Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 6

Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 6
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 6 .............................................................................. '"'iuii........................................................................................................................... ,iii,!!::ll!!i!'i!!!!1 • ,ll'‘llll"llll’ llll' la.nd.inu N A Z A K E T Það er smábær í Suður-Galileu, þar sem foreldrar Jesú og systkini bjuggu, og þar sem hann ólst upp, sem kunnugt er og oft kenndur við þann bæ. Nazaret var lítið, ósjálegt þorp, með eitt samkunduhús, þar sem Jesús hélt einu sinni ræðu. Bærinn stendur á hálendi nokkru, norðan við Jizre’elslétt- una og er þaðan hin fegursta útsýn suður um landið. í bænum bjuggu fyrir .nokkrum árum um 15 þús. manns og voru um það bil 2/s hlutar kristnnr. Á krossferðatímunumi voru reistar þar nokkrar kirkjur. Býr hver trúflokkur í ákveðnum hluta bæjarins. GETSEMANE Nafnið er úr aramisku (gat shemane). .— Staðurinn er við rætur Olíufjallsins. Hinn núverandi Getsemane- garður er umkringdur múrveggjum og er í eign og umsjá Fransiskusarreglunnar. Þar finnast enn 8 olívutré, sem talin eru að vera frá tímum Jesú. Á myndinni sjást sum þessi fomu tré og Olíufjallið í baksýn. FRÁ JERÚSALEM Kom yfir um og hjálpa oss! Þaðan hefir hann borizt boð- skapurinn fagri frá meistaran- um mikla, sem kristnað þjóðir hafa haldið jólin til minningar um nær því í tvo tugi alda. Boðskapurinn um kærleikann, sannleikann og mannkostina, sem játendur knstindómsins viðurkenna með vörunum — en afneita svo oft og berlega í vei'ki. Frá Gyðingalandi, landi hinnar undirokuðu, frelsi3- rændu þjóðar, breiddist kenn- ing Krists út yfir löndin, hreif hugi óteljandi manna og kvenna, er fórnuðu henni starfi sínu og lífi. Yndislega er hún fögur og hugnæm sagan af Páli post- ula, þegar hann kemur vestur að sti'öndum Litlu Asíu í trú- boðsferð, þreyttur af mótstöðu og ferðalagi, svo að hann hyggst að snúa við aftur aust- ur á bóginn og hætta ekki á ferð vestur yfir sundið, til hinna heiðnu, evrópisku þjóða. Iiann er staddur í borginni Tróas. Þreyttur og hugdapur hefir hann lagst til svefns, ráðinn í því að halda til baka austur eftir landinu næsta dag. Þá birtist honum- einkennileg sýn. Ókunnur maður, í bún- ingi Makedoníumanna birtist honum um nóttina og ávarpar Pál þessum oi’ðum: „Kom yíir til Makedóníu og hjálpa oss“. Þessi vitran veldur þýðing- armikluixx tímamótum í lífi postulans frá Tarsus. Daginn eftir leggur hann af stað vest- ur yfir sundið. Nú er hann á- kveðinn og hiklaus. „Kom yfir um og hjálpa oss“, var kall, ekki hins einstaka, dularfulla Makedóníubúa, heldur allra þeii’ra þjóða, sem Norðurálf- una byggðu og ekkert þekktu til þeirrar öldu, sem vakin var af farand-spámamxinum frá Nazaret. og sem var að vaxa upp í risháan fald, er flæða skyldi vestur endilanga álfuna á nokkrum öldum. Minnsta kosti má vel hugsa sér, að sá hafi veríð skilningur Páls á þessum fyrirburði næturinnar í Tróas. Það eru oft svipuð augna- blik í lífi manna, sem marka æfi þeirra allra upp frá því, gera þá stóra, hugheila og sterka. Atburðir, sem þeim eru að meira eða minna leyti ó- skiljanlegir, a. m. k. í svip, en sem verða ólýsanlega áhrifa- ríkir fyrir sjálfa þá og aðra og það um óyíirsjáanlegan tíma. Mitt í þeim, að ýmsu leyti voveiflegu tímum, sem nú ganga yfir lönd og þjóðir, hefir þrá mannanna eftir fullkomn- un og farsæld, ef til vill sjald- an verið sárari en einmitt nú. Þeir finna vanmátt sinn gegn sjálfum sér. Og ávarpið Þetta þorp í Gyðingalandi sýnist, eftir myndinni að dæma, líkjast meir föllnum bæ og eyðilögðum en Iifaedi mannabústað. Þennan stað herjaði fyrir nokki'U síðan ægilegur jarð- skjálfti, er lagði bæinn í rústir. Fólkið flúði burt, en ýmsir fórust. Þessi bær er í Samaríu. Á dögum Krists hét hann ekki sínu núverandi nafni heldur Sikem. Það var þar, sem Jesús hitti kanversku konuna. t I _________________________________________________________________ helga K A P E R Kapeniaum (Kefar Nahum)þ. e. þorp Nahums, var bær við Gennesaret-vatnið. Þaðan var einn af postulum Jesú ætt- aður, Símon Pétur. Jafnvel 600 árum e. Kr„ er talið að sjá mætti hús Péturs þar, í „Básiliku“ stíl. Nú ber þessi staður annað nafn, enda sér fáar minjar hins forna þorps. Heitir það T e 11 h u m og er það við norð- vestui'strönd vatnsins. Hefir þýzkt AustuiTandafélag grafið þar í jörð og fund- ið ýmsar æfafornar minjai', þar á meðal bænahús. Á myndinni sjást rústir hins forna staðar, þar sem Jesú starfaði. lSS=*E==ss«aiX ...... ........ l'“ll!,",il 'liilKliil" .Vrii .............................. i |.“ll""|l'"i|í!.H||,I.II||„1|I"....I.„uullll^ ; fox-na: „Kom yfir um og hjálpa ; oss“, er enn sem heitt, hljótt > og orðlaust andvarp miljón- ! anna, er þjást svó margvís- lega undir meinsemdunum í sambúðarháttum mannanna. En eins og boðskapurinn austan úr landinu helga gat ekki náð að fullkomna menn- ina, nema þeir ynnu að því sjálfir, hugheilir og eínbeittir, svo er það enn og ávalt þeii’i’a eigin barátta, þjáningar og þroskaleit, sem veldur hvörf- um í lífi þeirra — til farsældar og giftu. Sýn Páls postula í Tróas hef- ir haft meiri og djúptækari áhrif á líf Vesturlandabúa en nokkur er bær um að dæma. Hefði hann ekki hlýtt hjálpar- kalli hins dularfulla, ókunna út- lendings og haldið vestur yfir sundið, er erfitt að segja, hve- nær fagnaðarboðskapur jólanna hefði til vor náð.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.