Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 10
öllum, enda kom raunar ekki til greina nema fárra klukkutíma gist- ing í öllum fötum, svo að ætíð var sjálfsagt talið að fá sér vist í hlöðu. Það ófrávíkjanlega skilyrffi fylgdi yfi til hlöðunotanna, að ekki væri kveikt þar Ijós, eins og eðlilegt var, ar sem mikið var í húfi, ef íkveikja ði. Haustið, sem ég eignaðist vasaljós- ið, tók ég það auðvitað með í ferð- ina, en gætti þess vel, að enginn fengi um það að vita að svo stöddu. Svo þegar allir voru búnir að koma sér fyrir í hlöðunni í svarta myrkrinu, gat ég ekki lengdr á mér setið með að kunngera töfra þá, er ég bjó yfir, og vissi, að öllum mundi koma á óvart, enda brást það ekki, þegar ég brá upp ljósinu, svo að glóbjart vai'ð í hlöðunni, að óp og óhljóð gullu við um hana alla og um það spurt, hvort sá hinn sami er að þessum ósköpum stæði, væri orðinn vitlaus. Geta má nærri, hvort mér var ekki dillað af því að hafa haft ráð til að gera jafnstóran hóp manna hræddan og hvumsa, en hafa þó jafnframt á vit- undinni, að engum var mein gert né háetta sköpuð. Það tók að vísu stund- arkorn að kyrra ólguna, sem varð og sannfæra menn um skaðleysi ljósgjaf- ans, sem að siálfsögðu varð að ganga um alla hlöðuna til skoðunar. Kom það og upp úr kafinu, að einhverjir höfðu hevrt getið um svona hluti, þó að enginn þeirra hefði séð þá fyrr. Skal nú aftur vikið þangað, sem frá var horfið í gjánni við grenið. Eftir hressinguna leið okkur vel og skömmu siðar tóku mófuglarnir að gefa til kynna, að tófa væri komin á stjá, og mátti nokkuð rekja feril hennar eftir þeirra leiðbeiningum, sem bentu til þess, að hún stefndi að greninu. Voru nú skotvopnin munduð og búizt til orrustu. Ekki löngu seinna birtist tæfa skammt frá bæjar- dyrum sínum í góðu skotfæii og lá samstundis fallin fyrir öruggu skoti grenjaskyttunnar. Þetta reyndist vera læðan. Þótt hér væri nú mikill sig- ur unninn í fyrstu lotu, var óvíst um eftirleikinn, því að afskipti karldýrs- ins af greninu eru ærið misjöfn, bæði eftir upplagi dýrsins og ekki síður eftir því á hvaða aldri yrðlingarnir eru, því að talið er algengara, að karl- dýrið sinni meira um heimilið, þegar hvolparnir stækka. Með því að ekkert sást til rebba né nokkuð heyrðist til fugla, fórum við að athuga grenið og komumst brátt að raun um, að inni voru nokkrír stálp- aðir hvolpar, sem torvelt gæti orðið að ná, en gaf á hinn bóginn vonir um, að rebbi mundi fyrr en seinna vitja um heimilið eða láta ginnast af neyð arkalli barna sinna, ef veiðimönnum tækist að handsama einn eða fleiri lifandi og láta þá skrækja. Er nú ekki að orðlengja það, að dagurinn fór i það að reyna að ná yrðlingunum, sem voru stálpaðir, varir um sig og grimm ir. Fljótlega náðum við tveimur í bogann, en við það sat. Áður en ég fór að heiman, hafði ég látið mér detta í hug, að taka með mér tvo sil- ungaöngla og girnisspotta án þess að vita til þess að slík veiðaifæri væru notuð uppi á heiðum. Nú datt mér í hug, að beita öngul með fuglakjöti og fleygja honum inn í einn grenis- munnann, en ekki var laust við, að foringinn gerði gys að mér, því að hann virtist ekki kannast við þess kon ar veiðiaðferð á landi. En bráðlega kom annað hljóð í strokkinn, því að áður en langt leið höfðu þrír yrðlingar bitið á öngul- inn og verið látnir í poka til geymslu. Virtist nú aðeins einn vera eftir inni, sem hvorki beit á agn né gekk í bog- ann. Tilraun var gerð með það að tjóðra hvolp úíi við og reyna að fá hann til að hljóða, ef ske kynni, að pabbinn heyrði það og kæmi heim, en ekki bar það árangur að sinni. Næstu nótt gerðist ekkert frásagn- arvert né framan af degi, enda lét rebbi ekki á sér bæra. Um hádegið kom sendimaður úr byggð með mat handa okkur. Við höfðum hvolp í tjóðri skammt frá greninu, en hann var þögull að jafnaði, nema ef hann var ertur eðá klipinn, og var það gert öðru hvoru, ef ske kynni, að pabbinn kæmi í kallfæri. Á meðan við vorum að matast, var gestur okkar að skoða vopnin, sem lágu þar hjá okkur tilbúin. Að snæð- ingi loknum fórum við að erta hvolp- inn og tókst að fá hann til að hljóða ■hástöfum og von bráðar tóku mófugl- ar að ókyrrast og vissum við þá, að nú var rebbi kominn á kreik. Mátti greina af hátterni fuglanna úr hvaða átt hann kom. Þrifum við nú byssurn- ar og hlupum að hól, sem refurinn virtist stefna að, en um leið og við litum upp fyrir hólbrúnina, reið skot- ið' úr byssunni hjá mér, en rebbi, sem komið hafði á harðahlaupum í stefnu á okkur og var nær því kominn í skot- færi, snerí skjótlega við og hljóp að minnsta kosti eins hratt í gagnstæða átt. Okkur varð báðum allhverft við skothvellinn og mér þó ekki síður, þar sem mér var ljóst, hversu nærri lá slysaskoti, þar sem ég missti það stjórnlaust úr byssunni, en félagi minn fast hjá mér. Á hinn bóginn hélt hann, að mér hefði verið svo brátt að hleypa af á skolla, að ég hefði ekki getað beðið eftir færinu, sem var þó augljóslega alveg að koma og var að vonum allgramur. Engin örugg skýring fannst á þess- ari slysni minni, sem var hin eina af þessu tagi á öllum mínum skot- mannsferli, enda var það mín fasta regla og átti að vera ófrávíkjanleg, að spenna aldrei upp byssu fyrr en tekin var í sigti og taka hana sam- stundis úr spennu aftur, ef ekki varð af skoti. Einstaka mann sá ég ganga spölkorn með spennta byssu og þótti óvarlegt. í þetta sinn hef ég auðsjáan lega gengið með spennta byssuna og tekið ósjálfrátt í gikkinn fyrr en við átti, emda átti að vera hættulaust samkvæmt reglunni. Þó aldrei verði um vitað hvort rétt er hefur það allt- af verið sterkur grunur minn, að gest- ur okkar, sem var að fikta við byss- urnar á meðan við átum, hafi spennt mína upp og skilið þannig við hana í ógáti. Ekki gerði ég þó tilraun til að komast fyrir þetta, þar sem tví- sýnt var um árangur af þeirri tilraun, enda var ég fegnari en svo, að ekki hlauzt slys af óhappinu, að ég gæti ekki látið það niður falla, úr því að hlutaðeigandi gaf ekkeit í skyn um það ótilkvaddur, þrátt fyrir tilefni. Eins og nærri má geta, þaut rebbi út í buskann og lét ekkert á sér bera þann dag né nóttina eftir, þótt hvolp- ur skrækti. Og ekki lét sá, sem eftir var inni í greninu, heldur hafa hend- ur í hári sínu. Við gerðum nú ráð fyrir að gefast upp og fara heim að svo komnu, en ákváðum þó að taka einn göngutúr um nágrennið, ef vera kynni, að rebbi 370 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.