Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 4
2. íebrúar árið 1720 Slysfarir Og gerðist sá válegi at- i* burður austur á munnmæll Norðfirði, að annar sóknarprestanna, en þeir voru þá tveir þar um tíma, Torfi Bergsson að nafni, drukknaði í emb- ættisferð við 11. mann fram undan lendingunni við bæinn Stuðla, sem er utan til við mynni Viðfjarðar að austanverðu (sunnanverðu samkvæmt málvenju). Hefur slys þetta löngum þótt eitt hið hörmulegasta. Má nærri geta, hvernig það hefur komið við það fólk, sem uppi var þar í sveit- inni samtímis og þetta gerðist. Um þá nánustu þeirra, sem fórust, þarf ekki orðum að eyða. FYRRI HLUTI FRÁSÖGU SIGURÐAR HELGASONAR Ókunnugt er nú með öllu um nán- ari atvik að þessu mikla slysi, ef til vill hafa menn aldrei vitað þau með fullri vissu. Hins vegar hafa orðið til munnmælasagnir, þar sem frá því er sagt fullum fetum, hvernig það vildi til. Samkvæmt þeim var maður nokk- ur á Norð'firði, sem Erlendur hét, er hataði séra Torfa svo mjög, að hann sendi draug, sem hann lét granda bátnum til að fyrirkoma prestinum. Er þess getið til sannindamerkis, að draugurinn hefði oft sézt eftir þetta, gægjast upp úr sjónum undan Við- fjarðarnesinu og góna út yfir haf- flötinn, líkastur sel að sköpulagi (sam- anber sagnasafn Sigfúsar Sigfús- sonar). Á þessa leið voru munnmælin um drukknun séra Torfa. Fólk mun al- mennt hafa trúað því, að slysið hafi í raun og veru orðið með þessum hætti. Til þess bendir meðal annars það, sem um það er skráð í æviágripi séra Torfa í prestsþjónustubók Fjarð- arkirkjusóknar í Mjóafirði, sem hefst 1816. Þar segir um ævilok hans, að þau „hafi orðið á skiptapa seint um kvöld — kyndilmessuaftan — með undarlegum atburðum. Eigna nokkrir það svokölluðum sjódraug — eður réttara sjóskrímsli, sem vart hafi annars við orðið og stöku sinnum hafi átt að sjást um þær stöðvar og í Við- firð'i. Aðrir hafa í gátum, að því hafi valdið töframaöur nokkur, Erlendur nefndur, er þá hafi verið í Norðfirði og langsamlega að undanförnu hafi erjur átt við prestinn. Til eru líka aðrar munnmælasagn- ir frá sama tíma og þær fyrrnefndu um Erlend galdramann, sem búið hefði í Norðfirði og verið illmenni mikið. Þær skráði Benedikt Sveins- son á Borgareyri í Mjóafirði fyrir síð- ustu aldamót, þó að þær hafi ekki birzt fyrr en nú ekki alls fyrir löngu (1954 í þjóðsagnakveri Þorsteins Erl- ingssonar). Getur Benedikt þess einn- ig, að hann hefð'i heyrt fleiri sögur um galdramann þennan í ungdæmi sínu, en væri nú því miður búinn að gleyma þaim. 1 þessum sögnum Benedikts um Erlend galdramann er ekki minnzt á séra Torfa Bergsson, heldur annan prest á Skorrastað, sem Runólfur hét Hinriksson, er kom þangað tveim- ur árum eftir að s-éra Torfi fórst. Fjandskapað'ist galdramaðurinn mjög við séra Rúnólf, vakti upp magnaða drauga og sendi prestinum til að gera út af við hann. En með því að hann kunni líka dável fyrir sér, tókst þetta ekki eins og til var stofnað, og prestur sendi galdramanni drauga sína aftur. Munnmælasagnir eins og þessar, hafa ekki sannsögulegt gildi, eins og flestum mun vera ljóst. Oft er þó í þeim einhver sannur kjarni eða greinileg tengsli við sannsögulega atburð'i. Svo mun einnig í þessum. Samtíða séra Torfa síðari hluta ævi hans var maður einn á Norðfirði, sem Erlendur hét, og öðru hverju kemur við sögu frá því um alda- mótin 1700 í rúmlega 20 ár. Með því að rekja eftir gildum heimildum, það sem kunnugt er um æviferil hans á þessum árum, þó að lítið sé, bemur samt í Ijós mjög sennileg ástæða til þess, að hann hafi borið þungan hug til prestsins. — Er lítill efi á því, að Imialður þessi er sá hinn -sami og galdramaðurinn með þessu nafni, sem sakaður er um dauða séra Torfa í munnmælasögunum, og áberandi fjandskapur við prestinn gæti verið undirrót þeirra, þó að frásögnin um atvikin sjálf sé tilbúningur. Verður hér á eftir sagt lítið eitt nánar frá Erlendi, samkvæmt þeim fáu heimildum, sem mér er kunnugt um viðkomandi honum, og fleira kemur einnig við sögu. Ókunnugt um tfullu nafni Er- Frlpmíc lendur Magnússon- æti nrienas Iíans er. getjð { Og uppruna manntalinu 1703, ______’_________þar sem hann er sagður bóndi í Skálateigi í Norðfirði — átt við þann neðra — 33 ára, eftir því fæddur 1669 eða —70. Hann var kvæntur, kona hans hét Þórdís Björnsdóttir, 40 ára. Þau áttu eina dóttur, sem Margrét hét, fjögra ára. Hjá þeim var vinnukona og sömuleiðis húsmað- ur með dreng sinn á framfæri. Ekki er mér kunnugt um neinar sennilegar upplýsingar um uppruna Erlends. Helzt væri þeirra að vænta í gömlum ættartöluritum, og má líka vel vera, að einhvers staðar sé á hann minnzt í þeim, þó að ég viti ekki til þess. Hins vegar er hans getið í Ættum Austfirðinga. Þar er nefndur Magnús Marteinsson (smb. nr. 284 B), sem bjó í Hellisfirði um ímiðbik 17. aldar, soinarisonur Mál- fríðar Bjairnadóttur sýslum. á Ketils- stöðum á Völlum Erlendssonar, en ætt þeirra var á sínum tíma mesta valdsmannsætt á Austurlandi og auð- ug að sama skapi. Um Magnús bónda í Hellisfirði er það sagt í þessu riti, að hann hefði verið barnmargur, og eitt þeirra ver- ið sonur, Ólafur að nafni, og ef til vill hefðu Þorsteinn, Sveinn og Er- lendur, sem ailir hefðu búið í Norð- 364 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.