Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 20. APRÍL 1938. ■.V.V/.1 ■>V.’.V.V aw.v. wiinlci l»*ov.v.v/ VORDRAUMUR í „MAYTIME“. Heimfræg og gullfalleg ;! Metro—Godwyn—Mayer ;! söngmynd. ;! Aðalhlutverkin í þessari í miklu mynd leika og syngj a uppáhaldsleikarar £ allra, þau ;• Jeanette Mac Donald jj og V.V.V.V.V.V.' Nelson Eddy. Tvö herbergi og eldhús í mið- bænum til leigu í sumar fyrir einhleypa. Sími 2864. Kennslii ||||| Haudlagmn drengur óskar að komast að til þess að læra klæðskeraiðn, bæði herra- og dömuklæðskera. Tilboð merkt „Handlaginn“, sendist til Níja dagblaðsins fyrir 30. þ. m. K AH P I 9 sðeÍNS Lottur. NYIA DAGBLAÐIÐ Hitaveita Reykjavíkur (Frh. af 3. síðu.) stjórnarvöld vita nákvæmlega hvað við skuldum og hvað við framleiðum. Eftir að þeir lánuðu íslandi mikið fé til framleiðslu 1930, hefir verið bætt við mörg- um lánum, sumum til fram- leiðslu eins og t. d. nýfengnu láni til stækkunar á ríkisbræðsl- unni á Siglufirði, en sum lánin hafa líka frosið inni og orðið að eyðslueyri í kreppunni. Englend- ingar eru til með að lána fé, en þeir vilja að staðið sé við skuld- bindingar um vexti og afborg- anir. Að líkindum er þeim vel kunnugt um erfiðleika atvinnu- veganna, fjárpestina, aflaleysið, markaðstregðuna á Suðurlönd- um, og síðast en ekki sízt um atvinnuókyrrð þá, sem vofir yfir síldveiðum og síldarbræðslum ríkisins, sem þeir hafa lánað fé til. Neitun stjórnarvaldanna þýðir ekki annað en það, að þeim þykir ekki öruggt að lána hingað meira fé en komið er, að óbreyttum kringumstæðum. Aðstaða þeirra er skiljanleg. En við verðum að bjarga okkur sjálfum með meiri hagsýni og meiri samheldni, heldur en þótti henta í góðærinu. J. J. Víðavangshlaupið á morgun (Frh. af 1. siðu.) sinni, Haraldur Þórðarson úr Dalasýslu, sem sigraði í þolhlaupi hér á íþrótta- vellinum í fyrrasumar, Gunnar Sig- urðsson, sem vann í 1500 metra hlaupi í fyrra, og Sigurgeir Ársælsson, er verið hefir sigursæll í drengjahlaupum Ár- manns undanfarin ár. Keppt er um bikar, er Smjörlíkis- gerðin Svanur hefir gefið, og keppt var um í fyrsta skipti í fyrra. K. R. er handhafi bikarins. 6óð hús. ■ Ödýr hús. Ný veggjagerð. Útveggir hlaðnir á sérstakan hátt úr vikurplötum. Allt mótatimbur og ca. V3 cements sparast. Etemit-báruplötur, sem engan borðvið þarf undir, gráar, bláar eða rauðar, á þök, þurfa aldrei að málast. Etemit-plötur, sléttar, neðan á loft, í stað borðviðs, striga og pappa. Innlent byggingaefni í stað útlends, sem þýðir sparnað erlends gjaldeyris, sem numið getur töluvert á annað þúsund króna, miðað við meðal fjölskylduíbúð. Beinn byggingarkostnaður auk þess lægri. Sel auk þessa m. a. Oregonpine, hurðarefni og gólfborð, brenni- gólf, hurðarjárn, pappa, skjólplötur úr vikri, krossvið, timbur og cement. — LÁGT VERÐ. JónLoftsson, byggingaYöruverzlun Austurstræti 14. — Reykjavík. Muníð sumaríagnað stúdenta að Ilótel Borg i kvöld. Aðgöngumfðar seldir í Iláskólanum frá kl. 11-12 og 3-5. Danzleik heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó í kvöld kl. 10 siðdegis. Hljómsveit Blue Boys - Ljóskastarar. . Aðgöngumiðar í Iðnó á kr. 2.50, eftir kl. 6 í dag. 6. ARGANGUR 89. BLAÐ ÍÍSSS? Aýja Bíó .fi&ŒK :: :: | Fanginn á Zenda ;! Tilkomumikil og stórglæsi- leg amerísk kbikmynd frá United Artists. Samkvæmt hinni heimsfrægu skáld- sögu með sama nafni eftir Anthony Hope (sem komið hefir út í íslenzkri þýð- ingu). Aðalhlutverkin leika: Ronald Colman, C. Aubrey Smith, Mary Astor og Douglas Fairbanks (yngri) É AVV.V.VAV/.V.WV.V.V.VÓ PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Hafnurstræti 17, (uppi), býr til 1. floUks prentmyndir. Sími 3334 __ Bálfarafélag Islands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Siml 4658. LÉREFTSTUSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1D. | j *—-- ------- -- ÚTBREIÐIÐ | NÝJA DAGBLAÐIÐ. FESTARMEY FORSTJÓRANS 62 „-----er í uppnámi yfir að sjá hinn óbetranlega, veraldlega unga mann------“ (Ég veit, að þar á hún við vin minn, Walters) „-----sem er tekinn fram yfir hann sjálfan. Ó, hve ástin er blind!“ (Þetta var til mín). „Menn sjá aldrei, hver er hin rétta, fyr en það er orðið of seint“ (Litli heimskinginn.) Og svo drukkum við te. Hvílík máltíð. „Þú notar sykur, Lilla,“ kom í kvartandi tón frá Cicely, eins og hún vildi segja: Hún er svo sorglega breytt í hvívetna, að ég veit ekki, hvort hún hefir líka skipt um smekk í þessu efni. „Notar herra Waters sykur,“ (Sagði þetta við mig). „Nei, þakka, aðeins mjólk“ sagði forstjórinn. Út augnaráði Cicelys mátti lesa þögula skýringu: „Hana nú. Hér er ósamkomulag hjá þeim. Óham- ingjusamt hjónaband.“ Hvers vegna — ó, hví hafði ég ekki viljað fara með forstjóranum til Rumplemayers eða Lyon — eða Lockhearts? Allt hefði verið betra en þessi jarðafar- ardrykkja, þar sem Sidney Vandeleur var afturgang- an. Og ekki sagði hann mikið. En siðferðisprédikun Cicelys og samúð sú, sem hin fagra húsmóðir sýndi honum — ég verð að játa, að hún var aldrei fegri — höfðu styrkjandi áhrif á hann. Hann hætti við þá hugmynd að sýna sitt kramda hjarta — og byrjaði að tala. Hin sögðu ekkert. Waters leit helzt út fyrir eins og enginn mannlegur máttur gæti fengið hann til að segja orð framar. Mig langaði ekki til að segja neitt. Cicely þótti meira gaman að hlusta á. Og Sidney lét munninn ganga. Hann byrjaði með að spyrja, hvort við hefðum komið á hina eða þessa málverkasýninguna og séð hinar og þessar myndir af sérstakri nýtízku gerð. „Hvað er þetta? Ekki búin að sjá „Bardaga Ded- rasar“? Hvers vegna ekki“, sagði hann með vandlæt- ingu, snéri sér að mér og lá aftur á bak í stólnum, eins og hann hefði hryggberkla. „O, það er dásamlegt; fínt og gróft í senn. Og þar hittir maður allskonaT fólk. Það er eins og í gestaboðum í stærstu húsum. Ég hefi komið þangað þrisvar. Myndirnar eru sem — meitlaðar. Áhrifin eru stórkostleg. Þér mynduð verða hrifin. Ó, þér verðið að fara þangað með hana“, — síðustu orðunum var beint að hinum opinbera unn- usta mínum, sem sat keikur, þögull og óárennileg- ur. „Það megið þér alls ekki láta hjá líða. Sýningunni er lokið í næstu viku“. „Ég fer á burtu í næstu viku“, sagði ég. ,Jæja? Út í sveit?“ „Til Wales“. „Ja-á, Wales. Þar hefir alltaf verið afskekkt og ynd- islegt. Næstum eins gott og í óbyggðu héruðunum, sem enn eru á Vestur-írlandi. En nú er orðið yfir- fullt þar“, sagði Sidney, eins og það væri afar leiðin- legt. „Það er ómögulegt að segja, hvort það hefir verið Lloyd George að kenna, hinum hræðilegu lituðu landabréfum, eða litlu járnbrautinni til Snowdon. Þegar ég ferðast yfir til Ballycool, verð ég að mér heilum og lifandi að lesa alla leiðina frá Chester til Holyhead af ótta við að þurfa að sjá eitthvað af landslaginu. Ég fullvissa yður um“ — við Cicely — „að þegar þér sjáið fjöllin í Snowdon, sem eru eins og klippt út úr svörtum, hrjúfum pappa, bera við yndis- legt sólarlagið, eins og ferðamenn hafa sagt, þá er það alveg eins og ein myndin á sýningunni. „Ne-i, það er hræðilegt“, samsinnti Cicely — litli hræsnarinn. Ekki er meira en ár frá því að hún merkti við uppáhaldsmálverk sín á sýningarskTánni. Ég get ekki þolað, þegar smekkur ungrar stúlku verð- ur hreint bergmál af smekk mannsins, sem hún er með. „Og svo þessar gömlu kastalarústir. Þær eru svo dá- samlegar, að slíkt er ótrúlegt“, hélt Sidney áfram, — „svona turnar —“ hann teiknaði þá í loftið með fingr- inum, um grannan úlnliðinn var gullarmband, — „speglast als staðar ílygnum vötnum. Hræðilegt. Mað- ur getur ekki varizt hlátri. Landslagið er eins og leik- tjöld. Og svo er Fílsfjallið, sem endilega þurfti að sýna manni, því að það líkist fílsbaki. Það á víst að draga að sér ferðamenn. Og þessi holdlituðu ský, sem þeir hafa á einhvern óskiljanlegan hátt getað sett sam- loka um tindinn á Snowdon. Og í sjálfu sér er Snow- don svo óþolandi hversdagslegur, sem mest má vera. Cader Idres er betri,“ hélt hann vingjarnlega áfram. „Enn er hægt að sýna vinum sínum Cader. Cader með litla, fallega vatninu, er reglulega fallegt fjall, finnst mér“ — og sneri sér að Waters, sem ekki virtist geta sagt neitt við þennan mann, er var að amast við fjöll- unum í Wales. „Við ætlum ekki að búa upp í fjöllum“, mælti hann stuttur í spuna. „Fjölskylda mín ætlar að búa um sex vikna tíma í Anglesey. „Nei, er það? Það var skemmtilegt — ég meina, er yfireitt hægt að búa þar,“ sagði Sidney Vandeleur og lyfti svarta Vandyke-skegginu frá bindinu. Herra minn trúr, hvílíkt bindi. Nú fyrst sé ég það. „Hm“, sagði forstjórinn. Honum brá, er hann sá slifsið, eins og hann segði við sjálfan sig „Er slíkt hugsanlegt?“ Hann gerði sýnilega allt til að horfa ekki á það aftur. Það var úr gulu silki með skjanna- legum, hárauðum, svörtum og grænum skellum .... frumlegt! Hvernig gat mig hafa dreymt um, að lífið yrði bærilegt, jafnvel í Ballycool, með manni, sem notaði slíkt bindi. Ég myndi hafa farið frá honum

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.