Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 5
NeskaupstaSur. Handan fjarSarins er Suðurbyggð. firði 1703 (samanber manntal), einn- ig verið synir hans. Síðan eru þeir líka ættfœrðir þannig í ritinu. 1 lafur Magnússon (d. 1717 eða —18) bjó í Hellisfirði, kirkjubóndi þar, hreppstjóri og jarðeigandi og efnað'asti bóndi sveitarinnar kringum aldamótin 1700. Þorsteinn bjó á Sveinsstöðum, næsta bæ við Hellis- fjörð, líka jarðeigandi, en ekki eins efnaður og Ólafur. Sá þriðji, Sveinn. bjó í Skuggahlíð, að minnsta kosti fyrst, reisti þar bú vorið 1702. Nægar heimildir eru til um það að þessir þrír bændur, Ólafur, Þor- steinn og Sveinn, voru bræður og telja má víst, að þeir eru rétt ætt- færðir eins og fyrr segir í Ættum Austf. En aftur á móti kemur síðar fram í þessum þætti, að líkur eru engar fyrir því og tæplega hugsan- legt, að Erlendur hafi verið bróðir þeirra. Hann mun hafa verið annars staðar upprunninn og aðfluttur til Norðfjarðar á sínum tíma. Verður nánar á það minnzt síðar. ÓlafUr hreppstjóri í Hellisfirði og bræður hans koma hér því ekki við sögu fram yfir aðra bændur í Norðfirði á þessum* tíma. Er það einasta sökum tilgátunnar í Ættum Austfirðinga um ætterni Erlends í Skálateigi, sem vafalaust er röng, að þessi grein er gerð hér fyrir þeim, ef verða mætti, að aðgreiningin milli hans og þeirra gæti þá orðið þeim mun ljósari og eftirnjinnilegri. Erlends er get- Fyrstu heimild-is í manntalsbók Bessa sýslumanns ir um Erlend Magnússon Guðmundssonar i miðhluta Múla- sýslu, sem nær yfir næstu þrjú fardagaár á undan manntalinu 1703 (1699—1702). í hana voru skráð nöfn allra þeirra manna í sýsluhlut- anum, hvert*þessara ára fyrir sig, sem bar að greiða mamntalsbókar- gjöld, nöfn bæjanna, þar sem þeir bjuggu, tilgreind lausafjártíund þeirra, metin til hundrað'a og álna á landsvisu, og þess getið, með hverju þeir inntu gjöld sín af hendi, og eru þetta góðar og öruggar heimildir, svo langt sem þær ná. Fyrsta árið, sem þessi þriggja ára manntalsbók nær til, fardagaárið 1699—1700, er getið um Erlend í fyrsta sinn, skráður í hana við bæ- inn Skálateig neðra í Norðfirði, en að'eins nafn hans eitt, hvorki getið lausafjártíundar né manntalsbókar- gjalda hjá honum. Hafi hann byrjað búskap sinn þarna um vorið, er að vísu ekki við því að búast, því að gjöldin voru greidd fyrir undangengið fardagaár og komu því fyrst til greina að loknu fyrsta búskaparári, en þar sem svo stóð á, er þess jafnan getið í manntalsbókinni með athugasemd- inni: „Kom þangað í vor“, eða því- umlíku við nafn viðkomandi bónda. í öðru lagi, ef ábúendur voru öreig- ar, var ekki heldur um tíundir eða gjöld hjá þeim að ræða, en athuga- semdin: „Fjárlaus, öreigi,“ eða því- umlíkt, er þá oftast til skýringar. Hvorugt virð'ist hafa átt við Erlend í Skálateigi vorið 1700, hvernig sem því kann að vera varið. Er ef til vill hugsanlegt, að hann hafi ekki búið þar þetta vor, heldur dvalizt þar á vegum annarra, til dæmis þeirra, T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 365

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.