Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 10

Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 10
10 N Ý J A D A G B L A Ð I Ð Gleðileg jól! K. Einarsson & Björnsson Fegursti maður heimsins Hann hér Lou Tellegen, og' er nýlega látínn. Faðir hans var hollenzkur hershöfðingi, móðirin grísk. Frá henni eríði Tellegen töfr- andi fegurð, sem gerði hann allsstaðar dáðan og elskaðan — af konum, og sem gáfu honum nafnið fegursti maður heims- ins. 15 ára hófst æfintýralíf hans. Þá flúði hann að heiman með fylgikonu föður síns og missti vegna hess tiltækis all- an arf foreldranna. Hann flækt- ist um þvera Evrópu og endi- langa og lifði í heixru hinna furðulegustu ástaæfintýra. Hann lenti í fangelsi í Moskva en slapp þaðan og til Spánar. Þar gerðist hann starískraítur víð nautaöt, því næst hnefa- leikamaður á leikhúsum. Næst skaut honum upp .í París og var þá bakarasveinn, en Jitla seinna hætti hann því starfi og gerðist ekill. Af tilviljun komst Tellegen í kynni við listamanninn Rodin, sem var höggmyndasmiður. Hann notaði Tellegen sem fyr- irmynd að einu sinna frægustu verka: Eilíft vor. Sú mynd er nú varðveitt í Metropolitan- safninu í New York. Hjá Rodin hitti Tellegen leikkonuna frægu, Söru Bern- hardt. Leikkonan vai- á leið til Suður-Aineríku og Tellegen slóst í förina. hinni víðkunnu, töfr- andi leikkonu, lék hann í mörg- um hlutverkum og þá fyrst og fremst þeim, er Sara Bern- hai-dt gerði heimsfræg með leik sínum. Nafn þeirra var á hvers manns vörum, list henn- ar og fegurð hans ófust sam- ,an í ómótstæðilega töfra. Kon- ur flykkfust um hann, dáðu hann og tilbáðu. Ein þeirra var dansmærin Isidora Duncan. Hún þóttist þess viss, að böm þeirra yrðu hálfguðir að fegurð, en þeir á- vextir spruttu aldrei upp af sambúð þeirra. Þau eignuðust engin böm. Annars var Tel- legen kvæntur mörgum konum, þótt fjórar einar þekkist. En svo kom það einn dag upp úr kafinu, að Tellegen var farið að fara aftur. Andlit hans var „skorið upp“ til þess að eyða ellimörkunum, en þau hurfu ekki að heldur. Hann gekk með krabbamein og læknamir gátu ekkert að gert. Og fyrir fáeinum vikum framdi Tellegen sjálfsmorð í Hollywood. Hann tók sig af lífi með þeim hætti, að leggja sig í brjóstið með saxi, standandi frammi fyrir spegli. Hann hjó hinu illa ydda vopni hvað eftir annað í brjóst sér og loks í sjöunda lagi nam það staðar í hjarta og Tellegen féll örendur á gólfið. Síðustu áiin hafði hann verið atvinnulaus, fátæk- ur, yfirgefinn og vinavana. Ástir óteljandi kvenna hafði hann unnið — og misst. -H J' Oskum YÍðskiftaYÍnum okkar gleðileg*ra jóla og* g*öðs árs. CxEFJUI Oleðileg jól! Kjötverzl. Herðnbreið Fríkirkjuveg- 7. (Sleðileg jól! Sambanb tsl samoinnufélaga .■' --.1 ..JTV-■■■ 1 . ■ n^j: 1^0 ©íebíkg fóí! Bestu jólaóskir! Qfr- v-ji n v u' ji—iL,, ^ j 0, O/ stálhúsgögn JJ Qleðílegra jóla óskum víð /(5< óllum víðskíftavínum okkar. iZZ

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.