Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 3
Sigurður Jónsson frá Brún: HÉR UM BIL Hann mátti heita þægilegur, kaffi- burðurinn á engjarnar heima, þótt misjafnt nennti ég snúningunum. Bærinn stóð' svo hátt, að margt varð undanhallt með fullu flöskurnar, en annaS langs eftir hilð og varla er til svo labbaiegur sveitastrákur, að hann geti ekki flýtt sér spotta og spotta eftir jafnsléttu eða niður í móti. Eins var um útsýnið, ef sækja þurfti skepnu eða rata með matar eða kaffi- böggul og voru þó eyður í það, svo að til dæmis sá enginn Eyjólf vinnu- mann heiman frá bæ daginn, sem hann-sló einn í hvamminum á móti Hjalla, en honum átti ég að færa miðaftanskaffið. Þótt hann hefði úr og gæti vitað um tímann, þá var óvit að láta hann eyða tíma í ferðirnar. Það munaði um minma en verkin hans þá stundina, svo að ég varð að bera honum einum sopann í teiginn daginn þann. En það var nú svo sem það var, að hitta Eyva einan. Orðalepparnir, sem hann rétti manni, voru ekki ævinlega þægilegir, þótt sumt væri skrítilegt, flestir hittu þeir einhvern eða eitt- hvað og þá ekki sxzt þann, sem við var. En undir þeim varð nú að eiga. Og þarna var ég kominn af stað með mórauðan sokkgöndul um öxl og hálfs annarspelaflösku með heitu kaffi niðri í framleistinum og kandísmola innan í bréfsnuddu hjá henni. Ég trítlaði út úr túninu fyrst, á meðan í mér sat áminningin um að skila kaffinu heitu og stökk þúfu af þúfu yfir mýrarsund — eftir að fólk- ið kom út, svo að til mín sást — allt niður á Hvammsbarðið. Það voru svo til allir skyldir í daln- um. Duggarabandsættin fyllti þar hús á flestum jörðum. Fáir voru þar mjúkir á manninn, en margir bjóra- góðir bæði til úthalds og átaka eins og duggaratóskapurinn, sem þeir voru kenndir við. Átti það ekki sízt við um Eyjólf, var hann bæði torsóttur í orð- um og afköstum, viðkvæmur fyrir glettum annarra, en hnýflóttur í um-' tali sjálfur, enda ekki einn um það eðli, bláþræðir í því sveitarfélagi nutu lítillar virðingar og þó enn minni orðheiliar. Hafði þannig glottið á föður mínum verið furðu fyrirlit- legt, þegar hann leit yfir ána á milli landareignanna heima og á Hjalla, um leið og hann gekk inn til miðaftans- kaffisins, með það lið, sem lionum hafði þótt þurfa heima, við saman- tekningu á útheysrusli, sem flutt hafði verið heim votaband daginn áður, og ekki veitti af skininu fram undir kvöldið. Það hafði auk heldur hrotið með glottviprunni einhver ónotasneið um hóp reiðingaðra láns- hesta auk heimagripa, sem röðuðu sér að hálfsprottinni há og heimflutt- um sátum á Hjallatúninu öllu lengur en honum þótti þurfa. Mig hafði lang- að til að viðra einhverja þá setningu, sem ég hafði lært um seinlæti. og beita henni á frændur og granna, en rak þá minni til, að hún hafði sið-’st verið höfð um mig sjálfan, og fór mér því illa í munni. Ég hafði því flýtt mér að súpa mér mjólkursopa og komast af stað í sendiferðina. Pabbi var kominn út og kvenfólkið með honum, áður en ég náði í hvarf niður fyrir Hvammsbrekkuna, en enn var engin hreyfing á Hjalla, að minnsta kosti ekki nærri hrossum né heyjum. — Eftir mörgum gætu þeir verið búnir að herma allan þennan tíma, — En hvað var Eyjólfur? Ég valt niður brekkuna og hljóp yfir flekki og Ijá í hvamminum. Þar sást ekki eyvi af Eyva. Mér datt í hug, að hann hefði séð loðna torfu niðri í sjálfum brattasta bakkanum við ána og væri að vinna að henni, sneri því þangað í átt, og þar birtist maðurinn. Hann jálkaðist áfram berfættur úti í miðri á með sokkana í annarri hendinni og skóna í hinni, braut strauminn á stórgrýtinu og vaðleysunni af öllu afli, en tók af sér misstig og byltur með afarmikl- um handleggjaslætti. Fótaburðurinn auðvitað vaðandi eins og hjá glæst- asta töltara, ekki þurfti að lasta lyft- ingu hnjákollanna og ekki duldist hún. Brók og buxur hafði maðurinn brotið upp á mið læii, svo að þar glampaði á neðanverða ganglimina í sólskininu vota og hvíta, — menn sólbrunnu ekki I gegnum tvennar vaðmálsbuxur heima. Þetta var þóf- gróið hamleður og kom fyrir að það vöknaði af svita og þófnaði þá enn meir en óskað var. — Og þarna var og þannig kom Eyj- ólfur. En hvar var Neró? Jú, þarna sá á mórauðan, hrokk- inn haus hrekjast í ánni. Hundgreyið synti stundum, en kaffærðist í straum bárum og slóst í steina þess á milli og ýldi við öðiu hvoru, en báðum skilaði þeim til tands og Eyvi strauk vætuna af fótleggjunum áður en hann færði niður skálmarnar og fór í sokkana, en Neró hristi sig, svo að grár regnmökkur rauk út frá honum. Ég rölti niður til Eyjólfs, þar sem SATT hann var að plagga sig og var ekki hraðfara. Þetta vissi ég, að hefði verið köll- uð sviksemi hjá mér, og mig óraði fyrir, að hann yrði ekki í sem beztu skapi yfir að láta standa sig að slíku, gat þó ekki stillt mig um að spyrja hann eftir, hvað hann hefði verið að gera fyrir handan á. „Fnu! Sérðu ekki stærðina á band- inu hjá þeim þarna yfir við húsin? Eg skauzt yfir um að bjóða þeim mórauða hundinn minn til þess að eigra heim á honum einni eða tveim- ur ferðum af þessum helvítis horvöl- um, sem þeir hafa verið að kimbla til húsa með mannsöfnuði síðan í morgun.“ Ég lærði klausuna. Það kom ekki meira mál, svo að það fennti ekki í kaf. sem fengið var af fróðleik um erindið. Ég saug svarið eins og sykur- mola alla leið heim aftur. ,,Horvölur“, „að kimbla heim“, „ein eða tvær ferð ir úr Hjallaengi frá miðaftni til nátt- mála.“ Þetta voru skammir. Það voru blóðugar svívirðingar að tarna. Ég var enn að töggla þetta, þegar ég var farinn að draga ofan af flekk- horni heima á túni og smáskríkti yfir orðalaginu, svo að pabbi spurði mig heldur höstuglega, hvaða fíflahlátur þetta væri, og ekki þorði ég annað en segja eins og var. Þannig komst atburðurinn heim, og þar lauk skemmtun minni í bili. Hvað myndi Eyjólfur láta mig fá fyrir það að segja eftir? Það kynni að koma á sáran blett, sumt af því, og fornar lýsingar hans á manndómi mínum og þroska, byrgðu fyrir skyndi myndina af Hjallamönnum með hund undir heyböggum. Það lá við, að ég kepptist við þangað til komin var saman heyreytan af túninu í dálítinn fúlgunabba út úr miðju Hornhúss- heyinu. En þá var líka komið kvöld og við feðgarnir orðnir einir við hey- ið fyrir stundu, því að kýrnar höfðu komið heim sjálfar og stúlkurnar far- ið að mjólka. Matuiinn beið á borðinu, þegar við komum inn; hræringur og spenvolg nýmjólk með köldum átmat, en eng- inn sást Eyjólfur. Við vorum að ljúka við að borða, þegar karl kom og þá ekki aðgengi- legur. Hann hengdi vörina og lak af hon- um fýlan. Ekkert sagði hann, en fór að slafra í sig matinn, líkast og þegar óátskýr dregur strá og strá xír jötu sinni. Framhald á bls. 381. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 363

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.