Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 18
TerrakottahöfuS frá 12, —15. öld í þeim stíl, sem kenndur er við Ife. ÞaS fannst i Nígeríu áriS 1953. Hæð þess er 12,7 cm. Rákirnar á kinnunum eru ör eftir „tattoveringu". Bronz- og leirhöfuð listframleiðslunnar, sem kennd er við Ife, verka eins og andlitsmyndir og standa framar natúralistiskum verkum, sem blökku menn í Afríku hafa gert. Þessi framúrskarandi listaverk eru sambærileg við lista- verk annarra heimsálfa og landa á hvaða tímbili, sem vera skal. illa tilhöggvinn grjóthnullung við hlið sér, og þessi frumstæða smíð er hin elzta, sem vitað er um. að gerð hafi verið af manna höndum. Það fundust einnig leifar af máltíð hans, og þær sýna, að hann lifði á smádýrum, svo sem skriðdýrum og nagdýrum, ásamt ungum stærri spendýra. Það féll í hlut veiðimanna seinni kynslóða, sem höfðu stærri heila, að finna betri að- ferðir og búa til hæfari vopn til þess að leggja að velli hin fullvöxnu og stóru veiðidýr. Konungsríki Afríku Margir Evrópubúar hafa haft og hafa enn þá skoðun á hinni „svörtu“ Afríku (þ. e. sá hluti Afríku, sem byggður hefur verið blökkumönnum eingöngu) sunnan eyðimerkurinnar Sahara, að hún sé byggð fólki, sem jafnan hafi lifað hinu frumstæðasta lífi og aldrei af eigin rammleik kom- izt lengra á þróunarbrautinni. Það eru ekki nema nokkur ár síðan fyrr- verandi landstjóri í Nígeríu skrifaði þessi orð: „í ótal aldir stóð Afrika í stað, óbreytt í frumstæðri villi- mennsku, meðan saga okkar skreið jafnt og þétt fram“ Þessi fastmótaða trú á það, að innfæddir Afríkubúar hafi ávallt iifað frumstæðu lífi án minnsta votts „menningar", þar ti) Evrópumenn komu til sögunnar, virð- ist einkum styðjast við ótal frásagnir um eymd þeirra og fáfræði. Þessi trú var náttúriega vel þegin af ný- lenduveldunum, því að hún renndi stoðum undir þá „goðsögn", að þessar þjóðir ættu sér enga sögu, og stæðu þess vegna öðrum þjóðum neðar, eða með öðrum orðum „þær eru börn, sem enn eiga fullorðinsárin til góða“. Og í báðum tilfellum hefðu þær nátt- úrlega þörf fyrir það, að þeim væri stjórnað af þeim, er væru fullorðnir. Fornleifafræðingar, þjóðfræðingar og sagnfræðingar hafa á síðustu ára- tugum breytt allmjög þeirri mynd, sem Evrópumenn hafa gert sér af þessum þjóðum. . ★ Þegar Zinjanthropus hafði lagt nið- ur vopn sitt, grjóthnullunginn, leið hálf milljón ára, án þess að miklar breytingar ættu sér stað í þróun menningarinnar. Þróunin í Afríku var hæg og jöfn eins og í Asíu og Evrópu. En þessi þróun er þó háð breytilegum aðstæðum og ber merki þeirra. Eftir að maðurinn kemur fram á sjónarsviðið í Afríku, verða þar fjórar langar „regnaldir", sem skipt- ast á við þurrkaskeið, er samsvara ísöldum og hlýviðraskeiðum Evrópu. Löngu siðar, á tímum, sem samkvæmt jarðfræðilegum skilningi tilheyra nú- tímanum, verður vart nýrra manna í Afríku. Og það er auðið að sýna fram á, að 5000 árum fyrir burð Krists hef- ur negraþjóð, eða þjóð, sem var negrakyns, átt heimkynni í Afríku. Það hefur og komið í ljós við rann- sóknir á 800 hauskúpum frá hinu gamla fornkonungatimabili Egypta- lands, að meira en Vs hluti þeirra var negrar eða áttu rót sina að rekja til negrastofna, sem þekktÍT eru nú. Og það eru til haldgóðar heimildir, sem sanna þá skoðun, að þessi kynflokk- ur hafi átt þýðingarmikinn þátt í menningu Forn-Egypta. Þegar hinar fyrstu brjóstmyndir úr bronzi og bronzhöfuð fóru að berast til Evrópu, vöktu þau mikla undrun vísindamanna, og menn fóru að efast um þá kenningu, að þjóðir Afríku hefðu staðnað á frumstæðu menning- arstigi. Þessi bronzhöfuð voru natúral istiskar andlitsmvndir frá Ife og Ben- in í Nígeríu. Það kom Evrópumönn- um spánskt fyrir sjónir, að það skyldi vera til natúralistisk myndræn hefð meðal negra, og flestir voru fljótir að láta í ljós þá skoðun, að þessir munir hlytu að vera grískir, egypzkir eða jafnvel portúgalskir, útilokað væri, að negrar væru höfundar þeirra. En skömmu eftir árið 1944 fundust við uppgröft nokkrar andlitsmyndir í Nígeríu, sem voru greinilega eldri en hinar' fyrrnefndu. Þar á meðal leirstyttur frá „Nok“, sem eru frá því fyrir Krist, og talið er, að þær séu bakgrunnur höggmyndanna frá Ife og Benin. Það hafði mjög mikla þýðingu, þegar fólk það, sem bjó sunnan Sa- hara, komst í kynni við málmana, en þó einkum og sér í lagi járn. Rann- sóknir síðari tíma hafa bylt þeirri skoðun, að þjóðir Afríku hafi að mestu verið á steinaldarstigi, þegar Evrópumenn gerðu lönd þeirra að ný- lendum sínum. Það voru aðeins Búsk- menn og dvergþjóðir auk nokkurra fámennra kynflokka, sem voru á stein aidarstigi, þegar Evrópumenn litu þá fyrst auga á sextándu öld. Aðrar þjóð ir unnu og notuðu járn og höfðu gert 378 i ■ T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.