Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Side 2
Quðmundur Þorsteinsson: HUÓDINÁ BÓNDASTÖÐUM Á tólfta ári fór ég alfarinn úr for- eldrahúsum í Borgarfirðí eystra og gerSist þá smali á Bóndastöðum í Hj altastaðaþinghá (sem nú eru komn ir í eyði). Það var stórbýlisjörð, allt frá söguöld. Á þeim tíma voru þarna rúmlega 70 ær í kvíum og um tíu manns 1 heimili. Eftir að' fært var i i, var starfsvið smalans að taka við ánum á morgnana, þegar búið var íS mjalta þær, kl. 9, og halda þeim il haga alllangt frá bæ, til kl. 9 að kvöldi, en kvía þær þá. Síðan fékk malinn hressingu, en stúlkur tóku til mjalta. Mat hafði smalinn haft til < gsins í mal og mjólk í flösku og hundinn sinn, sem þurfti að vera og i ftast var hinn óaðskiljanlegi félagi < vinur. Eftir mjaltir átti svo smal- ..<m að vera tilbúinn að taka ærnar og gæta þeirra til kl. 1 e.m. en hýsa þær á og taka á sig náðir þar til kl. 8 eða a ð ganga níu, en vera búinn til farar kl. 9, sem fyrr segir. Á Bóndastöðum var mikið með hægara móti gæzlan á kvöldin. Bær- inn stóð undir brekku, sem snýr óti suðaustri, og var túnið girt ddavír að neðan. Þar frá túni tók 3 þýft mýrlendi, en neðan við kelda jög vot, sem nefndist Öfærur, þegar kom út á móti bænum og fór versn- andi, þar til hún endaði í svokallaðri Torftjörn. Ófærurnar skildu að þýfða mýrina og breiðan, mikinn flóa, sem hsitir Bóndastaðablá og nær nið- ur að Selfljóti, með' ágætum flæði- engjum neðst. Hinum megin fljóts- ins tekur svo við líkt landslag Hjalta- staðabláin, og held ég, að þetta stykki sé varla undir 4 km. breitt á milli ása. Það atvik, sem ég ætlaði hér að segja fr'á, hefur gerzt 1914 — eftir því sem ég kemst næst. Veður hafði verið gott um daginn og verið' að binda hey af engjunum. Eg hafði því verið látinn fara með lestina um dag- rn (flytja), en hafa ærnar í blánni. I.n þegar verið var að hætta, seig yfir alldimm þoka — og þá vantaði kýrnar. Vinnumaður var sendur að irita þeirra, en tvísýnt þótti um ár- ; rgur af þeirri leit. Aftur mátti ég ekki fara frá ánum vegna þokunnar. En konan hafði líka verið að þvo föt um daginn; venja var þar að bera þvottinn að yfirbyggðri lind, sem var um 100 m. frá bæ, og skola þar úr köldu vatni. Þess vegna bað hún mig að vera búinn að hýsa ærnar fyrr en venjulega þ.e. kl. 12, og hjálpa sér til að bera pg skola þvottinn. Þetta gekk eins og vera bar og til var ætl- azt, og klukkan að ganga eitt vorum við farin að' skola. Hestarnir úr hey- Guðmundur Þorsteinsson. (Ljósmynd: TÍMINN, GE) bandinu höfðu verið heftir við girð- inguna sáum við þá greinilega rétt við þokuröndina þaðan sem við stóð- um, nokkru hærra, svo að skyggni hefur verið um 100—120 m. Eg var að bera vatn á þvottinn, en hún að gutla í balanum, þegar við heyrðum bæði í senn hljóð allfjarri. „Það er að heyra, að' víðar liggi úti kýr en hjá okkur“ varð henni þá að orði. Mér fannst þegar þetta ekki vera venju- legt baul — en þagði við þessu. En það beið ekki lengi, að næsta lota kæmi — og þá var konan ekki held- ur í vafa um, að þetta var meira en venjulegt kýröskur. Stefnan var til okkar frá svokölluðum Hjaltastaða- beitarhúsum, — sem þá voru tættur einar og bar hljóðið undra-hratt yfir, líkast og fugl flygi, og beint. Lot- urnar komu hver af annarri með stuttu millibili, tröllslegar, óhugn- anlegar. Þeim svipaði helzt til þess, þegar kýr er óskaplega reið og öskr- ar svo æsilega, að hún tekur loftið með hásu sogi, um leið og hún loks- ins sleppir lotunni — nema að hljóð- ið var mörgum sinnum sterkara. Eg vildi hlaupa heim og gera húsbónd- anum viðvart, svo að fleiri en við værum til frásagnar um fyrirbærið, en hún eyddi því, og við héldum áfram. Hvorugu okkar hugkvæmdist að telja loturnar — því miður, en þarna var ekki langur tími til að átta sig. Getið gæti ég til, að loturnar hefðu verið um það bil tíu, en stundin hefði ekki alls verið lengri en 5—6 mínútur, sem á þeasu stóð. Síðasta hljóðið var að því er virtist alveg við skyggnisröndina — rétt hjá hestun- um. Við það hrukku þeir saman og sneru saman hömunum, eins og til varnar. Eg beið spenntur eftir að sjá, hvað úr þokunni kæmi — en það varð aldrei meira; það var síðasta öskrið, sem skelfdi hestana. Við lukum við þvottinn og tókum súðan á okkur náðir. Vinnumaðurinn kom nokkru síðar með kýrnar. Dag- inn eftir sögðum við svo frá því, sem fyrir okkur bar. Ekki vorum við rengd — en húsbóndanum þótti veiu- lega miður að geta ekki athugað þetta ásamt okkur, en hann var stilltur maður og athugull. Konan var kjark- manneskja hin mesta — en ekki sagði hún samt, að sig langaði að heyra þetta aftur — og sízt af öllu eir Þegar við fórum að bera okkur saman á eftir, bar okkur vel saman nema um eitt atriði. Mér fundust hljóðin lýsa tröllsskap og frekju, en á hana verkuðu þau enn fremur með sársauka. Ekki neita ég, að geigur nokkur væri í mér næstu kvöldin á eftir, þegar ég var einn eftir háttatíma að gaufa í myrkrinu á þessum slóðum. Þá sem oftar var hundurinn tryggi mér til ómetanlegs trausts og félags- skapar. Húsbóndi minn, sem þaina vair, Sigfús Magnússon, andaðist í hárri elli s.l. sumar á Akureyri, en hús- móðirin, Margrét Stefánsdóttir, lifir þar enn, að ég bezt veit. Um það, sem ég segi hér frá, voru aldrei aðrir til frásagna en við tvö. En þessi hljóð verða mér lengi minnisstæð. Engar skýringar get ég á þeim gefið. 362 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.