdeig orða íirists hefir brotizt út með einkennilegurn hætti, jafnvel eftir mjög langan tíma. Guð- spjallið verður til meðal gyð- ingkristinna manna. Allt þeirra uppeldi og allar þeirra erfðir stuðla að því að varð- veita í þeim hleypidómana til erlendra þjóða og trúna á mik- illeik sjálfra þeirra og ágæti. Bhi orð Krists eru smámsaman að skýrast fyrir þeim, eða öllu heldur, þau sitja í sál þeirra og grafa þar urn sig. Þess dýpra sem þau sökkva, þess áleitnari verður sú hugsun, að þessi stórfelldi andi verði ekki lakmarkaður við Gyðingaþjóð- ina, hversu mikið ágæti, sem hún búi yfir. Hann verður ekki takmarkaður við neina þjóð. Hann verður ekki tak- markaður við neitt. öll veröld hlýtur að veita honum lotn- ingu, ef hún lærir að þekkja hann. Hann er meiri en Messí- as einnar þjóðar — hann er drottinn allra manna, ímynd hugsjóna þeirra og drainnsjón þeirra. Eftir að hugurinn er kominn inn á þessar brautir, þá er skammt orðið eftir að spumingunni — er ekki ótrú- legt, að guð hafi látið allan hinn heiðna heim ganga þess dulinn, er í vændum væri? Gat þessi óumræðilega merki- legi atburður — fæðing Jesú í þennan heim — gerst, án þess að hinir vitrustu og andlegustu menn, fengju veður af því, þótt í framandi löndum væri? Nei, þeir hlutu að hafa fengið um það vitneskju. Einhver himnesk stjama hlaut að hafa gefið þeim vísbendingu. Sú vitneskja hlaut að hafa fyllt þá þeim fögnuði og þeirri lotn- ingu, að þá hefir langað til þess að koma og færa baminu í jötunni vott virðingar sinnar og lotningar. Sagan um vitr- ingana er komin svo langt, að ekkert vantar annað en að einhver færði þessar hugsanir í orð eða búning. Sá maður, eða þeir menn fundust, og bún- ingtirinn var fagur og heill- andi, eins og vænta rnátti af hinu ímyndunarríka austræna upplagi. En sagan um vitringana úr Austurlöndum, sem sáu atjörnu Jesú og komu og veittu honum lotningu, á enn aðra undir- stöðu, sem vert er að veita at- hygli. Sannleikurinn er sá, að Gyðingar voru ekki eina þjóð- in á þeim tíma, sem vænti mlk- ils sendiboða, sem leiða ætti allan lýð veraldar. Hugsanim- ar um þetta lifðu svo að segja í andrámslofti alls hins aust- ræna heims — að minnsta kosti þess hluta hans, sem nokkur afskipti hafði af vestrænum mönnum. Fræðimenn segja, að í Egyftalandi og í löndum þeim, sem nú voru komin nið- ur í vesaldóm, en áður höfðu verið voldug ríki, kennd við Babýloniu og Nineva, hafi ein- mitt um þessar mundir verið innileg’ og heit eftirvænting eftir endurlausnara og speking, sem sett gæti eitthvert vit í líf manna, sem nú virtist vera svo máttfarið og meiningar- laust. Hinir fyrstu kristnu menn fundu með hugboði sínu, að þeir höfðu sjálfir fundið það, sem svo margir höfðu leit- að að og þráð svo ákaft. Bam- ið í vöggunni í Betlehem var ekki einungis svar við þeirra bænum, þeirra þrá, þeirra eft- irvænting, heldur allra manna, því í raun og vera vora allir hins sama að leita. Vér trúum ekki lengur á það, sem þeirra tíðar menn tráðu á, að hver maður ætti sína sérstöku stjörnu á himinhvolfinu, sem forlög mannsins væri bundin við. Stjömuspekin er horfin úr hugum menntaðra manna nútímans, en í hennar stað er stjörnufræðin komin. Fyrir þá sök, meðal annars, höfúm vér ekki tilhneigingu til þess að taka þessa sögu bókstaflega, en sagan er samt sönn. Allar stjörnur á himinhvolfi manns- sálarinnar hafa sveigt braut sína á einkennilegan hátt í eina stefnu — þá er vísar til fjár- hússins í kotríkinu þar eystra. Vitringarnir í þessu æfintýri komu, létu í ljósi lotningui sína og aðdáun yfir því, sem gerst hafði, og skyldu eftir gjafir sínar, en héldu svo leiðar sinn- ar. Af þeirn eru síðan engar- sögur sagðar. Ef maður ætti að halda áfram sögunni, þá væri vafalaust eðlilegast að segja frá því, að Þeir hafi horfið heim til þess að sinna stjömu-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.