Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Síða 21
Glettur og gamansögur Er ég ekki búinn að margbanna þér að leika við börnin? Vel liWur bóndi Hjörtur bóndi Eyvindsson í Úthlíð þótti góður húsbóndi á sinni tíð og bar jafnan lof á hjú, þótt stundum væri með nokkurri glettni. Eitt sinn komst hann svo að orði um vinnumenn: — Ásbjörn víkingur, Ólafur af- bragð, Eyvindur fyrirtak og Gvendur litli kemur til. Ásbjörn víkingur var faðir Jóns hæstaréttarlögmanns, en Ólafur og Eyvindur voru synir Hjartar. Gleymdu ekkl, Óli, að björninn er frið- aður á þessum árstíma. Þetta er hálfbróðir minn. Hér um bil satt - Framhald af bls. 363. Pabbi reis upp, seildist í kistil- korn uppi á hillu yfir höfðalaginu sínu, tók upp úr honum svarta pen- ingabudddu og úr henni einn tveggja krónu pening, gekk með hann til Eyj- ólfs, þar sem hann sat við hinn borðs endann og rétti honum myntina með þessum orðum: „Mig langar til að' biðja þig, heilla- maður, að eiga þetta smáræði fyrir hugulsemina við þá frændur okkar á Hjalla. Söm var þín gerð, þótt þeir þægju ekki hundinn, en vel veit ég, að hann hefði borið.“ Éyjólfur breyttist allur eins og af honum hefði verið kippt grimu, það var rétt, að hann kom niður bit- anum, áður en fram úr honum gaus skellihlátur. Hann stóð svo upp og þakkaði krónurnar með kossi. Þetta var hartnær hundraðasti hluti úr árs- kaupinu hans það árið. Svo fór hann með eftirhermum og aðhlátrum að lýsa viðbrögðum Hjallabræðra og föður þeirra. Þá var nú — eins og þar stendur — sungið og kveðið í Saurbæjareld- húsi. Fyrst og fremst var eins og Hjallafeðgar væru þar allir kornnir, hver með sína sérs'töku tegund af sneypu og , úrræð'aleysi. En ekkert festist í mér af svörum þeirra. Þar féll allt í bragðlausa beðju, eintómar vöflur og tvínón. Ég trúði þessu öllu þá um kvöldið, en við síðari fundi Eyva og þeirra Hjallamanna fékk ég þann grun, að þama hefði Eyjólfur samið dálítið leikrit og flutt svo sjálfur að öllu eða mestu. Yfir að Hjalla hafði hann farið til að fá sér kaffi, en slett hinu 1 mig heldur en að biðja mig að þegjs, um frávik sitt. Hugsanlegt jafnvel, að hann hefði getið húsbónda sínum nærri og séð honum nælilegr hlut- verk í leikslokin. Röddin - glitraði á Kaw-ána, og Lawrence-hæð- irnar tóku við af endalausri sléttunni. Hæðirnar, krýndar reisulegum há- skólabyggingunum, höfðu til þessa verið ofan og utan seilingar fyrir Shorty. Að þessu sinni fannst honum þær litlar og lágkúrulegar. — Þá er komið að lendingunrii, kunningi, sagði röddin. —‘Þetta verð- ur góð lending hjá þér. Bill hefði orð'ið s-toltur af þér. Farðu nú að lækka þig. Lækkaðu hana niður í tvö þúsund. Hægt. Það er nógur tími. Bara hægt — hægt. Borgarreykurinn grúfði yfir Kansas City og stærstu byggingarnar bar við sjóndeildarhring. Fyrst þegar Shorty sá flugvöllinn, velti hann því fyrir sér, hveinig hægt væri að lenda flug- vél á svo smáum bletti, en þegar hann TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 381

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.