Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 16
Jörgen Melgaard: HIN „SVARTA" MENNING AFRÍKIi Rannsóknir síðari tíma á sögu Afríku hafa varpað ljósi yfir tvo kafla í þróun mannkynsins, sem fram að þessu hafa verið lítt kunnir. Þær hafa í fyrsta lagi leitt fram rök fyrir því, hvar og hvernig hin fyrstu spor mannsins hafa verið eftir að hann fór að ganga á tveim fótum með frum- smíðað verkfæri í höndum. í öðru lagi hafa þær leitt í ljós háþróuð menningarríki, sem voru við líði fyrii daga Evrópubúa, og þannig orðið til þe‘;= að framkalla endurmat á getu og stöðu negra samanborið við aðra kynflokka jarðarinnar. — Þessir tveir kaflar endurspeglast í andlitunum á myndinni efst á hi'nni síðunni: Til vinstri er „hinn suðræni apamaður“ Australopithecus, vera, sem uppi var fyrir einni tilhálfri millj. ára og not- aði sennilega — og bjó jafnvel til — verkfæri í lífsbaráttunni. (Myndina hefur prófessor R. A. Dart endurnýj- að). Til hægri er Benin-kóngur frá Nígeríu, skorinn í fílabein á 17. öld. (Varðveitt i British Museum). Það hefur lengi verið almenn og útbreidd skoðun, að vagga mannkyns- ins hafi verið einhvers staðar i Asíu Fundur forsögulegra mannvera hefur rennt stoðum undir þessa skoðun. Fornleifa- og mannfræðirannsóknir á árunum eftir þessa fundi hafa hins vegar bent til þess, að upphafs mapns- ins sé að leila í Afríku, og ályktanir þar að lútandi hafa nú styrkzt við fund mannverunnar Zinjanthropus Boisei, sem er elzta þekkta veran, er vitað er með vissu, að hafi búið til verkfæri. Australopithecus, sem, nefndur er hér að framan, hefur að öllum líkindum verið uppi um svipað leyti. Það hefur líka lengi verið almenn- ur misskilningur, að blökknþjóð.'r Afríku hafi ekki komizt á hærra menningarstig en frumstæða steinöld. — Rannsóknir miða nú að því að brjóta þá slagbranda, sem þessir for- dómar hafa skapað, en þeir hafa átt þátt í því að elnangra þjóðir Afriku frá öðrum hlutum mannkynsins. Þess- ar rannsóknir birta okkur menningu, sem ekki aðeins leggur frarn athyglis- verða safngripi ti] sameiginlegrar sögu mannkynsins, heldur dregur fram fjölda mikilla afreka á sviðum félagsmála og stjórnmála. Það verður æ ljósara, að þau listaverk, sem eiga rót sína að rekja til Afríku og svo ótvírætt hefur verið dáðst að í Evr- ópu, voru annað en meira eða minna dularfull framleiðsla horfinnar menn- ingar. — Þvert á móti: Þau eru blómi og einkenni hinna fornu menningar- ríkja í Afríku. Fornleifafundurinn í Olduvai-gljúfrinu í júlímánuði árið 1960 voru hjónin Louis og Marji Leakey á óvenjulegum „veiðum“ í einu af þurrustu héruðum Austur-Asíu, miðja vegu milli fjalls- ins Kilimanjaro og Viktoríuvatns, og í fylgd með þeim var hópur inn- fæddra manna, sem voru fullir undr- unar yfir þessum „veiðum“, enda vanastir villidýraveiðum. Hjónin klifruðu upp og niður snarbrattar hlíðar gljúfursins, sem voru sundur- skornar af gömlum lækjarfarvegum, á höndum og fótum, og þann 17. júlí dró fróin óásjálegt brot af hauskúpu úr gilveggnum, sem hafði verið hulið sjö metra þykku jarðlagi. Og þar með var „bráðin“ við Olduvai að velli lögð. Fornleifafræðingurinn L. S. B. Leakey, sem var sérfræðingur í for- sögu Afríku, hafði þegar árið 1931 fundið Olduvai-gljúfrið, en síðari tíma rannsóknir leiddu í ljós, að gljúfrið hefur að geyma einhverja merkustu fundarstaði, er varðveita elztu og frumstæðustu steinaldarverkfæri mannsins. Á einum og sama stað var hægt að rekja gang þróunarinnar, allt frá hinum fyrstu fálmkenndu til- raunum til þess að búa til verkfæri úr hnullungunum í framburði fljóts- ins á gilbotninum, sem gerðar voru einhvern tíma snemma á kvartíertím- anum fyrir hálfri eða einni milljón ára, — til hinna sérhæfari verkfæra, sem fundizt hafa í yngri jarðlögum. Má þar nefna „handfleyga" þá frá eldri steinöld, sem eru vel þekktir í Evrópu. Þetta tímabil í þróun manns ins virðist hafa sams konar einkenni í Afríku, Indlandi og Evrópu. Og það er auðsýnilega Afríka, sem er mið- depillinn í þessari þrenningu. Afríka er nú það svæði, þar sem haldbeztar upplýsingar fást um fyrstu þróunar- stig mannsins, og er það einkum að þakka fornleifum, sem hafa verið dregnar fram í dagsins Ijós á síðustu áratugum í jarðlögum í Austur- og Suður-Afríku. Eftir að hauskúpubrotið fannst, tókst Leakey að grafa upp aðra hluta hauskúpunnar. Hún er frá þeim tíma, er mennirnir tóku fyrst að nota verk- færi, og má segja, að fundur hennar sé kórónan á ötulu starfi margra vís- indamanna í þessum hluta heims. Fornleifafræðingarnir, sem fást við Oddhvesstur steinhnullungur, sem til- heyrir Olduwan-tímabilinu. Þýðingar- mikið verkfæri fyrir Zinjanthropus. uppgröft og rannsóknir á verkfærun- um, hafa nána samvinnu við mann- fræðingana, sem beina athygli sinni að hinum mannlegu fyrirbrigðum að baki verkfæranna og einnig að ver- um, sem ekki höfðu komizt svo langt að búa til verkfæri. Koma þá aparnir til sögunnar, enda þótt langt sé síðan menn gerðu upp reikningana við þann algenga misskilning, sem á rót sína að rekja til kenninga Dar- wins, að mennirnir séu komnir af mannöpunum. Aparnir eru allt of sérhæfð dýr til þess, að mögulegt sé, að þeir séu beinir forfeður mannanna. Þeir greindust frá hinu sameiginlega stofni snemma á Tertiertímanum og síðan þróuðust hin sérhæfðu líkam- legu einkenni þeirra. Leakey var meðal brautryðjandanna í rannsókn- Fyrstu verkfæri mannsins? Þessir tveir kjálkar eru úr anfílópu og fundust við Makapangsat i Suður-Afríku og eru dæmigerðir fyrir bein, sem Australopithecus hefur notað í lífsbaráttunni, að áliti margra vísindamanna. 376 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.