Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 6
sem höfðu umráð jarðarinnar, en það var sóknarpresturinn á Hólmum í Reyðarfirði, sem Guttormur Sigfús- son hét um þetta leyti, eða sonur hans, sem gerðist aðstoðarprestur hans einmitt á þessum árum (1699), en Skálateigarnir í NorðKrði voru fyrrum eign Hólmakirkju. Næsta ár er Erlends ekki getið í manntalsbókinni. Hann hefur því hvorki verið við bú á Norðfirði það ái né heldur annars stað'ar í mið- hluta sýslunnar, en hann getur hafa húið á Reyðarfirði, því að hann tald- ist. ekki til sýsluhluta Bessa Guð- mundssonar á þessum árum, og líka gat hann dvalizt framvegis á Norð- tirði, þó að hann teldist ekki til bú- andi manna þar í sveitinni. En þriðja árið, eða 7. júli 1702, var Erlendur aftur kominn til sög- unnar á Norðfirði og farinn að búa í Skálateigi neðra. svo að ekki þarf um að villast, enda stendur þá at- hugasemdin: „Kom þangað í vor“, við nafn hans. Þar með er lokið upplýsingunum um Erlend í manntalsbók Bessa sýslu- manns, enda lýkur henni með þessu ári. Hvorki eru þær miklar né merki- legar, þó má af þeim ráða, að hann hefur verið að reisa bú á þessum ár- um, að líkindum nýlega kvæntur eftir aldri dóttur hans að dæma. Árferði iar hið versta, hallæri og hungur, svo að fólk hrundi niður þúsundum ;aman, eins og kunnugt er. Hefur Iví eflaust verið harðsótt að hefja búskap um þessar mundir. Arið 1702 voru samt verstu harðindin liðin hjá víðast hvar á landinu nema á Austur- rnndi. Þar var næsti vetur (1702— 1703) mjög harður, og „hallærisá- stand og fjártjón mikið allvíða aust- nlands (samanber Minnisbók séra liriks Sölvasonar)“, en úr því fór rferðið að skána. Og svo er að sjá, j'ð Erlendi Magnússyni hafi gengið allsæmilega við búskapinn, þegar ; llt kom til alls, því að um það leyti, ?ím hann kemur aðallega við sögu i ár á eftir, að 12 til 16 árum liðnum, rðist hann hafa verið orðinn að minnsta kosti sæmilega bjargálna bóndi, ef til vill jafnvel ríflega það. Um þessar mund- *iekavi oarkaup ir voru nær því __árlega haldin upp og hordomur boð á rekaviði \ flestum eða öll- um þingsóknum austanlands, sem liggja að sjó. Rekaviðurinn var kon- ungseign, nema það, sem kirkjunum t'heyrði, sýslumennimir lýstu vog- i jkunum á Alþingi, sáu um uppboðin, héldu andvirðinu til haga, eins og öðrum konungstekjum og afhentu landfógetanum tvo þriðju hluta upp- hæðarinnar, ásamt nákvæmri skrá um lengd og gildleika hverrar spýtu og nöfn kaupenda. Þriðja hluta upphæð- arinnar höfðu þeir sjálfir sem hluta af embættislaunum sínum eða tekj- um af sýslunni, svo sem það var skil- greint á þessum tíma. Sumarið 1710 var sem oftar reka- viðaruppboð á Norðfirði. Þar var Erlendur Magnússon meðal kaupend- anna og hreppti eina spýtu, 5 álna langa fyrir 6 fiska. Að öðru leyti er hans ekki getið að því sinni. Ef til vill hefur Erlendur búið á einhverjum suðurbæjanna í Norðfirði um þessar mundir, Barðsnesi, Barðs- nesgerði eða Stuðlum. Viðfjörð mætti líka nefna. En þar sem þetta skiptir ekki máli hér, skal það ekki nánar rætt, enda bæði óljóst og óvíst. En fimm árum síðar, eða vorið 1715, kemur Erlendur við sögu á nýj- an leik, og þá var tilefnið alit annað en lítil rekaspýta. Heimildin er sak- eyrisreikningurinn úr miðhluta Múla sýslu þetta ár. Eru þar skráð nöfn þeirra, sem gerzt höfðu brotlegir undangengið fardagaár í þessum sýslu hluta samkvæmt lögum þeim, er þá voru í gildi um getnað barna utan hjónabands. — Eru nöfnin jafnan tvö og tvö saman í skýrslum þessum, karl- mannsnafn og konu eins og vænta má, að sínu leyti eins og alltaf eru tveggja spor í dögginni á aldinreinunum í Eden, að því er skáldið sagði forð- um. — Samkvæmt lagabálki miklum, sem Stóridómur nefnist, er var í gildi, þegar þetta gerðist, og ákvæði hans allsráðandi um allar barneigna- sakir utan hjónabandsins, taldist allt, sem fyrir kom af því tagi, refsivert athæfi, en í löggjöf þessari er afbrot- unum skipt niður í marga flokka eftir mati á saknæmi þeirra og refsingarn- ar mismunandi samkvæmt því. í Sögu íslendinga hefur Páll Eggert orðað þetta svo, að „fast verðlag hefði verið sett á brotin“! Refsingarnar voru fyrst og fremst sektir, enda Iðg þessi upphaflega sett til að auka konungs- tekjumar af landi og þjóð, og lægsta sekt, sem gert er ráð fyrir í Stóra- dómi var 18 álnir og allt upp í stór- sektir, aleigumissi og líflátsrefsingar, en flengingar og húðlát, ef dæmdar sektir voru ekki greiddar, því stór- felldari sem ógreiddar sektarupphæð- ir voru meiri. Annars gerði Stóridómur megin- mun á svonefndum frillulifsbrotum, þar sem ógift fólk átti hlut að máli, og hórdómsbrotum, þar sem annar hvor eða báðir aðilar voru gift fólk. Skyldleiki og tengdir meðal þeirra, sem brotleg urðu, þyngdu líka refs- ingarnar mjög mikið. Nöfn þeirra Erlends,,og barnsmóð- ur hans, Signýjar Aradóttur, eru inn- færð í greinargerð sýslumannsins fyrir sakeyrinum, og sektarupphæðin, 16 rikisdalir í gjaldadálkinn aftan við nöfnin. Er það lægsta sekt, sem Stóri- dómur tiltekur fyrir hórdómsbrot og sökin eða sakarstigið kallað „í fyrsta sinn einfalt hórdómsbrot“. Er átt við það, að annar aðilinn hafi verið í hjónabandi, en ekki hinh. Sektarupp- hæðin skiptist jafnt á milli þeirra. Þeim bar því að greiða 8 ríkisdali hvoru um sig. Má vera, að það sýnist engin stórupphæð, eigi að síður sam- svarar það allt að 18 til 20 þú and krónum nú á tímum, og þætti víst flestum nóg um að verða fyrir slík- um útlátum. Engin athugasen.. er gerð í skýrslunni um greiðslu sektar- innar. Hún ber það því með sér, að henni hefur verið lokið áður en skýrslan var gerð, en það mun hafa verið skömmu fyrir alþingistíma þetta sama sumar (1715), því að skýrslur þessar voru að jafnaði afhentar land- fógetanum á Alþingi eða um það leyti, sem það var háð. Hér er sem sé um að ræða ársuppgjör sýslumanns ins í miðhluta Múlasýslu fyrir far- dagaárið 1714—15 við landfógetann, á tekjum þeim, sem hans kónglegu tign hafði hlotnazt í þeim sýslu-.luta þetta fyrrnefnda ár. Þannig er langsamlega algei.0„_. að sjá í skýrslum þessum, aðeins nöfn þeirra, sem brotleg urðu, hvers kyns brotin höfðu verið og scktarupphæð- irnar án allra athugas—nda, en það er aftur vottur um það, að sektirnar hafa verið greiddar þegar á fyrsta ári eftir að til þeirra var stofnað. Uhdan tekningar frá þessu eru að vísu nokkr- ar, þar sem getið er, hvers vegna hin lögboðna sekt fyrir tilgreint brot sé ekki innfærð í reikninginn, og er þá algengasta ástæðan féleysi hjá við- komandi og að líkamleg refsing hafi komið í staðinn, og á þetta ekki að- eins við um miðhluta Múlasýslu, held- ur og allt Austurland og sama mun hafa verið annars staðar á landinu, meðan Stóridómur var í gildi hafður. — Þegar litið er yfir skýrslur þessar í heild, er því furðulegast að sjá, hve lítið hefur verið um það, að legorð- sakasektirnar væru ekki greiddar, en nærri má geta, hvemig þær hafa kom ið við efnalítið fólk, enda em engar skýrslur til um það, hvernig sektar- upphæðirnar hafa stundum verið samandregnar og hvað stundum kann að hafa gerzt í því sambandi, áður en öll kurl voru komin til grafar. Um sekt þeirra Erlends og Signýjar á þetta sama við að því leyti, að allt er ókunnugt um það, með hvaða hætti hún var greidd, en þess er áður getið, að líkur em til þess, að Erlendur hafi búið við nokkur efni. Um barnsmóður hans er aftur á móti öðru máli að gegna. Hennar efnahagur hefur varla verið upp á marga fiska. Eigi að síður var sekt hennar líka greidd, eins og áður er sagt. Ef til vill er ekki óhugs- andi, að Erlendur hafi verið sá ridd- ari að taka sekt hennar á sig og greiða hana líka, en mikið vafamál er það þó eigi að síður, meðal annars sökum þess, að riddaraskapur af því tagi mun alls ekki íhafa þótt neinn 366 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.