Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DA0BX.A9I9 8 I HEIMLEIÐIS JÓLASAGA Náttmyrkrið er að leggjast yfir, nístandi kalt og- dimmt. Snjódrífuna hefir aukið með kvöldánu, stórar, mjúkar fann- fiyksur falla jafnt og þétt nið- 'ur yfir hvíta líflausa jörðina og jafna allar mishæðir iands- ins undir samfelldri þéttri hríð- aimuggu. Hvessi liann upp með þess- ari fannkomu verður úr ægileg- ur íslenzkur blindhríðarbylur. Þá er ekkerí gaman að vera á ierö, alira sízt uppi á heiðum. En svona er það nú samt. Eina iifandi veran inni í þessu drungalega iiríðarkófi, er lítill ctrengur á að gizka 11—12 ára. Hann kafar þungt og þreytulega djúpa mjöllina og stefnir út yfir flatneskju heið- ar-innai-. Hvaðan getur þessi lith ferðalangur komið — og hvert er hann að fara? Út í myrk- ur kvöldsins og auðnarinnai’, þar sem engin miskunn er neinni lifandi veru í frostfangi vetrarins. Og það á sjálfan Þorláksmessudag, svona rétt fýrir jólin. Er þetta ef til vill huldu- fólksdrengur, sem hverfur kaanske þegar minnst varir inn í einhverja klettaborgina þarna úti á heiðinni. Ónei! Þetta er bara hann Pétur litli í Holti — á leiðinni iieim. Bærínn hans stendur efst í lágu daladragi, sem sker sig upp í hálendið öðru meg- in langrar flatrar heiðar, sem veturinn hefir fyrir löngu lagt undir snjó, svo hvergi sézt móta íyrir veginum, og ekkert er til leiðbeiningar nema síma- stauramir, sem liggja þvert um heiðina, og veikt suðukent langdregið hljóðið í þráðunum, sem vindurinn alla jafna yfir- gnæfix- þó. Pétur er að koma úr kaup- staðnum og frá lækninum. Pabbi hans og mamma búa í Holti, það eru eigi fleiri í heimili en þau og tveii’ synir þeirra, Pétur og Sigurður. Og Pétur er þeirra eldri. Þeir eru fæddir þama inni í daladrög- unum í Holti og hafa alizt upp við auðlegð og takmarkanir íslenzkrar afdalanáttúru. Við angandi birki og gróðrarilm hlýrra sumardaga og sársvala fannfergi vetrarins, sem blæs að öllu lifandi anda dauðans og kuldans. Þeir höfðu laugað sig í dag- og næturlangri geisla- dýrð vorsólarinnar, þegar hún skein jafnvel úr hánorðri inn yfir endilangan dalinn, og þeir höfðu horft óttaslegnum aug- um út í ægilegt og glómlaust náttmyrkrið eða hríðarkófið, sem ætlaði að fylla á þeim vit- in á vetuma, ef þeir hættu sér út úr bæjardymnum. Pétur litli þrammaði áfram lausamjöllina og gætti þess að halda sömu stefnu. Hann hristi við og við af sér snjófíyks- urnar og skimaði út 1 kvöld- j húmið og reyndi að halda sér j í nánd við símalínuna. Þreytu- : tilfinningin læddist út í hvern j lim og hverja taug og dró i hægt en hiklaust úr hraða ! göngumannsins. Hvað skyldi j nú vera langt heim? Hann j vissi það ekki fyrir víst, en I mjög langt gat það ekki verið, i svo áliðið var nú orðið og svo j langa leið hafði hann þegar j gengið. Ilann þreyfaði ósjálf- I rátt aftur á bak sér, jú, hann j var þar enn grái bakpokinn, j sém læknirinn imfði lán- að honuni um daginn, þegar liann var að fara neðan úr þorpinu. Og nú streymdu upp í hug hans endurminningar síð- ustu daga og* ástæðan til þessa ferðalags. Fyrir nokkrum dögum hafði mamma hans veikst. Hún hafði verið að þvo þvott — fötin þeirra drengjanna fyrir jólin, í stinnum norðanstormi og* skaf- renningi. Nóttina eftir gat hún ekki sofið fyrir hitasótt. Veik- in hafði þyngst næstu daga. Og í gærkveldi var útlitið orðið svo alvarlegt, að pabbi þeirra lagði af stað eftir lækni. Það var nokkuð löng leið yfir heiðina og ofan í fjörðinn hinumegin, þar sem kauptúnið lá og lækn- issetrið. Og það vár svo sem alveg undir hælinn lagt, hvort læknirinn fengist til þess að leggja út í næturmyrkrið og* frostnepjuna, þó að hann ann- ars væri duglegasti maður. Pétur litli svaf lítið þá nótt og strax og birti, fór hann að skima út á heiðina eftir manna- ferð. Og* áður en fullljóst var orðið, öslaði stór steingrár hestur másandi og blásandi í hlaðið á Holti með léttan skíðasleða í eftirdragi. Og á sleðanum sátu þeir pabbi hans og læknirinn. Læknirinn stóð stutt við. Hann gaf góðar vonir um bata, ef mamma hans fengi nákvæma hjúkrun og rétt meðul. Og þau meðul yrði nú einhver að sækja strax í dag. Það væri bezt að sá yrði sér samferða heim, hafði hann sagt. Þá var það sem Pétur gaf sig fram. „Ég skal fara og sækja meðulin“, sagði hann og leit ýmist á pabba sinn eða lækninn. Hann vissi að faðir lians hafði ekki sofnað neitt tvo undanfama sólarhringa og að vökumar og þreytan var að yfirbuga hann. Læknirinn hafði horft á liann nokkra stund þegjandi, tekið síðan í aðra öxlina á hon- um og hrist hann til og sagt: „Ágætt, litli maður. Þú ert efni í röskan, djarfhuga dreng. Ég held að veðrið birti upp í dag og þér sé óhætt, að m. k. héimleiðis með mér í sleðan- um. Og versni útlitið, get ég iengið einhvem fuliorðinn þér til íylgdar til baka aftur“. Veðrið hafði haldizt bjart og* stillt og Pétur sat í sleðan- um alla leið yfir heiðiua. Með- an verió vai’ að útbúa meðulin brá hann sér niðux að verzlun- arbúðinni. Hann staðnæmdist utan við upplýstan gluggann og gat naumast slitið augun af öllu hátíðaskrautinu, sem inni fyrir var. Og um stund gleymdi hann öllu öðru en því að jóUn vóru rétt ókomin og hér stóð hann, lítill, fátækur, ókuimur drengur, og átti engan eyri til þess að kaupa fyrir neina jóla- gjöf, ekki einu sinni eitt rautt jólakerti lianda Sigga bróður. Og allt í einu flæddu um hug* h.ans héitai’, sárar, gremju- blandnar tilfimúngai’. Því eru pabbi og mamma svona fátæk, þótt þau vinni brotnu baki og því eru aðrir menn auðugir og búa í stórum, björtum húsum og geta veitt sér allsnægtir til jólaima, þótt þeir vinni sízt meir en pabbi l og niamma Pétur hrökk upp úi- þessimi hugleiðingum víð það aö maður snaraóist út úr verzluninni, leit í kringum sig’ og er hann kom auga á Pétur, sagði hann: „Villtu vinna þér inn aura, drengui- minn, hlaupa fyrir mig með þetta bréf inn að Tungu. Síminn þangað er bilaður og mér ríður á að bréfið komist inn eftir áður en hálítími er liðinn. Ég skai borga þér vel. En þú verðui- að hlaupa. Ég hefi engan til að senda í svip- inn“. Pétur stóðst ekki freisting- una. Hann sá glampandi tveggja króna pening milli fingra verzlunarstjórans og hann sá sig í huganum hlaðinn litlum jólabögglum koma heim til Sigga, mömmu og pabba, koma heim með jólin og gleð- ina. Að klukkustund liðinni kom Pétur úr sendiferðinni, móður og másandi, en tveim krónum ríkari. Og nú varð að hafa hraðar hendur. Hann keypti í snatri fyrir lcrónumar tvær, litlar en lokkandi fagrar jóla- gjafir, sem enginn mátti vita, hverjar væri, fyr en heim kom, og með þessa böggla kom hann hlaupandi en sneyptur heim til læknisins. Það var farið að leita að hon- um og* meðulin voru til fyrir nokkru. Hann sagði — þó feiminn væri, hvað hefði tafið sig*, og að hann væri með jóla- gjafir í bögglunum, sem hann hafði meðferðis. Hann mundi eftir því, að hann hafði fengið flóaða mjólk að drekka og ýmislegt góðgæti að borða. Á meðan sótti lækn- irinn lítinn bakpoka, stakk nið- ur í hann pinklumí Péturs og meðulunum og- svo flýtti Pétur sér af stað. Það var nokkuð farið að líða á daginn, en veður var stilt og gott. Pétur. hljóp langan sprett út með fjallshlíðinni og beygði svo upp á heiðina, eftir lágri, aflíðandi brekku. Það var ekki mjög langur vegur yfir fjallið og niður í daladrög- in, þar sem Holt stóð, og auk þess gott að íýlgja slóðinni síðan um nóttina og morgun- imi. En nú var komið fast að kvöldi. Hugurinn bar hanu hálfa leið og liann hafði ekki gætt þess, að á skömmum tíma breyttist veðurútlitið. Sjón- deildarhringurinn þrengdist óð- um og það fór að fjúka úr loíti. Flyksurnai’ urðu þéttari og tíðari og gráir mugguflók- amir urðu skyndilega svo und- arlega nærgöngulir. Sporaslóð- in fór að verða óljósari, mjúk mjöllin þvældist íyrir fótum lians og þreytan byrjaði að segja til sín. Og svo er Þorláksmessudag- ur ailtaf einhver stytzti og dinmrasti dagur ársins. Og allt í einu stóð málið l.jóst fyrir auguin Péturs. Hann var i þami veginn að tapa slóð- inni. Hríðin og myrkrið voru að leggja undir sig heiðiua og þreytu tilkenningin í líkama sjálfs hans var að verða log- andi sár. Ef haim hefði ekki hlaupið þetta yfir aðTungu fyrir verzlunarstjórann, væri hann nú naumast svona slæpt- ur orðinn. Hann fullvissaði sig enn á ný um að byrðin væri í sömu skorðum á bakinu á sér, leit ró- legum, athygliaugum til hríð- arflókanna umhverfis og greikkaði sporið. En það var eins og skæðadríf- an úr loítinu herti sig* líka að brúgast niður og auka ófærð- ina og næturhúmið læddist liægt. og hljóðlega vestui- yfir fjalllendið og lukti þennan litla einstæðings öræfadreng í köldu miskunnarlausu fangi. Slóðin var að fullu horfin og öll önnur einkenni. Samt hélt Pétur litli að enn vœri hann á réttri leið, en þreytan var að yfirbuga hann með öllu. Lausamjöllin hækkaði jafnt og þétt og íætumir voru al- veg að bila. Hann nam staðar um stund og tyllti sér svo á stóran stein, sem orðið hafði fyrir fótum hans. Hvað honum íannst það unaðslega gott að hvíla sig örlitla stund. Það rann á hann einhver þung, lamandi værð og augnalokin sigu aftur. „Guð hjálpi mér,“ tautaði Pétur allt í einu. Er ég að verða úti — með meðulin hennar mömrau, með fallegu, rauðu jólakertin hans Sigga bróður og með — með dauð- an framundan". Pétur spratt á fætur. Nei, hann skyldi ekki gefast upp. Og svo byrjaði hann að kafa fönnina á nýjan leik. Hann hlaut að eiga skammt heim. En myrkrið jókst og* magn- leysið ágerðist. Hann riðaði við í öðruhvom spori og sterk, seiðmögnuð þrá flæddi um hug hans. Þrá til þess að , kasta sér niður í þessa mjúku mjallbreiðu og hvíla sig, láta líða svolitla stund sárustu þreytuverkina úr kroppnum. En hann vissi, að hami mátti það eklvi. Hér vai’ð æskuþrek lians að heyja örlagaríka glímu við hríðina og myrkrið og sigra eða deyja. Áfram þrammaði hann góð- an spöl. En smámsaman sljófg- aðist hugsun hans og vilja- kraftur. Hann vissi nú ekki lengur áttir né stefnu. Allt í einu hnaut harni um í snjóskafli og steyptist á- fram — á grúfu. Hann ætlaði að reyna að standa á fætur. En — ó hvað það var yndis- lega notalegt að liggja þama í dúnmjúkri drífuimi og láta líða úr sér. Aðeins andartak ætlaói hann að leggja þreytt höfuð sitt ofan á handarbökin — yfir vetlingunum og hvíla sig*. Auknablikin urðu að mín- utum. Pétur lá kyr. Hvann- arnir höfðu sigið aftur. Og logíidrifan keppist við að breiða teppið sitt hvíta of- an á llila uppgefna drenginu, sem hatði nauðugur, en nauð- beygður tæmt síðustu kraftana í baráttunni við miskunnar- leysi náttúrunnar. Pétur var horfinn undir snjóinn. Hann var horfinn inn í ríki svefnsins og meðvitund- arleysisins, sem eru kölluð systkini dauðans. Um likt leyti kom maður kjagandi utan heiðina og stefndi þverbeint á stefnu Péturs. Það var pabbi hans. Dagurinn í Holti hafði reynst dapurlegur. Allir biðu þess með óþreyju, hvort litli sendimaður- inn myndi koma um daginn. Og þegar fór að dimma að af náttmyrkri og hríð, óx kvíðinn og áhyggjumar um afdrif hans. Þau vonuðu, pabbi hans og mamma, að hann biði í góðu gengi hjá lækninum og hefði aldrei lagt af stað. Samt leyndist óttinn og óvissan í augum þeima, málrómi og látbragði. Var Pétur að villast uppi á heiði? Voru þau að senda hann inn 1 helgreipar dauðans með því að leyfa hon- honum að fara með lækninum? Þegar nokkuð var liðið fram yfir dagsetur, gékk faðir hans út. Hann sagðist ætla að svip- ast um á ásunum fyrir ofan bæinn. En það væri svo sem lítil hætta um Pétur. Læknir- inn hefði aldrei sleppt honum út í tvísýnt veður. Það voru nú raunar hughreystingarorð eih. Sjálfur trúði hann þeim tæp- lega. Hann vai’ kominn nokkuð upp á heiðina, hóaði við og við, en er hann varð einkis vísari snéri hann við og hélt styztu leið heim. Allt í einu rak hann annan fótinn í eitthvað harf í lausri mjöllinni. Á þessum slóðum var engrar ójöfnu von og hann þreifaði því með hendinni niður í snjóinn. Og upp í greip hans kom snjóug- ur mannsfótur, þvínæst annar. Ilér skifti engum tíma. Það var Pétur, sem lá þama í fönninni. Var hann dáinn? Pabbi hans laut niður að honum, sópaði snjónum burtu í einu vetfangi og* lilustaði eftir andardrættin- um. Pétui’ svaf fast og dró andann rólega, en nú hafði ekki munað nema hársbreidd, að sá svefn yrði ekki rofinn í þessum heimi. Hann vaknaði við, þegar pabbi hans tók hann í fangið. Og gleðin og undr- unin yfirstigu öll orð. Hann

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.