Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 1
■ OMI Þír berið af r 1 —P—E—Y—S—U— frá VESTU Laugaveg 40 — Sími 4197 ^ÍdaLiBILPMÐHO 6. ár. Reykjavík, miðvikuðaginn 20. apríl 1938. 89. blað Kf nnisför sunnlenzkra bænda Italír semja víð Frakka Öll lielztu ágreln- ingsmál þessara ríkja verða tekin til atlmgunar. LONDON: Ciano greifi tilkynnti sendisveitar- fulltrúa Frakka í Róm í gær, að Mus- solini hefði fallizt á það, að samninga- umleitanir milli Frakka og ítala yrðu hafnar þegar í þessari viku, og er gert ráð fyrir að fyrstu undirbúningsum- ræðurnar eigi sér stað á föstudaginn kemur. Tilgangurinn með viðræðunum er að koma á bættu samkomulagi milli ríkj- anna. í nokkra mánuði undanfarið hefir enginn franskur sendiherra verið í Róm, vegna þess að franska stjórnin vildi ekki stíla embættisskírteini hans til Victor Emanuels sem keisara yfir Abessiníu, en þess krafðist ítalska stjórnin. Var þá ítalski sendiherrann kvaddur heim frá París. Önnur ágreiningsmál, sem gert er ráð fyrir að rætt verði um, fjalla um eignir Frakka i járnbrautinni frá Dji- buti til Addis Abeba, Miðjarðarhafs- málin, viðskipti milli franskra ný- lendna og Ítalíu, og landamæri franska Somalilands, og nýlendna Ítalíu í Aust- ur-Afríku. Tékkar viðurkenna yfirráð ítala í Abessiníu. Sendiherra Tékkoslóvakíu í Róma- borg tilkynnti Ciano greifa í gær, að Tékkoslóvakía hefði ákveðið að viður- kenna yfirráðarétt ítala í Abessiniu. — FÚ. Vinnuf riður í Frakklandi LONDON: um Norðurland Þátttakendur verða um 200 Um 200 sunnlenzkir bændur munu fara í kynn- isför um Norðurland í sum- ar. Er stofnað til þessarar farar af Búnaðarsambandi Suðurlands í tilefni af 30 ára afmæli þess. Búnaðarfélögin á sambands- svæðinu hafa undanfarið grennslazt eftir því, hvað margir bændur vildu vera með í förinni og hafa um 180 gefið sig fram. Mun ekki verða hægt að bæta nema fáum við úr þessu. Þátttakendurnir eru úr Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu, Vest- mannaeyjum og Vestur-Skafta- fellssýslu. Safnast þeir saman við Ölfus- árbrú 14. júní og verður ferðin hafin þaðan næstu daga. Mun verða farið um Hvanneyri, Reyk- holt, Blönduós, Hóla, Akureyri, Mývatnssveit og endað við Detti- foss. Sérstök áherzla verður lögð á að kynnast öllum merkustu búnaðarframkvæmdum á þeim stöðum, sem farið verður um. Gert er ráð fyrir að ferðalagið taki 10 daga. Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri verður farar- stjóri, en fimm manna nefnd vinnur með honum að undirbún- ingi fararinnar. Búnaðarsam- tökin á Norðurlandi hafa heitið að greiða fyrir gestunum eftir megni. Sama aflaleysið og í fyrra IJndaiifarið hefir alls i staðar verið mjög treg- í i ur afli, nema í Vest- í mannaeyjnm. I i Aflinn á öllu landinu var orðinn : 15.265 smál. 15. þ. m., eða um 1400 smál. meiri en í fyrra. En þá var aflinn . um helmingi minni en meðaltal margra í undanfarinna ára. : í fyrra aflaðist mest í aprílmánuði. | Nú má heita aflalaust í öllum verstöðv- J um, nema Vestmannaeyjum, og afli togaranna mun minni en á sama tíma í fyrra. Eru horfurnar því mjög ískyggilegar, ef aflinn eykst ekki verulega það sem eftir er af vertíðinni. í verstöðvunum við Faxaflóa hefir aflazt mjög lítið undanfarið. Helzt hafa þeir bátar, sem hafa lagt net, fengið sæmilegan afla. Geir goði (frá Reykja- vík), fékk t. d. um 30 skp. í fyrradag í net. En það er ekki nema sáralítill hluti bátanna, sem hefir aðstöðu til að stunda netaveiðar. í Vestmannaeyjum hefir aflazt vel undanfama daga. í fyrradag er talið að um 140 þús. þorskar hafi komið þar á land og er það mesti afladagurinn þar í vetur. Á Austfjörðum má segja að verið hafi nær fisklaust í vetur. Allur aflinn þar, að Hornafirði meðtöldum, var orð- inn 60 smál. um miðjan mánuðinn, en var 432 smál. á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir óvenjulegt aflaleysi þá. Er mjög bágt ástand í sjóþorpunum eystra. Síðan á laugardag hafa komið hing- að fimm togarar eftir 11—14 daga úti- vist. Aðeins einn, Max Pemberton, hafði sæmilegan afla. Víðavangshlaupið á morgun ANN ALL 110. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 4.43. Sólarlag kl. 8.12. Árdegisháflæður í Rvík kl. 8.50. Veðurútlit í Reykjavík: Vaxandi sunnanátt og rigning. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8.40 síðdegis til kl. 4.20 að morgni. Næturlæknir er í nótt Alfred Gíslason, Brávallag. 22, sími 3894. Næturvörður er þessa viku í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins. Síðasti vetrardagur. 8.30 Ensku- kennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegis- útvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 ísl.kennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn. 20.30 Útvarpskvöld háskóla- stúdenta: Ávörp og erindi; söngur; hljóðfæraleikur; stúdentafagnaður. — 22.30 Danslög til 24.00. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Selfoss til útlanda. Lyra til Vest- mannaeyja, Færeyja og Bergen. Fagra- nes til Akraness. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Fagranes frá Akranesi. Barnadagsblaðið kom út í gær. í það skrifa ísak Jóns- son, Steingrímur Arason, Símon Jóh. Ágústsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir og sr. Árni Sigurðsson. Kvæði eru í því eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagra- skógi og Freystein Gunnarsson. Blað- ið var selt á götimum í gær og seldu 620 börn samtals um 5 þús. eintök. Inn- komnir peningar eru um 970 kr., en þó eiga nokkur börn eftir að skila og eru þau beðin að mæta í Grænuborg kl. 1— 4 í dag. Böm, sem fengu 20 blöð eða meira og afgreidd voru á Morgunblaðs- skrifstofunni, eru beðin að mæta einn- ig í Grænuborg kl. 1—4 í dag. Álfkonan í Selhamri var sýnd í Iðnó í gær fyrir troðfullu húsi og við góðar undirtektir. Á morg- un kl. 5 verður leikurinn sýndur í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. Aðgöngu miðar verða seldir eftir kl. 3 hjá Gunn- laugi Stefánssyni kaupmanni og Jóni Matthiesen og kosta 1 kr. fyrir börn og 2 krónur fyrir fullorðna. Leikurinn verður aðeins sýndur einu sinni í Firð- inum. Hjónaband. Á páskadag voru ungfrú Steinunn Guðrún Gísladóttir og Erling Eyland Davíðsson, sjómaður, gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni. Heimili ungu hjónanna er á Ránargötu 33 a. Næsti háskólafyrirlestur sr. Sigurðar Einarssonar dósents verður í dag kl. 6. Afli IVorðmanna Þann 16. þ. m. var veiði Norðmanna samtals 128.917 kg. á móti 125.892 kg. á sama tíma í fyrra. Aflinn hefir verið verkaður þannig bæði árin: 1938 1937 Hert ............. 41.270 45.270 Saltað ........... 79.910 70.428 Meðalalýsi, hl.... 59.239 66.467 Hrogn, hl......... 51.010 47.476 Foringi rúmcnskra nazista liandtekinn London: Codreanu, leiðtogi rúmensku Jám- varðanna, hefir verið leiddur fyrir her- rétt í Bukharest og kom mál hans fyrir réttinn í gær. Hann er sakaður um landráð. — FÚ. Verkföllum í málm- og vélaiðnaði Frakklands er nú að mestu lokið, og flestir teknir aftur til vinnu. Þessi málalok og það, hve vinna hefir al- mennt hafizt á ný, hefir haft góð áhrif á fjárhagsmál landsins. Á kauphöllinni í París hafa hlutabréf í frönskum fyrir- tækjum stigið í dag um allt að 10 af hundraði. — FÚ. Otto frá Ilalisbiirg sakaður um landráð London: Þýzka blaðið Angriff staðfestir þá fregn, að gefin hafi verið út handtöku- fyrirskipun á hendur Otto von Habs- burg, ríkiserfingja Austurríkis, og hon- um gefin landráð að sök. Otto von Habsburg dvelur nú í Bel- gíu, svo að það eru engar líkur til að hann verði handtekinn, en málið gegn honum verður rekið, eftir sem áður. Gangi dómurinn gegn honum, verða eigur hans í Austurríki gerðar upp- tækar, en þær nema um 2 millj. ster- lingspundum. — FÚ. Biif j ár sýning Búnaðarsamband Suðurlands hefir einnig ákveðið að minnast afmælis síns með sérstakri bú- fjársýningu, sem haldin verður við Ölfusá 7. júlí í sumar. Verða þar sýndir nautgripir og hestar af félagssvæðinu og er von um þátttöku úr flestum sveitum á sambandssvæðinu. Dragnótaveiðar í Vestmaimaeyjum Tíu bátar frá Vestmannaeyjum stunda nú dragnótaveiðar, og hafa nokkrir þeirra stundað þann veiðiskap í allan vetur með sæmilegum árangri. Vélbáturinn Garðar, skipstjóri Gísli Magnússon, veiddi á einum degi um miðjan mánuðinn, kola fyrir ca. 1200 krónur. Allur aflinn er seldur ísvarinn til Englands fyrir kr. 0.80 kílóið á staðnum og gildir það verð út þennan mánuð. Svo sem venja er til, fer víðavangs- hlaup í. R. fram á morgun, sumardag- inn fyrsta. Hefst það kl. 2 og verður brautin sú sama og í fyrra, vegalengd- in um 4 km. Keppendur verða 25, frá fimm félög- um, 10 frá K. R., 5 frá Ármanni, 3 frá í. R., 4 frá ungmennafélaginu Stjarnan í Dalasýslu og 3 frá íþróttafélagi Kjós- arsýslu. Meðal keppendanna eru Sverr- ir Jóhannesson, sem fyrstur varð að marki i fyrra, Magnús Guðbjörnsson, sem nú tekur þátt í þessu hlaupi í 18. (Frh á 4. síðuj Xiðnrsnðuverksmiðja S. t. F. Um þessar mundir er byrjað að koma fyrir vélunum í hinni nýju niðursuðu- verksmiðju Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda. Verksmiðjan mun taka til starfa um miðjan júnímánuð, en þá munu hefjast ýmsar tilraunir. Til fullra starfa tekur verksmiðjan trúlega ekki fyrr en um næstu áramót. Skíðavíkan á Ísafírðí Á annað hundrað reykvískir þátt- takendur í skíðaviku ísafjarðar komu heim með Súðinni í gær kl. 12%, að lokinni prýðilegri skemmtun. Um 120 manns tóku sér far með Súð- inni, er lagði af stað héðan kl. 7 sl. miðvikudag. Var söngur mikill og ann- ar gleðskapur um borð, þar til seint um kvöldið, þá fór sjóveður versnandi og sjósótt að sama skapi vaxandi. Vegna þess hve sjóveður var slæmt, kom skipið eigi til ísafjarðar fyrr en síðdegis á fimmtudag, eftir 21 stundar siglingu. Þá var hvassviðri og hríðarhraglandi og eigi hugsað til skíðaferða fyrr en næsta dag. Hálfri stund eftir að skipið lagðist að bryggju, var öllum þátttakendum skíðavikunnar stefnt til fundar í Góð- templarahúsinu. Var þar skýrt frá fyrirkomulagi vikunnar, öllum þátt- takendum skipt í 11 flokka og afhent merki skíðavikunnar með flokksnúm- eri. Hverjum flokki fylgir flokksforingi, sem jafnframt er leiðsögumaður og kennari. Nær 30 Reykvíkingar fengu ágætan samastað í Birkihlíð, hinu merkilega vinnuskólasetri ísfirðinga, sem er all- langt frá bænum og rétt við bezta skíðalandið, Seljalandsdal. Höfðu þeir því hina beztu aðstöðu til skíðaiðkana. Öðrum, er þurftu, var séð fyrir sama- stað í bænum. Skíðafólkið lagði af stað úr bænum kl. 10% að morgni föstudagsins langa. Var farið í bifreiðum nokkuð inn fyrir bæinn. Þaðan gengið stuttan spöl, að Skíðheimum, skíðaskála ísfirðinga, sem er fremst í Seljalandsdal. Þar var stigið á skíðin og flokkarnir dreifðust um skíðalandið. Snjór var mikill, skíðafæri sæmilegt, en renningsskrið öðru hvoru og hríðarslitringur. Nokkru eftir há- degi hurfu flokkarnir til hvíldar og hressingar J skátaskálanum Valhöll, Skíðheimum eða Birkihlíð. Eftir það var eigi hvílzt fyrr en heim kom. Enginn, sem tók þátt í Skíðavikunni, mun nokkru sinni gleyma laugardegin- um. Um nóttina hafði komið mikill lognsnjór. Allan daginn var glaðasól- skin, frost og stillilogn. Skíðafærið var dásamlega gott. Þá gekk fjöldi fólks á Kistufjall (781 m.), sem er inn af Seljalandsdal, og naut fagurs utsýnis víðsvegar um Vestfirði. Þaðan eru af- líðandi brekkur langan veg niður eftir Seljalandsdsl, að Skíðheimum og Tungudal að Valhöll. Þetta er leikvang- ur ísfirðinga, oft meirihluta ársins. Að- komufólkið sem kynntist honum sl. laugardag, mun eiga auðvelt með að skilja, að þeir telja sig hafa þar fengið bætur fyrir erfiða aðstöðu um sumar- ferðalög. Á páskadag var þíðviðri og rigning síðari hluta dags. Skíðafæri var afar slæmt eftir hádegi. Þá var keppt í flug- skriði (utforrenn) og slönguskriði (sla- lom). Kl. 12 á miðnætti hófst dans- skemmtun fyrir þátttakendur skíða- vikunnar, í hinum veglega kvikmynda- sal ísfirðinga. Þar voru verðlaun af- hent og síðan dansað af miklu fjöri til kl. 4 e. m. Þegar Súðin lagði af stað frá ísafirði á hádegi í fyrradag, kvöddust ísfirð- ingar og Reykvíkingar með söng og húrrahrópum. Fjórðu og fjölmennustu skíðaviku ísfirðinga var lokið. Á heimleiðinni var sjóveður svo slæmt, að eigi var komið til Reykjavík- ur fyrr en eftir meira en tveggja dægra siglingu. Þrátt fyrir það mun ríkja almenn ánægja þátttakenda með ferð- ina vestur. Sér í lagi hinar ágætu við- tökur ísfirðinga og sólskinsdaginn í skíðalandi þeirra.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.