Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ N Ý J A Þjóðleg skólastefna Frá fundi barnakennara í Eyjafirði Aðalfundur Félags barna- kennara við Eyjafjörð var hald- inn á Akureyri dagana 13. og 14. apríl 1938. Á fundinum mættu 22 kenn- arar úr 8 skólahéruðum. Á dag- skrá voru 10 mál. í stjórn til næsta árs voru kosnir: Snorri Sigfússon, Hannes J. Magnús- son og Steinþór Jóhannsson. Á fundinum voru flutt 3 erindi: Samvinna heimila og skóla (H. J. M.), Þegnskapar uppeldi (Sn. S.), Skriftarkennsla (Mar. Stef.). Fundinum lauk með skemmtilegu samsæti. Á fundinum voru m. a. þessar till. samþykktar: „Aðalfundur F. B. E. lítur svo á, að í öllum skólum beri að leggja ríka áherzlu á, að inn- ræta æskulýð landsins lög- hlýðni, stundvísi og reglusemi, og telur að holiur skólaagi (disiplin), þar sem gilda fastar og frjálsmanniegar reglur, sé rétt og nauðsynlegt spor í þá átt“. „Aðalfundur F. B. E. ályktar að lýsa yfir því, að jafnframt þvi, sem hann tölur sjálfsagt, að uppeldismál vor og skólar notfæri sér verulega þær nýj- ungar í kennslutækni, sem nú eru efst á baugi meðal gagn- menntaðra þjóða og vel reyn- ast, og þær bendingar til bætts uppeldis, er barnasálarfræði nútímans gefur, þá sé þess eigi síður gætt, að ísl. skólar og uppeldi vaxi fyrst og fremst úr ísl. jarðvegi, og að ekki glat- ist þau uppeldilegu verðmæti, er þjóðinni hafa jafnan reynzt dýrmætust, og hafa gætt hana andlegri og líkamlegri orku til sóknar og varnar í hverri raun. Telur hann að uppeldi þjóðar- innar eigi nú á markvissan hátt að stefna að heilbrigðu skap- gerðar uppeldi, og að temja henni hollar lifsvenjur, sjálfs- aga og fórnfýsi, og glæða hjá henni virðingu fyrir þjóðlegum og andlegum verðmætum". „Aðalfundur F. B. E. telur rétt að gefin sé út ný náms- skrá í samræmi við hin nýju fræðslulög. Marki hún aðeins frumdrætti og gefi nægilegt olnbogarúm til frjálslegra kennsluhátta í skólum. Að öðru leyti sé með henni stefnt að þjóðlegri skólastefnu, þar sem höfuðáherzlan er lögð á móður- mál, reikning, handiðju og líkamsrækt. Jafnframt séu gefnar út leiðbeiningar handa kennurum um hreinlæti og heilsuvernd í skólum, hentug skólaborð, um áhöld, stjórn og reglusemi, og annað það, er miklu varðar fyrir góðan á- rangur af starfi skólanna“. „Aðalfundur F. B. E. telur mjög æskilegt, að barnaskól- arnir fái sem fyrst aðstöðu til að geta notað kvikmyndir við kennsluna. Skorar fundurinn því á kennslumálastjórnina, að verja fé því, er hún hefir ár- lega yfir að ráða í þessu skyni, til kaupa á nokkrum mjófilmu- sýnivélum, svo að m. k. hver kaupstaðaskóli hafi eina til eig- in afnota og til að lána skólum á tilteknum svæðum. Jafnframt sé unnið að því að koma upp mjófilmusafni af íslenzkri nátt- úru og atvinnulífi, og kaupa eða leigja erlendar skólamjófilmur. Telur fundurinn rétt, að ríkið eigi filmusafnið og sé það til af- nota fyrir alla skóla, er þess geta notið.“ „Aðalfundur F. B. E. beinir þeirri áskorun til stjórnar S. í. B., að hún vinni að því, að fá einn héraðsskólann með vægum kjörum 4—6 vikna tíma að sumr- inu, til dvalar fyrir kennara, samfunda, hvíldar og hressing- ar, og séu þá jafnframt hin ár- legu kennaraþing haldin þar, og i sambandi við þau ýms smærri námskeið." TILKYNNINO um síldarloforð til Sildarverksmiðja ríkisíns. Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðjur ríkisins á næstkom- andi sumri, skulu fyrir 1. maí n. k. hafa sent stjórn verksmiðjanna símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Útgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að af- henda verksmíðjunni alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa eða aðeins hluta veiðinnar, eða alla síldveiði skips eða skipa. Þau skip, sem afhenda verk- smiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræð'slusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirfram. Verði meira framboð á síld, en stjórn verksmiðjanna telur sýnilegt að verk- smiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taki síld til vinnslu. Ef um framboð á síld til vinnslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir sildveiðitímann. Stjóm verksmiðjanna tilkynnir fyrir 15. maí n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjumar, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku, og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 5. júní n. k. gert samning við stjórn verk- smiðjanna um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt að taka á móti lofaðrl síld. Siglufirði, 11. apríl 1938. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMnnniiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiniiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiniuiiiiiiiiiimiiiniiii Mínníngar Ég var rétt að fá i hendur „Minn- ingar“ frú Ingunnar Jónsdóttur, þegar mér barst bréf frá einhverjum vand- látasta smekk- og menntamanni hér- lendum um íslenzkt málfar og listfengi í sagnritun og frásögn. í þessu bréfi víkur hann m. a. þessum orðum að „Minningum": „Afskaplega þótti mér gaman að minningum Ingunnar frá Kornsá. Þær rifjuðu svo margt upp fyr- ir mér, sem móðir min kenndi mér á æskudögum og sagði mér frá fólki og heföarmönnum í Vatnsdal og Þingi. Þær minntu mig á vísur, sern hún kenndi mér og mér hafa eigi komið í hug milli 40—50 ár. Málfar og skýrleiki hennar er hvorttveggja í bezta lagi....“ Mér þótti vænt um að þessi merki bókmenntafrömuður var mér samdóma um „Minningar", því að enga bók myndi ég heldur velja úr markaðsflóð- inu síðasta en einmitt hana, hvort sem ég vildi heldur rétta hana að rosknara fólki, til þess að rifja upp gömul kynni af merkum mönnum og atburðum, eða að sæmilega bókfærri æsku, til þess að sýna henni nokkra forkunnar vel gerða og öfgalausa svipdrætti þeirrar héraða- og bændamenningar, sem hélt uppi Is- lenzku þjóðlífi 1 þúsund ár. Gamall Vatnsdœlingur. VKIPAUTC EWP ■nrr^. sinsí Súðín Vestur og norður laugardag 23. þ. m. kl. 9 síðd. Tekið verður á móti vörum í dag og fram til há- degis á föstudag, en engar vörur verða teknar eftir þann tíma. Farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. annast kaup og sölu ALLSKONAR VERÐBRÉFA. Tilkynnmg. Skósmiðafélag Reykjavíkur hefir samþykkt að frá og með deginum í dag verði tekið fyrir útlán á nýjum og viðgerðum skófatnaði, á öllum skóvinnu- stofum félagsmanna, nema til þess fólks, sem þegar hefir föst reikningsviðskipti og gerir fulln- aðarskil mánaðarlega. Með samþykkt þessari vill fé- lagið komast hjá nauðsynlegri hækkun á viðgerðum, sökum sívaxandi efnishækkunar. Stjórnin. E.s. Lyra fer héðan fimmtudaginn 21. þ. j; m. kl. 7 síðdegis, til Bergen, um l Vestmannaeyjar og Thorshavn. Í Flutningi veitt móttaka til kl. . 6 í dag, miðvikudag. ► Borgíð Nýja dagblaðíð! IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIUII«IIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII»ll*llllllllllllll«IIIIIIHHII*IH*l«ll«**«*llll«IMIIIIII«lllliaM*mUH Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P. Smith & €•. Barnasumargjalír, Dúkkur, Bangsar. Hundar. Kettir. Kúiukassar. Kubbar. Boltar. Baxarar. Fiskasett. Flugvélar. Smíðatói. Sagir. Hamrar. Nagl- bítar. Nafrar. Skrúfjárn. Blómakönnur. Sparibyssur. Fötur. Rólur. Skóflur. Berjabox. Straujárn. Kaffistell. Húsgögn ýmiskonar Eldhúsáhöld ýmiskonar. Þvottabretti. Taurullur. Vagnar. Bílar. Skip. Kerrur. Dúkkuvagnar. Byssur. Hermenn. Karlar. Hestar. Litakassar. Myndabækur. Lísur. S. T. myndir og póstkort. Svippu- bönd. Kústar. Dátamót. Úró Undrakíkirar. Vigtar. Spreliukariar. Sverð. Kúluspil. Andir. Kanínur. Hérar. Perlupokar. Perlufestar. Töskur Hárbönd. Nælur. Armbönd. Hringar. Göngustafir. Fuglar. Þvottasnúrur. Dúkkuhús. Dúkkurúm. Bréfsefnakassar. Púslispil. Lúdó. Ferðaspil íslands. Golfspil og ýms önnur spil. Diskar. Bolla- pör. Könnur. Hnífapör. Skeiðar. Greiður og speglar. Saumakassar. Manicure. Burstasett og ýmislegt fleira fyrir börn. K. Eínarsson & Björnsson Bankastræti 11. Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241. Tilkynniné Hérmeð er skorað á fuUtrúa þá, er kosnir voru á fundum í Gullbringusýslu um ráðstafanir til vamar gegn mæðiveikinni, að mæta á sameiginlegum fundi, sem haldinn verður sunnu- daginn 24. apríl næstkomandi kl. 1 eftir hádegi í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði. Rætt verður um sýslugirðingu. Áríðandi að menn mæti úr öllum hreppum sýsiunnar og Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Bergur Jónsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.