Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 9

Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 9
ísland Einkennisföt. 1. Skipstórar og stýrimenn fá 1 einkennisföt og húfu árlega, og 1 einkennisfrakka annaS hvert ár. 2. Brytar og loftskeytamenn fá 1 einkennisföt og húfu árlega. 3. Vélstjórar fá 1 einkennisföt og húfu annaðhvert ár. Hjá ríkisskip fá 1. vélstjórar 1 einkennisföt og húfu árlega. Vísitala. Ofangreint kaup er ekki háð breytingum á vísitölu. Uppsagnarfrestur starfsmanna. Skipstjórar hafa uppsagnar- frest skv. sjólögum 3 mánuði. Stýrimenn, vélstjórar, brytar og loftskeytamenn hafa samninga um 3ja mánaða uppsagnarfrest. Undirmenn hafa uppsagnar- frest skv. sjólögum 7 daga. Athugasemdir. Samningar Skipaútgerðar rík- isins og Eimskipafélags íslands við fagfélög sjómanna hafa ver- ið næstum samhljóða, að öðru leyti en því, að stýrimenn og vél- stjórar á strandferðaskipunum hafa svo nefnda strandferða- þóknun eða uppbót á kaupi sínu. Hinir fyrrnefndu 10% og hinir síðarnefndu 8%, og hafa þeir verið látnir halda þessari kaup- uppbót, enda þótt þeir hafi ekki siglt í strandferðum. Hinsvegar hefir Eimskipafélagið eftir- launasjóð fyrir starfsmenn sína, sem Skipaútgerð ríkisins hefir ekki. í ofangreindri skýrslu er mið- að við samninga þá, við fagfélög sjómanna, sem sagt var upp fyr- N Ý J Noregur vél, bryti, matreiðslumenn og loftskeytamaður fái aðeins allt að kr. 390.04 í skaðabætur í utan- landssiglingu yfirleitt. Einkennisföt. í samningum um utanlands- siglingar er ekkert tekið fram snertandi einkennisföt, en í samningum um innanlandssigl- ingar er gert ráð fyrir, að þar sem einkennisbúninga sé krafist fyrir stýrimenn og bryta, þá skuli útgerðin leggja þá til eða bæta hinum fyrrnefndu með kr. 222.88 og hinum síðarnefndu með kr. 195.02. Vísitala. Aðeins í samningum vélstjóra er gert ráð fyrir að breytingar á vísitölu á samningstímabilinu skuli hafa áhrif á kaupið. Uppsagnarfrestur starfsmanna. í samningum stýrimanna er það fram tekið, að uppsagnar- frestur sjólaganna gildi um þá, og þar sem ekkert er fram tekið um þetta í öðrum samningum, verður að álíta, að uppsagnar- frestur sjólaganna gildi um alla starfsmennina. En skv. sjólögun- um er uppsagnarfresturinn: Fyrir skipstjóra 3 mánuðir. Fyrir stýrimenn og vélstjóra 1 mánuður. Fyrir aðra 7 dagar. Athugasemdir. Alstaðar þar sem peningaupp- hæðir eru nefndar, í ofangreindri skýrslu, hefir norskum krónum verið breytt í íslenzkar, með gengi 111/44. Sé annarra heimilda ekki get- ið, eru þetta aðalheimildir fyrir ofangreindri skýrslu: 1. Samningur milli Norges Re- derforbund annarsvegarogNorsk styrmannsforening hinsvegar, snertandi stýrimenn á gufu- og mótorskipum í utanlandssigling- um. Gildandi frá 22/6 1937 til 1/4 1939. 2. Samningur milli Norges Re- derforbund annarsvegar og Det norske maskinistforbund og deilda þess hinsvegar, snertandi vélstjóra á gufu- og mótorskip- A D A G B L A Danmörk Einkennisföt. Ekki talað um ofangreint at- riði í samningum sjómanna og útgerðarmanna. Vísitala. Skv. eldri samningum var venja að leiðrétta kaupið tvisvar á ári, ef ákveðnar breytingar á vísitölu höfðu átt sér stað, en skv. nýjum samningum fyrir stýrimenn, brýta og matsveina og undirmenn á dekki og í vél, sem hér er stuðst við, er horfið frá þessu ráði. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að segja megi nefndum samningum, sem annars eiga að gilda í 2 ár fram til 1. marz og 1. apríl 1940, upp á miðju samningstímabilinu, ef á- kveðnar breytingar á vísitölunni hefðu átt sér stað. Uppsagnarfrestur starfsmanna. Enginn skipstjórasamningur liggur fyrir, en uppsagnarfrestur skipstjóra er skv. sjólögum 3 mánuðir. Sjólög gera ráð fyrir að skipverjar hafi eftirgreindan uppsagnarfrest: Stýrimenn og vélstjórar 1 mán. Aðrir 7 daga. En samningar gera ráð fyrir eftirgreindum uppsagnarfresti: 1. stýrimaður og 1. vélstjóri 3 mánuðir. Undirstýrimenn og undirvél- stjórar 3 mánuðir, eftir 3ja ára þjónustu. Aðstoðarvélstjórar 1 mánuður eftir 2 ára þjónustu og 3 mánuði eftir 3ja ára þjónustu. Loftskeytamaður 1 mánuð að eftir 2 ára þjónustu og 3 mánuð- uðir eftir 3ja ára starf. Bryti 1 mánuður. 1. matsveinar 14 daga eftir minnst 1 árs þjónustu. Að öðru leyti virðist fara um- uppsagnarfrest skv. sjólögum. Athugasemdir. Dönsk króna er í ofangreindri skýrslu alstaðar reiknuð með sama gengi og íslenzk. Sé annarra heimilda ekki get- ið, eru þetta aðalheimildir fyrir ofangreindri skýrslu: 1. Samningur milli Dansk Dampskibsrederiforening annars vegar og Dansk Stynnandsfor- ening hinsvegar. Gildandi frá 1/4 1938 til 1/4 1940. 2. Samningur milli Dansk Dampskibsrederiforening annars vegar og Dansk Sö-Restaura- tions-Forening hinsvegar. Gild- andi frá 1/4 1938 til 1/4 1940. 3. Samningur milli Dansk Dampskibsrederiforening annars vegar og undirmanna á dekki hinsvegar. Gildandi frá 1/3 1938 Ð I Ð Svíþjjóð Aðrir dekkm. 228.72 343.08 — skipsm. 171.54 257.31 Samningar gera ráð fyrir sama. Uppsagnarfrestur starfsmanna. Skipstjórar hafa skv. sjó- lögum 3ja mánaða uppsagnar- frest. Stýrimenn og vélstjórar hafa skv. sjólögum 1 mánaðar uppsagnarfrest, en samningar gera ráð fyrir, að þegar þeir hafi starfað samfleytt 5 ár hjá sama félagi, hafi þeir 3ja mán- aða uppsagnarfrest úr því. Undirmenn á dekki og í vél hafa uppsagnarfrest skv. sjó- lögum 7 daga. Sama virðist einnig gilda fyrir bryta og mat- reiöslumenn, þar sem annað er ekki fram tekið í samningun- um. Loftskeytamenn höfðu skv. samningi 16/2. ’36, 7, 14 eða 30 daga uppsagnarfrest eftir nán- ar tilgreindum ástæðum. Athugasemdir. Alstaðar þar sem peninga- upphæðir eru nefndar í ofan- greindri skýrslu hefir sænskum krónum verið breytt í íslenzkar með gengi 114/36. Sé annara heimilda ekki get- ið, eru þetta aðalheimildir fyrir ofangreindri skýrslu: 1. Samningur milli Sveriges Redareförening annarsvegar og Sveriges Fartygsbefálsförening hinsvegar, snertandi skipstjóra og stýrimenn á sænskum vél- skipum. Gildandi frá 27/10. 1937 til 31/1. 1939. 2. Samningur milli Sveriges Redareförening annarsvegar og Svenska Maskinbefálsförbundet, snertandi vélstjóra á sænskum skipum. Gildandi frá 1. eða 27. 9 England Uppsagnarfrestur starfsmanna. Skv. Merchant Shipping Act 1894, skal hver brezkur sjómaður ráðinn með samningi. Samning- ur þessi má vera fyrir eina eða fleiri sjóferðir og skal tilgreint í honum að svo miklu leyti, sem auðið er, hvar skipinu sé ætlað að sigla, og hámark þess tíma, sem ráðningin sé líkleg að standa. Gert er ráð fyrir að slíkir ráðningarsamningar vari ekki lengur en í 6 mánuði, og þeir þurfi endurnýjunar 30. júní og 31. desember ár hvert eða í fyrsta skipti, sem skip er í brezkri enda- höfn eftir nefnda daga. Verði endi á ofangreindri ráðningu vegna veikinda sjó- mannsins, vegna þess að skip hans farist eða vegna afbrota hans o. s. frv., hætta þegar kaup- greiðslur skv. nefndum samning- um. En sé sjómaður að sekjulausu látinn fara áður en ráðning hans er útrunnin, og áður en hann hefir innunnið sér 1 mánaðar kaup, skal útgerðin skyld að bæta honum tapið við ráðningarslitin, þó ekki með meiru en 1 mánaðar viðbótarkaupi. Athugasemdir. Alstaðar þar sem peningaupp- hæðir eru nefndar í ofangreindri skýrslu, hefir enskri mynt veriö breytt í íslenzka með gengi 22/15. Sé ekki getið sérstakra heim- ilda í ofannefndri skýrslu, er að- allega farið eftir árbók The Na- tional Maritime Board fyrir árið 1938, en bók þessi inniheldur meðal annars upplýsingar um „Standard“ kaup og kjör skip- verja á enskum verzlunarskipum í utanlandssiglinum. Byggt á endurskoðun samþykkta um nefnd atriði fram til 18. febrúar 1938. Einkennisföt. Aðeins í samningum stýri- manna er talað um einkennis- föt, og er á skipum, sem flytja 6 eða fleiri farþega, gert ráð fyrir, að annaðhvort greiði út- gerðin stýrimönnunum kr. 11.44 á mánuði til þess að sjá sér fyrir einkennisfötum, eða leggi fötin til frítt. Vísitala. Engin ákvæði í samningum sjómanna og útgerðarmanna um að breytingar á vísitölu skuli hafa áhrif á ofangreint kaup. Einkennisföt. Ekki talað um ofangreint atr- iði í samningum sjómanna og útgerðarmanna. Vísitala. Engin ákvæði í samningum sjómanna og útgerðarmanna um að breytingar á vísitölu skuli hafa áhrif á ofangreint kaup.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.