Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Page 22
nálgaðist hann í annað sinn og hreyfl- arnir gengu eins hægt og mögulegt var, vélin reiðubúin til lendingar, fann hann, að hann hafði stjórn á vélinni og vissi, að hann gat lent henni. Hann beygði til hliðar, og fann styrkleika og afl farartækisins, um leið og hann beitti því upp í vind- inn. á þessari stundu urðu honum mikil sannindi ljós: Það ert þú, sem flýgur, en ekki flugvélin. Að minnsta kosti getur sú stund komið, að þú og flug- vélin verðið eitt og fljúgið. Hann veiti því fyrir sér, hve oft Bill hefði fundið þennan samruna við flugvél- ina. Honum fannst hann vera mjög nærri Bill á þessari stundu, ef til vill nær en nokkurn tíma meðan Bill lifði. Hann stefndi milli hvitra s-trika flugbrautarinnar, dró pinnann að sér smátt og smátt, eins og röddin í heyrnartækjunum sagði honum, minnkaði hraðann, reyndi að halda stélinu í sömu hæð og nefið, að halda vængjunum í jafnri hæð, og vissi, að næstu tíu sekúndur myndu skera úr um, hvort lendingin hefði tekizt eða ekki. Jafnvel á þessum fáu andartökum gat hann ekki gleymt flugvélinni, sem hann sá einu sinni standa upp á endann við brautarsporðinn með nefið á kaf í mýrinni og stélið beiní upp í loftið, þar til allt ofanjarðar var brunnið til kaldra kola, flugvél Bills. Síðan námu hjól við jörð. Vinstra hjólið kom fyrst, vélin hentist til, sveigði örlítið út í kantinn, en rétti sig svo af. Shorty drap á hreyflunum og leyfði vélinni að renna. Hann treysti sér ekki til að aka henni upp að flughöfninni. Þegar hún nam stað- ar, lagði hann höfuðið niður á pinn- ann og lokaði augunum. Þegar brautarverðirair komu þjót- andi í litlu bílunum sínum til þess að ávíta hann fyrir að aka ekki upp að flughöfninni, datt honum fyrst i hug að beygja sig niður, svo að þeir sæju hann ekki eða að hverfa í fjöld- ann, áður en eftir honum væri tekið. En þá mundi hann, hvað gerzt hafði og rétti úr sér. Flugvallarstarfsmennirnir sáu borg- • araleg föt hans í glugganum, hættu að kalla og stirðnuðu af undrun. Þetta var hans sigurstund. Shorty litli Froóze, sem seldi kartöflurnar. Shorty litli, sem var rekinn af flug- vellinum, af því að hann var fyrir. Hann teygði úr sér og reyndi að vera eins stór og hann gat. Hann hallaði sér út um gluggann og ávarpaði þá, í svipuðum tón og hann hélt að þjálf- aður flugstjóri myndi hafa gert: — Það eru sjúklingar um borð, sagði hann. — Hugsið um þá, áður en þið snertið nokkuð annað í vél- inni. Og þar með er þessi saga sögð, að einu undanskildu. Og það má ekki gleymast. Þegar yfirvöld vallarins höfðu tekið í höndina á Shorty og ljósmyndarar myndað hann í bak og fyrir, sagði hann, að sig langaði til að fara yfir í flugturninn og þakka þeim, sem svo vel hafði hjálpað hon- um að lenda flugvélinni. Fyrst var hlegið að honum, en svo sáu þeir, að honum var alvara. Þá tók flugvallarstjórinn hann ; eintal og sagði: — Herra — hér — Frooze, sagði hann, — þú hlýtur að vita, að allt frá því að vélin fór frá Denver, höfum við árangurslaust reynt að ná sambandi við hana. Eng- inn í flugturninum hefur haft hið minnsta samband við þig. Þetta verður ekki skýrt frekar. Hér hefur verið rakið nákvæmlega á sama hátt og Shorty sagði mér það, hvað gerðist á leiðinni milli Denver og Kansas City. Það er óhugsandi, að hann geti ímyndað sér það allt. Það er einnig útilokað, að hann hafi mun- að, hvað gera þurfti, frá því að Bill var að tala við hann um flugnám sitt. Shorty sver, að hann hafi raunveru- lega heyrt þessa rödd og telur sig einnig vita, hvaðan hún kom. Mér dettur ekki í hug að trúa hon- um, en ýmislegt undarlegt getur gerzt. Og það skiptir í rauninni mestu máli, hverju Shorty trúir, því að hann er hættur að syrgja Bill og gengur hnarreistur um. Hann reynir ekki lengur að fela sig fyrir fólki, og hann horfir upp í himininn með augum hins reynda flugmanns. BCjarval - Framhald af bls. 373. en hlýtt og þuirt eystra. Ég klæddi mig því úr og fór í bað í Skaftá, og Kjarval var þarna nærri og var fljót- ur að átta sig og fékk þetta út úr at- burðinum. Þetta var á sunnudegi. Svo fórum við til kirkju á Prestbakka á eftir, eins og bræður. En sjáðu til. þarna lætur hann systurnar koma út úr stapanum að bjarga mér, ef illa skyldi fara eða gera eitthvað fyrir mig. Hann vefur þetta allt í róman- tík, eins og þú sérð. Já, þeir geta leyft sér margt, þessir listamenn. Sannleikurinn er sá. Það var einmitt á þessum, slóðum, þar sem myndin sú arna varð til, sem langafi okkar, Sverrir Eiríksson, bjó. Hann var ILausn 15. krossgátu bóndi. Það var í Móðuharðindunum, og hann átti tuttugu börn samt. — Og þú ætlar ekki að hætta að ferðast fyrr en í fulla hnefana? — Nei, ég held því áfram meðan ég hef heilsu til. Eg er búinn ag fara 2 túra núna í vor og fer með ferðafé- laginu á Snæfellsjökul um hvítasunn- una. Ég geri auðvitað minna að því að ganga núna en áður fyrr, en samt gekk ég 10 km. í gær, enda við góða heilsu, eins og þú sérð. — Þykir þér vænna um einn stað en annan? — Ég kann bezt við mig á Snæfells- nesi og í Þórsmörk, en það þýðir ekki, að ekki sé annars staðar eins gott eða betra að vera. — Hefurðu nokkurn tíma haft áhyggjur af ellinni, Þorsteinn? — Þetta litla líf ætlar að endast mér vel. Nú verður maður svo gamall, að maður fær ekki tíma til þess að deyja, þó að manni liggi lífið á. Sann- leikurinn er sá. Það væri stórkostlegt ef maður fengi einhvern tíma að deyja. Stórkostlegt. Mér hefur oft fundizt erfitt að lifa, en sjálfsagt ekki erfiðara en mörgum öðrum. Lifið er stríð, meira að segja stundum hel- strið. Ég hef oft verið nærri dauður, en þá hafa þeir alltaf farið að rjála við mig. Eg væri löngu dauður, ef þeir hefðu ekki reist mig upp frá dauðum. — Þegar þú lítur um öxl, af hverju finnst þér þú hafa haft mesta ánægju um dagana? — Ja, ég veit það ekki. Og þó. Borða, þegar maður er svangur og vinna vel. Vinnan, hún er mikils virði. Hungra og þyrsta og borða svo vel, eins og segir í ævintýrinu. Sannleik- urinn er' sá, að það er eins konar vinna að ferðast. Eg mundi segja það. Að geta unnið og borðað sem lengst: það er vegurinn, sannleikurinn og lífið. —hjp. 382 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.