Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Side 11
skyti einhvers staðar upp kollinum, enda væri þá skyldunni fullnægt eft- ir atvikum. Er við vorum að nálgast hæð nokkra eftir allmikið göngulag, vitum við ekki fyrri til en hausnum á skolla skýtur upp fyrir hæðina og urðu allir jafnhissa, refurinn og veiðimennirnir, þar sem öllum kom þetta mót jafnmikið á óvart, enda snarstönzuðu báðir aðilar og horfðust í augu andartak. Bilið á milli óvin- anna var 160—170 m. (mælt eftir á) og því of langt færi fyrir haglabyssu. Tími til umhugsunar var að sjálf- sögðu enginn, en samstundis skelltum við okkur niður á hnén, miðuðum skotvopnunum og með því að engar líkur voru til þess, að fundum bæri saman öðru sinni við hagstæðari skil- yrði að okkar áliti, riðu af tvö skot samtímis. Nú vildi svo til, að ég var einmitt með riffilinn, eins og líka við ótti eftir atvikum. En sá möguleiki, að hitt yrði í mark með honum og það í höndum klaufa, hvarflaði víst varla að mér, því að auðvitað vissi enginn betur en ég sjálfur, hversu öryggið var litið. En skotið skyldi, hvað sem tautaði, skyldunni gegnt og gert sitt bezta í þessu trúnaðarstarfi. Um leið og skotin riðu af, hvarf haus- inn, sem á var rniðað, eins og reynd ar mátti búast við í öllum tilfellum. en sennilega hefur hvorugum okkar komið til hugar, að fundum ætti eftir að bera saman oftar. En viti menn, þegar á staðinn kom, lá skolli þar, að minnsta kosti í roti, ef ekki dauðskot- inn. en með því að enginn áverki ann- ar. en lítið gat eftir hagl eða kúlu var gegnum hlustina vinstra megin, þótti vissara að slá dýrinu við stein til að fullkomna verkið. Með því nú að skotfærið var of langt til þess að skynsamlegar líkur hvað þá vissa væri fyrir því að hagl úr byssunni hefði náð svona langt, þótt hún væri góð, dæmdist rétt vera, að riffilkúla hefði orðið dýrinu að meini, þótt einnig væri ólíklegt og þá allmikið frægðarskot verið framið, enda með þvi að fullu bætt fyrir óhapp fyrra dags. — Lá nú vel á veiðimönnum og heimferð ákveðin, enda þótt einn yrðlingur væri eftir í greninu, enda hestar okkar komnir. Byrgðum við nú alla grenismunna nema einn og skildum þaí eftir egnd- an boga, sem vitjað skyldi svo um daginn eftir. Var nú stigið á bak, en á síðustu stundu skrapp ég aftur af baki til þess að líta inn í munnann í seinasta sinn, því að ekki reiknaði ég með því að koma þar aftur. Og sjáum til. í boganum sat hvolpurinn fastur á einni tá afturfótar, sem ef- laust hefði fljótt slitnað af, ef til átaka hefði komið, en sterk og örugg hönd grenjaskyttunnar þreif í hnakka drambið á dýrinu, sem samstundis var komið ofan í pokann. Var svo haldið heim og enn einu sinni gengið frá fullunnu greni i þessu umdæmi. Mörgum árum seinna urðu aðrir og frábrugðnari fundir mínir við lágfótu og varð ég þar með öllu undir í við- skiptunum. Þannig hagar til, þar sem sagan gerist, að í ánni fyrír neðan túnið eru hólmar greindir frá landi með mjó- um, djúpum kvíslum og hólmarnir sundurskornir á sama hátt. Það er vitað mál, að tófur eru ófús- ar á að leggja til sunds að þarflitlu og kom því aldrei fyrir í mínu minni, þar til að þessi saga gerist, að tófa færi út í þessa hólma nema á ís, jafn vel þótt hún gæti átt þangað fullkom- ið erindi, þar sem æðarvarp var í hólmunum. Nú bar svo til, að torf- garðar voru hlaðnir fram í hólmana og á milli þeiiTa, svo að gengt var þurrum fótum í þá og milli þeirra. Og eitt sumar nokkru síðar notfærði tæfa sér þessi þægindi og tók sér göngutúr út í hólmana, en fékk ekki dulizt augum manna, er oft var rennt í átt til hólmanna. Var nú aðför ráð in og því s'legið nokkuð föstu, að skolli ætti ekki undankomu von úr þeirri gildru, er hann var nú í kom- inn, með því að ólíklegt taldist, að hann legðist til sunds í stað þess að fara sömu leið til baka. Þutum við nú tveir bræður af stað með góða og vel hlaðna haglabyssu og nýlegan 6 skota Mauserriffil, gott áhald, enda töldum við okkur sigurinn nokkuð vísan. Setti ég nú'bróður minn í nám- unda við stíflugarðinn með haglabyss una, því að ég taldi hann öllu ör- uggari skotmann og rólegri, en sjálfur fór ég með riffilinn á móts við tæfu og fylgdi kvíslinni til þess að bægja tófunni fremur frá henni og í átt að stíflugarðinum. Satt að segja var ég fremur bjartsýnn á að mér tækist að ráða niðurlögum skolla með kúlunni og væri þá Ieiknum lokið. En þetta fór á annan veg. Þótt ég kæmist brátt í dágott færi og fengi dýrið til að stanza augnablik á meðan ég var að miða, geigaði kúlan hjá marki og hafði ekki önnur áhrif en þau, að rebbi tók til fótanna í átt að stíflu- garðinum með öllum þeim hraða, er unnt var að ná og með nær beinni stefnu á brúarvörðinn, sem eðlilega náði engum sigtum fyrr en tófa var þotin fram hjá honum, en sendi þá skotin á eftir henni í ofboði. Og ekki virtist bað skot hafa nein áhrif, nema ef orðið hefði til að auka hrað- ann. Hvarf svo tófa fljótlega úr aug- sýn og hefur ekki sézt síðan, svo að vitað sé, kom hún að minnsta kosti ekki aftur á þessar slóðir og er ekki ólíklegt, að eitthvað af högliun hafi náð aftan í hana, þótt aldrei verði um það vitað. Eru þá hér talin öll viðskipti mín og persónuleg kynni af þessu fræga og umtalaða dýra. Höfðu þarna að lokum rætzt gaml- ar óskir um það, að komast í snert- ingu við tófu gömlu. Sigurður Egilsson. GLENS""ÖG GAMANSÖGUR Hugrenningasyndir kari- manna Kristín, sem nefnd var Gottsvins- kona, sagði eitt sinn: — Eg hef aldrei neitt illt hugsað. Manni, sem á hlýddi, þótti hún taka djúpt í árinni, nokkuð bersynd ug konan, og svaraði því: — Það vildi .ég, að ég gæti sagt svo um mig. — Það er ekki von, sagði Kristín, — að þú getir það — karlmaðurinn. Karlmenn eru alHaf verri og synd- ugri en kvenfólkið. Péiur og Svelia hans Gárungar einhverjir áttu það til að stríöa aldraðri konu, sem aldrei hafði verið við karlmann kennd, og látast vorkenna henni stórlega, að hún skyldi ekki hafa gifzt. Kerling skírskotaði þá til þess, að hvorki hefði Kristur né postular hans kvænzt. og væri engum vorkunn að feta í fótspor þeirra. Svo var það eitt sinn, er þetta barst í tal, að einn gárunganna segir: — Manstu þá ekki, manneskja, hvað hann Hallgrímur sálugi segir í sálminum: „Pétur með svellu sinni, sverð úr slíðrum dró“. Annar eins maður og Hallgrímur hefði varla far- ið að kalla hana Svellu hans, ef þau hefðu ekki verið gift. Gamla konan þagði við drykklanga stund, en sagði síðan: — Ég er nú bara aldeilis hlessa, að ég skuli ekki hafa tekið eftir þessu fyrr, og hef ég þó kunnað sálminn þann arna, síðan ég var barn. Lystlkerran á Selalæk Fyrir hálfri öld eða þar um bil kom bóndi einn að Selalæk á Rangárvöll- um til Sigurðar Guðmundssonar, Gisti hann þar um nóttina, enda var hann landseti Selalækjarbónda. Á þessum árum voru vélar allar nálega óþekktar í sveitum landsins, en hestvagnar notaðir til mannflutn- inga frá Reykjavík og austur um sveit ir. Þegar næturgesturinn kom út að morgni, rak hann augu í ökutæki eitt lítið og fagurlega málað með sæti fyrir einn mann aftur á milli hjól- anna. Hann skoðar þennan einkenni- lega grip, sem raunar var sláttuvél, mjög vendilega, snýr sér síðan að hús bóndanum og segir: — Er nú þetta lystikerra — svona heima fyrir? T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 371

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.