Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 7
sjálfsagður drengskapur á þessum tímum, allra sízt ef umkomulausar og lítilsmegandi konur áttu í hlut. Fimm árum áður en þetta var, gerðist það til dæmis við sjálfan lögþings- réttinn á Alþingi, að manni einum, sem átt hafði sex launbörn sitt með hverri, var talið það til málsbóta og sakaléttis, að konur þær, sem hann hefði fallið með, hefðu ekki verið í „betra kvenna tali en almennings vinnukonur". (smb. alþb. 1710, nr. 23). Auk sakeyrisreikninganna er til önnur góð og gild camtímaheimild um legorðssakir. Það eru svonefnd presta- attesti, skriflegar upplýsingar, sem öllum prestum bar skylda til að láta sýslumönnum í té um legorðsbrot, sem orðið hefðu í prestaköllum þeirra. Voru þau að jafnaði gefin út um það leyti, sem manntalsþingin voru haldin í viðkomandi þingsókn og náðu yfir síðastliðið fardagaár. Voru þau síðan lögð sem fylgiskjöl .eð sakeyrisuppgjörinu frá sama ári, er það var sent landfógetanum, og er skjöl þessi hvoru tveggja enn í dag að finna í skjalasafni embættisins frá þeim tíma. Vottorð séra Torfa Bergssonar vor- ið 1715 er á þessa leið: „Þessar persónur, Erlendur Magn- ússon og Signý Aradóttir, hafa sín á milli brotleg orð'ið með einföldu hór- dómsbroti. Hann eigingiftur, hún ógift. Fleiri legorðsbrot eður önnur nokk- ur, sem opinber aflausn tilhlýðir, hafa ekki hér í Skorrastaðakirkjusjón til- fallið síðan ég útgaf næsta attest upp á viðlíkt efui. Testerar að Skorrastað 30 apríl 1715 Toifi p(restur) Bergsson.“ Annað prestsvottorð af sama tagi er á þessa leið: „KongL Majestatis sakaeyrir eng- inn er tilfallinn í þessari Þingmúla- kirkjusókn frá mér næst út gefna attesti til dato, Testerar Eiríkur p(restur) Sölva- son. Þingmúla, 2. júní, Anno 1718. Barnsmóður Erlends, Signý Signýjar Aradóttur, er » í »,, ■ getið í manntalinu Aradottir 1703. Þá var hún 19 --------------ára heima hjá móður sinni, Guðrúnu Sæbjörnsdóttur, sem var ekkja og bjó á bænum Stuðlum í Norðfirði með börnum sínum upp- komnum að mestu, fimm að tölu. Elztur var Sæbjörn, 25 ára, auðsjá- anlega fyrirvinna fjölskyldunnar. í manntalsbók Bessa sýslumanns má greinilega sjá, að fjölskylda þessi hefur átt við fremur þröng kjör að búa, en þó engan veginn þau örðug- ustu, sem áttu sér stað um þetta leyti á þessum slóðum, til dæmis tel- ur hún fjóra búendur á Norðfirði, eða fjölskyldur fjárlausar og öreiga. Ekkjan á Stuðlum tíundaði tvö lausafjái'hundruð árlega og fyrsta ár manntalsbókarinnar greiddi hún þriggja fiska virði manntalsbókar- gjald (80—100 kr. nú). Annað árið lofaði hún að greiða seinna sama verðmæti í kaupstað, það er að segja leggja inn hjá verzluninni í Stóru- Breiðuvík í Reyðarfirði fyrir þessari upphæð, og þriðja og síðasta árið lofaði Ólafur Magnússon hreppstjóri í Hellisfirði að greiða hennar vegna þrjá fiska í kaupstað. En þar sem Bessa sýslumanni hefur láðst að gefa skýringu á því, hvers vegna hreppstjóiinn tók þetta að sér, væri hér opin leið fyrir getgátur um skyldleikasamband eða tengdir milli hans og ekkjunnar eða jafnvel önnur enn þá nánari sambönd, ef því væri að skipta, en þar sem „frásögn þessi þarfnast ekki“ neins sérstaks af þvi tagi, verður þetta góða tækifæri til að Ijúga einhverju inn í hana látið ónotað hér. — En benda má á það, að sennilega hefur þetta verið hrein og bein innheimta, sem hreppstjór- inn hefur lofað sýslumanninum að sjá um fyrir hann. Að öðru leyti er mér að mestu ókunnugt um þessa fjölskyldu á Stuðl um, þó má geta þess, að Sæbjörn Arason var þar búandi árið 1730 og hafði þá búið þar alllengi undanfar- ið en fardagaárið 1733—’34 var hann horfinn úr söguuni, bjó hvorki þar né annars staðar á Austurlandi, að líkindum dáinn. — - ^ árunum, Jórun Jónsdóttir *em áðurnefnd L ,i r r . manntalsbók brotleg i fyrsta og manntaiið og annatS sinn 1703 ná tn __________________ með heimildir sínar (1699— 1703), bjó önnur fátæk ekkja á bæn- um Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði og sjálfsagt lengur bæði fyrr og seirnna, sem ekki er kunnuct um. Hún hét Katla Teitsdóttir (f. um 1659). Voru þar hjá henni þrjár dæt- ur hennar (samanber manntal 1703) — Jónsdætur. Sú elzta þeirra, sem Jórunn hét, er skrifuð 18 ára í mann- talinu. Til merkis um fátækt þeir'ra er það meðal annars, að 7. júlí 1702 er ekkjan sögð öreigi í manntalsbók- inni. Árið 1715 eða 1716 átti Jórunn barn í lausaleik með manni, sem Magnús T f M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 367

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.