Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ 3 N Ý J A Hitaveita Reykjavíkur Efitir Jónas Jónsson . —> \ÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Rltstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON. Ritst j órnarskrlf stof uraar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu !D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Nám verkstjóia Vegamálastjórnin hefir nú í ár tekið upp þá nýbreytni að halda hér í Reykjavík stutt námskeið fyrir verkstjóra í vegavinnu rikisins víðsvegar um land. Er námskeiðið nýaf- staðið, og sóttu það um 30 manns. Pengu þeir tilsögn í reikningsfærslu, mælingum, meðferð áhalda og sprengiefna og fleiru viðkomandi umsjón vegagerðar. Ennfremur hlýddu þeir á verkfræðilega fyrirlestra. Það er vafalaust mjög heppi- legt, að námskeið 1 þessa átt séu haldin öðru hverju, og þá ekki eingöngu fyrir vegavinnu- verkstjóra, heldur einnig fyrir verkstjóra við hafnargeröir, símalagningar og fleiri fram- kvæmdir, sem ríkið hefir með höndum. Árlega er varið úr ríkissjóði milljónum króna til margskonar verklegra fram kvæmda, þar sem ríkið sjálft eða umboðsmenn þess sjá um framkvæmdina. Hið opinbera á mikið undir því hvernig verk- fræðingar og húsameistarar rækja sitt hlutverk og mætti um það langt mál rita. En hitt skiptir þó ef til vill ekki minna máli, hvernig verkstjórarnir inna sitt starf af hendi, hvern- ig þeir fara með peningana og að hvaða notum og hve varan- legar hinar einstöku fram- kvæmdir verða. Það virðist því enganveginn óeðlilegt, að hið opinbera haldi uppi einhverskonar leiðbein- ingarstarfsemi fyrir verkstjóra sína eitthvað í þá átt, sem nú hefir verið byrjað á um vega- vinnuverkstjórana. Enda tíðk- ast það nú orðið annarsstaðar á Norðurlöndum, að ■ verkstjórar njóti nokkurrar fræðslu við- komandi starfi sínu. Hinsvegar verður að hafa það hugfast, að verkstjórn hjá hinu opinbera, sérstaklega í vega- vinnunni, getur ekki yfirleitt orðið fast aðalstarf manna, nema þá tiltölulega mjög fárra. Það er mikil nauðsyn og verður raunar að vera skýlaus krafa, að þar sem íbúar viðkomandi héraða leysa vegavinnuna af hendi, sé að öllum nýbygging- um unnið snemma sumars fyrir slátt, þannig, að menn geti sinnt þessari vinnu þegar þeir helzt mega vera frá búum sín- um. En þetta þýðir auðvitað, að minna verður um samfellda vinnu allt sumarið, og að verk- stjórarnir þurfa að vera margir en stuttan tíma árlega. En nauðsyn þess, að þarna séu valdir menn með kunnáttu, reynslu og æfingu í starfi, er af þeim ástæðum engu minni. I. Þau tíðindi gerðust nú fyrir páskana, að Pétur Halldórsson borgarstjóri kom heim úr langri ferð til að útvega lán erlendis í hitaveitu Reykjavíkur og hafði verið synjað lánsins. Fljótt á að líta eru þessi málalok mikill persónulegur ó- sigur fyxir hann og fyrir flokk hans í bæjarstjórninni. En ef betur er að gáð, er hér um að ræða ósigur fyrir allan höfuð- staðinn og alla þjóðina. Ef hér hefði verið góðæri, allir haft nóga atvinnu og nóg að bíta og brenna, myndu þessi málalok hafa verið prýðilegt efni í lang- ar og margþættar deilur við borgarstjóra og flokk hans, og það því fremur, sem finna má ekki sérlega fá ádeiluefni út af meðferð málsins. Nú hygg ég að deilur um það, sem liðið er, muni ekki verða jafn kröftugar og stundum áður. Hinir al- mennu erfiðleikar allra stétta og allra flokka munu hafa þar áhrif í samkomulagsátt. Eng- inn deiluaðili mun finna hjá sér og sínum nægilegan styrk til að nota þennan fjármálaó- sigur til meiriháttar innan- lands styrjaldar. Miklu frem- ur eru nú líkur til að innan skamms verði þessu máli lyft út af baráttusviði flokkanna og reynt að leysa það sem lands- mál. II. Meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur mun hafa hugsað sér að nota hitaveitumálið sér til flokksframdráttar. í því lá hin fyrsta reikningsvilla. Við Framsóknarmenn höfum síðan 1923 barizt fyrir hitaveitum, oft mætt mótspyrnu, bæði ó- sanngjarnri og ranglátri. Við höfum sigrað þannig, að fyrir okkar atbeina hefir jarðhitinn verið notaður til að hita marga skóla, sjúkrahús, sum- arhótel, sundlaugar, sund- hallir og gróðrarskála. Samt hefi ég ekki orðið var við að Framsóknarflokkurinn hafi haft nokkurn pólitískan ávinn- ing af öllum þessum sigrum. En landið allt er betur sett fyrir þessar framkvæmdir. Það var þess vegna óblandið gleðiefni fyrir Framsóknarmenn, þegar Jón heitinn Þorláksson beitti sér fyrir að kaupa jarðhita í Mosfellssveit og að leiða heita vatnið til Reykjavikur. í augum okkar var þessi framkvæmd sjálfsögð og eðlileg í þróun jarðhitanotkunar hér á landi. En þegar hér var komið sög- unni byrjuðu forráðamenn málsins að stíga víxlspor, sem nálega öll stafa af þeim mis- skilningi, að hægt væri að hafa flokkshagnað af hitaveitu Reykjavíkur. Fyrsta óhappið var að fá ekki ítalskan sérfræðing til að standa fyrir borun á Reykjum. í stað þess var tekinn innlendur viðvaningur í verkfræðinga- stétt. Öðruvísi myndi nú vera komið símamálum íslendinga, ef Hannes Hafstein hefði talið sig of mikinn íslending til að fá erlendan sérfræðing til að stjórna símamálunum hin fyrstu ár. Með Forberg kom reynsla stærri og reyndari þjóðar okkur að hinu mesta haldi meðan íslendingar voru að koma símamálunum í rétt horf. En í öllum undirbúningi og framkvæmd borananna á Reykjum hefir kennt viðvan- ingsháttar, sem mjög er orðinn dýr í þessu máli. Næsta yfirsjónin var sú að vera of veiðibráður um fram- kvæmdir og horfa of skammt um undirbúninginn. Þegar ráð- izt var í lántökuferð tii útlanda fyrir jól, var að áliti verkfræð- inganna ekki nema helmingur handbær af því vatni, sem þurfti til að hita bæinn innan Hringbrautar. Nú segja sumir verkfræðingar, að sú skekkja hafi verið i útreikningum verk- fræðinganna, að líklega muni þetta sama vatn nægja til að hita allan bæinn, nema í mikl- um kuldum. Enginn veit með vissu nú sem stendur, hvort vatnið frá Reykjum er nóg í hálfan eða allan bæinn. Hér vantar óneitanlega þýðingar- mikinn hlekk í keðjuna. Þriðju mistökin urðu fyrir jól í vetur, þegar borgarstjóri fer til Englands til að leita eft- ir hitaveituláni, án þess að láta rétta aðila vita um för sina og erindi. Minnihlutinn í bæjar- stjórn vissi ekki um för hans. Þjóðbankinn ekki heldur, og hvorki atvinnumála- eða fjár- málaráðherra, sem báðir urðu þó að veita bænum leyfi til lán- tökunnar, ef til kom. Að minni- hlutinn í bæjarstjórn var ekki látinn vita um lántökuna, sýndi að hér var stefnt að flokkshags- munum. Þjóðbanki landsins á að vita um hverja lánsferð til annarra landa, þar sem hann hefir alla fjármálaforustu fyrir landið gagnvart öðrum þjóðum. Leyndin gagnvart Landsbank- anum var því óeðlilegri, þar sem þessi banki er hjálparhella bæjarins engu síður en lands- ins, og Reykjavík myndi nú um langt skeið hafa lifað á gulum seðlum, ef ekki hefði notið við aðstoðar Landsbankans. III. Til samanburðar um undir- búning vil ég nefna lántöku ríkisins 1930 til bankanna og í síldarbræðsluna á Siglufirði. Ég fór utan haustið 1930 og dvaldi nokkrar vikur til að und- irbúa lántökuna. Málið var þó áður þrautundirbúið frá 1928 af ríkisstjórninni, Alþingi og Landsbankanum. Lánsheimild- in hafði verið samþykkt tveim sinnum mótatkvæðalaust á Al- þingi. Við Magnús Sigurðsson höfðum auk þess verið í London 1929 til að þoka málinu áleiðis. Hann kom síðan til London aft- ur 1930 og átti meginþátt í að ganga frá láninu. Auk Ham- bros banka, sem bauð lánið út að síðustu, var einn af fimm stærstu bönkunum í London reiðubúinn til að bjóða lánið út, þó að hann sinnti yfirleitt ekki þeirri starfsemi fyrir útlend- inga. Og sú greiðasemi þess banka var eingöngu byggð á þvi trausti, sem Landsbankinn hafði þar vegna áreiðanlegleika bankastjóra sinna. Hins má geta, að ekki var vel beðið fyrir okkur Magnúsi Sigurðssyni meðan við unnum að þessu máli. En þá var gott í ári, og menn gátu þá fremur en nú veitt andstæðingum sínum, sem unnu að opinberum lán- tökum, spjótalög úr launsátri, án þess að það yrði þjóðinni að sýnilegu tjóni í það sinn. Rikislántakan 1930 var þann- ig undirbúin með margra ára vinnu íslenzkra stjórnarvalda. Þingið allt, þjóðbankinn og rík- isstjórnin unnu að þvi verki, enda varð framkvæmdin eftir þvi. Sama er að segja um Sogslán- ið. Um það var ekkert pukur. Þar var byggt á mjög löngum og marghliða undirbúningi. Jón Þorláksson fór að síðustu þá lántökuferð. Hann fékk sér til aðstoðar þá tvo menn, sem hvor með sínum hætti gátu veitt mesta aðstoð, en það voru þeir Jón Krabbe og Sigurður Jónasson. í fyrstu mun Jón heitinn ekki hafa óskað eftir þeim hlutum af aðstoð stjórn- arinnar, sem fólst í vinnu Sig. Jónassonar, en eftir á var hann líka þakklátur fyrir þann þátt í aðstoð ríkisvaldsins. Að svo vel tókst með Sogs- lánið og virkjunina, má þakka því, hve vel málið var undirbú- ið. Og Jón Þorláksson taldi sér meiri hag að stamstarfi og stuðningi andstæðinga sinna í stjórnmálum, heldur en að hætta á að sigla skútu sinni i strand fyrir skammsýna flokks- hagsmunadirfsku. IV. Nú hefir verið bent á nokkur misstigin spor í þessu máli. Hinn verkfræðilegi undirbúningur sýn ist nokkuð þokukenndur. Leitin eftir láni í Englandi, hefir verið eftir óvenjulegum leiðum ogend- aði með algerðri neitun stjórn- arvaldanna. Borgarstjóri mun hafa þegar svo var komið leitað fyrir sér í Hollandi og Svíþjóð, en að vonum er allt í óvissu um árangurinn. Nú er helzt treyst á Svía. Þeir sitj a yfir miklum auði, en eru gætnir mjög um útlán til annarra landa. Einn af helztu viðskiptaforkólfum Svía sagði við mig fyrir skömmu, að það væri sín skoðun, að hver sú króna, sem færi til láns út úr landinu kæmi aldrei aftur. Ég vil að vísu vona í lengstu lög, að samningar kunni að takast við Svia i þessu efni, en bezt er að gera sér engar tyllivonir um að slík fjáröflun sé auðveld nú á dögum. Ég vænti þess, að hér eftir sjái enginn flokkur sér hag í að gera hitaveitu Rvíkur að flokkshags- munamáli. í stað þess verður málið landsmál, þar sem allir flokkar og allar stéttir taka höndum saman um að hrinda því í framkvæmd. Það má kalla neyðarúrræði, sem gert var í Sogsmálinu og ráðgert um hitaveituna, að taka erlendis lán, bæði fyrir hinu er- lenda efni og íslenzkri vinnu. Hér á að sjálfsögðu að verða breyting á. ísland má ekki taka erlend lán til að borga verkalaun í landinu sjálfu. Úr því stöðvun hefir orðið á hitaveituláninu, er bezt að nota frestinn til að gera á framkvæmdinni þá bragarbót, að taka innanlands lán fyrir innlendum kostnaði, en erlendis fyrir aðfluttu efni. Ég hygg, að húseigendur myndu taka því vel, ef boðið væri út hita- veitulán vegna verkakaups hér í bænum. Mér er kunnugt um menn, sem í því skyni myndu vilja leggja fram verulegar upp- hæðir. Á þennan hátt minnkar stór- lega sú upphæð, sem lána þarf erlendis, og jafnframt verður bænum betur til, ef hann sýnir í verki, að hann vilji bjarga sér sjálfur. Jafnframt hlýtur meiri hluti bæjarstjórnar nú að hafa fundið þörfina á því að njóta stuðnings þjóðbankans og ríkis- valdsins. Jafnvel samkvæmt þeim lánskjörum, sem borgar- stjóri vonaðist eftir að fá, varð bærinn i bili að leita stuðnings hjá þjóðbankanum og lands- stjórninni. Sú samvinna, sem gafst bænum svo vel í Sogsmál- inu, ætti að byrja þegar 1 stað um þær lánsútveganir, er haldið verður áfram með í náinni framtíð. Það virðist einsætt, að ef Sví- ar gefa kost á láni, þá senda þeir hingað kunnáttumenn til að at- huga undirbúninginn. En það er sama og viðurkenning á því, að undirbúningurinn hafi verið ó- nógur, eins og flestum mönnum mun hafa fundizt hér í bænum. Það myndi þá engan veginn vera illa til fundið. að íslendingar sjálfir, fyrir sitt leyti, færu að eins og Hannes Hafstein í síma- málinu. Hingað ætti að fá It- alskan hitaveitufræðing til að vera í ráðum með um undirbún- ing þessa mikla fyrirtækis. V. Að endingu vil ég fara nokkr- um orðum um leyfissynjun ensku stjórnarinnar. Þar geta legið til tvær ástæður. Önnur er sjálf kolakaupin. Reykjavík er nú hituð með enskum kolum. Og í verzlunarsamningum við ís- land leggja Bretar verulega á- herzlu á, að íslendingar kaupi þar mikið af þeim kolum, sem notuð eru í landinu. Bretar eru búmenn góðir, og það er ekki víst að stjórnin kæri sig um að lána íslendingum enska peninga til að útiloka hér sölu á enskum kolum. Hin ástæðan er þó vafa- laust miklu áhrifameiri. Brezk (Frh. á 4. síðu.J

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.