Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 17
Hinn „suðræni api" til vinstri og Benin-kóngur iil hægri ú R IVI o L D A F R tr I K U unum á hinum forsögulegu bema- grindum, sem svipaði til apanna og hafa fundizt víðs vegar í Austur- og Suður-Afríku 1 jarðlögum, sem eru 25 milljón til hálfrar milljónar ára. Fornleifafundirnir á þessu svæði; hinn mikli fjöldi og fjölbreytileiki steinrunninna apa, hefur sannfært flesta vísindamenn um, að fyrstu spor in í þróun þeirra apa, sem líkjast manninum, og sennilega fyrstu þróun- arstig mannsins sjálfs, voru stigin i Afríku. Australopithecus, þ. e. „hinn suö- ræni api“, hefur verið framlag Afríku þegar rökrætt hefur verið um upp- runa mannsins. Fyrir hálfri til einni milljón ára var hann í fullu fjöri í Suður- og Austur-Afriku og gekk upp- réttur á tveim fótum með höfuð og hendur frjálsar eins og maður. Þiátt fyrir hinn lága líkamsvöxt sinn (1,20 •—1,30 m), framstæðu kjálka og lít- inn heila, hafa mannfræðingar talið hann til manna, vegna líffræðilegs skyldleika. En það er svo erfitt að draga mörkin milli manns og apa (dýrs), að það er nauðsynlegt að taka tillit til annarra atriða en líffræði- legra. Sumir hafa skilgreint manninn þannig, að hann sé „verkfærasmiður- inn“, að'rir hafa miðað við málið. Það cr án vafa skylt að taka meira tillit til andlegra hæfileika en beinalög- unnar, þegar flokkað skal og greint á milli dýrs og manns. Rannsóknar- efni það, sem fengizt hefur við forn- leifauppgröft, er nú svo víðtækt og fullkomið, að óhætt er að fullyrða, að „heilinn kom síðast“. Þroski heil- ans og skilningsaukning var afleiðing af því, að maðurinn fór að ganga upp- réttur með frjálsar hendur. Smiðaði Australopithecus verkfæri? — Fornleifafræðingar eru ekki enn sammála um svarið við þessari spurn- ingu. Það hafa ekki enn fundizt leif ar, sem taka af allan vafa um þetta atriði. Það er hins vegar engum vafa undirorpið, að hann notaði verkfæri; til dæmis kylfur og oddhvassa hluti, eins og þeir komu fyrir í náttúrunni, og það er fullsannað, að hann notaði beinpípur, kjálka og annað því líkt sem vopn og verkfæri, en honum áskotnuðust þessir hlutir, þegar hann lagði bráð að velli. Með því að rannsaka Australopi thecus hafa menn fengið hugmynd itm, hvcrnig hinir „því sem næst mannlegu" eða jafnvel mannlegu for- feður okkar litu út. En það er ekki .i.iiegi, að menmrnir séu komnir af honum í beinan legg, — til .þess er hann of seint á ferðinni, samkvæmt þeim leifum, sem fundizt hafa fram að þessu. Þess ber og að gæta, að á sama tima og Australopithecus var við líði i Suður-Afríku. voru uppi mannverur í Austur-Afríku, sem smíðuðu og notuðu verkfæri, — og talið er víst, að þeir hafi smíðað stein- verkfærin, sem fundizt hafa í Olduvai gljúfrinu og kennd eru við Olduwan- menninguna. Zinjanthropus Boisei, en það nafn gaf ^eakey verunni, sem hann fann, er fyrsti fulltrúi þessarar „manneskju“. Hann lá á gólffleti með Louis og Mary Leakoy rannsaka tennurnar í mannverunni, sem þau fundu nýlega í Olduwai-gljúfrinu í Afríku og gáfu nafnið Zinjanthropus Boisei. Þessi mannvera, sem er hin elzta, sem þekkt er, hafSi ekki hlnar sterku vígtennur fyrirrennara sinna til þess að rífa í sundur bráðina. í s'tað þeirra hafði hún búið sér til stein- verkfæri. — (Ljósmynd: Current Anthropology Vol. I. No. I). TtMINN SUNNUDAGSBLAÐ 377

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.