Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Qupperneq 19
það lengi, en verkfæri og vopn úr steini og beini voru einnig notuð. ÞaS var þegar byrjað að vinna járn á svæðinu sunnan Sahara fyrir Krist, og þar með hófst framleiðsla á betri verkfærum og vopnum. Þessi nýju tæki höfðu afgerandi þýðingu fyrir þjóðirnar, því að um leið og þau komu til sögunnar, fengu þær meira vald yfir náttúrunni ög umhverfi sínu í heild. Og einmitt um þetta leyti, fyrir um það bil 2000 árum, tekur íbúafjöldi „svörtu“ Afríku að aukast að miklum mun, fólkið dreifist og smám saman myndast þeir kynflokk- ar, sem við nú þekkjum. Ríki risu upp í vesturhluta Súdan, meðal þeirra Ghana, sem var fyrsta ríkið á þessu svæði, sem gat sér frægð fyrir veldi og ríkidæmi. Ríki Ghana náði yfir savannalöndin (Savannalönd eru svæði vaxin hávöxnu grasi og einstök- um trjám á stangli) norðan við frum- skógabeltið, og það á ekkert nema nafnið eitt sameiginlegt við hið nýja Ghana, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu 1957 um leið og það lagði niður ný- lendunafn sitt, en það var „Gull- ströndin“. Hið nýja Ghana. hefur að öllum líkindum valið þetta forna rík- isheiti vegna þess Ijóma, sem stafar af nafni þessa fyrsta súdanska kon- ungsríkis, en blómaskeið þess var frá því um 700—1300 e. Kr. Arabískur rithöfundur segir frá því skömmu eftir árið 1000, að konungur Ghana geti kvatt til orrustu 200,000 stríðsmenn, ef þess gerist þörf, þar af 4000 bogmenn. Hinir norrænu vík- ingar, sem uppi voru um svipað leyti, munu varla hafa getað staðizt honum snúning. Sami rithöfundur lýsir einn- ig höfuðborg Ghana; samkvæmt þeirri lýsingu hefur' hún skipzt í tvo hluta. í öðrum hlutanum hefur höll kon- ungs staðið umlukt múrum, en himi' hlutinn hefur verið verzlunarstaður. Hvar stóð þessi höfuðborg, — það er aö segja, hafi hún verið eitthvað ann- að en þorp? Fornleifafræðingar veltu þessari spurningu fyrir sér lengi vel, og árið 1949 hófu þeir skipulegan uppgröft við Kumbi Saleh, sem er 300 kílómetra fyrir norðan Nígerfljót. Þrem árum seinna tókst þeim að grafa fram mikið bæjarstæði, og var álit þeirra, að það væri leifar að minnsta kosti 30,000 manna bæjar, sem samkvæmt evrópskum mæli- kvarða hlaut að vera frá því um mið- aldir. Grundvöllurinn fyrir velmegun Ghana var verzlun og tollaálagning. Ghana stóð mitt á milli saltríkra hér- aða í norðri og gullnáma í suðri og naut góðs af hvoru tveggja. Fólkið, sem bjó sunnar, hafði svo mikia þörf fyrir salt, að það keypti það fyrir þyngd þess í gulli. Arabískar heimild- ir gefa okkur allglögga mynd af fyr- irbrigði, sem ekki er óþekkt í sög- unni: Ríki, sem er staðsett milli tveggja annarra ríkja, sem hafa við- skipti hvort við annað, notfærir sér afstöðu sína og leggur tolla á vörurn- ar, — og tollunum var ekki stillt í hóf. Negraþjóðin, sem bjó í Ghana, sýndi og sannaði í fimm hundruð ár, að hún var fullfær um að stjórna háþróuðu þjóðfélagi. En auðæfi Ghana féllu að lokum í hendur hinna snjöllu verzlunarmanna, Arabanna, sem jafnframt ráku trúboð í landinu. Það eru til sögusagnir um reglulegar herferðir Araba á hendur Ghanabú- um suður yfir Sahara, og arabískar heimildir greina frá þvi, að um árið 1300 hafi allir íbúár Ghana verið undirokaðir, lönd þeirra lögð i eyði og konunginum steypt af stóli. Fimmtán hundruð kílómetra suð- austur af höfuðborg Ghana, í frum- skóginum handan við savannalöndin, var konungsrikið Benin. Benin var eitt elzta ríkið í Nígeríu og senni- lega öflugasta ríkið við Guinea-fló ann, þegar Evrópumenn komu þar til sögu. Árið 1897 var enskur herflokkur sendur til Benin til þess að rcfsa landsmönnum. Þeir höfðu heim með sér herfang, sem vakti mikla furðu; alls konar bronzm’uni, þar á meðaí brjóstmyndir, sem evrópskir vísinda- menn héldu að væru af grískum upp- runa, eða"væru jafnvel leifar frá hinu sokkna Atlantis. Styttur og högg- myndir, sem fundust síðar í höllum landstjóranna í Benin og Ife, sem er bær skammt frá Benin, hafa tekið af allan vafa um það, að þessi listaverk eru af alafríkönskum uppruna. Flest þeirra hafa verið gerð á tímabilinu milli sextándu og nítjándu aldar, en þau beztu eru frá fyrri hluta þessa tímabils. Benin er ljósasta dæmið um hin afrikönsku konungsríki, sem risu upp í skóginum og döfnuðu þar algerlega án arabiskra og evrópiskra áhrifa. Bronzhöfuð frá Ife í Nígeríu, 24 cm á hæð. Natúralistísk listaverk, sem .ndizf hafa f Ife siðastliðin tuttugu ár, eru aðallega terrakottahöfuð og bronzlíkón frá 13.—15. öld. Yoruba-kynflokkarnir, sem gerðu Ife að heilögum bæ sinum, hafa að öllum Ifkindum skapað þessf verk. Þelr virðast hafa komið að austan um á<ið 1000. — (Safnið f ffe, Nígeríu). T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAB 379

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.