Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 12
I Hafnirnar eru lítið byggðarlag. Eigi að síður hefur það alið sonu, sem miklir voru fyrir sér og létu ógjarna sinn • hlut. Höfðu sumi;r þsirra stundum á sér víkingasnið og hirtu ekki um, hvort þeir fóru að lö.gum, heldur létu aflsmuni ráðs. Margar stoðir runnu undir kapps- muni hinna fyrirferðarmiklu bænda í Hjfnunum. Þar var sjósókn mikii á öld róðrarskipanna og menn- vanir harðfylgi Erá barnæsku. Víða var mannmargt á heimili og miklu liði a? tjórna og sums staðar auður í garði á mælikvarða þess tima. Vildi þá einn halda til jafns við annan um á: æði allt og stórmannlegar tiltektir. Loks var það aldarandi og þótti metn- aðarmál. að þeir, sem nokkuð áttu undir sér héldu hlut sínum til streitu í lengstu lög, jafnt hvort rétt mál var- varið eða rangt, og þurfti þá ekki rrik'ð út af að bera til þess að y- -1.-1 -i ■ •••• "ii látna" 'kiota Það þótti ekki til þess laka.idi á landi hér, þótt fiogizt væri a við xirkju eða á öðr- um mannfunduin. þar sem menn voru þá ójjaldan drukknir Hitt var aftur nýstárlegra. þegar beinlínis var dragið saman lið til þess að varna því með mannsöfnuði, að aðrir kæmu fram vilja sínum, og mestum tíðind- um sætti slíkt, þegar svo bar við, að kappi var att við yfirvöldin. Valds- mennirnir voru kröfuharðir um virð- ingu og hlýð'ni, og þeir voru ekki margir, bændurnir. sem dirfðust að bjóða þeim byrginn og hafa fyrir- mæli þeirra að engu. II í byrjun nítjándu aldar bjó í Junkaragerði við Kalmanstjörn, í syðsta byggðarhverfinu í Höfnum. maður sá, er Jón hét, Þórðarson. Hann var þá á sextugsaldri, hrepp- stjóri í sveit sinni og þótti þar mjög forsjá manna, er hann var. Var þá ekki annar bóndi í Höfnum, er meira þótti um vert, nema IJákon hinn ríki Vilhjálmsson í Krkjuvogi, sem mest- ur var höfðingi um öll Suðurnes Jón Þórðarson var ættaður úr Garði. Hann þótti vitsmunamaður, og er honum svo lýst, að hann hafi að jafnaði verið hægur og dulur í ináli 'og slægur nokkuð, en harðskiptinn mjög og kappsfullur, þegar því var að skipta, „og að sögn kannske kunn- áttusamur“. Mikill aflamaður var hann á sjó, og var það vandi hans að eggja háseta sína að krækja í fisk- inn. „Gerir minna til, þó að þið miss- ið hann“, bætti hann stundum við. Var það trú sumra, að hann gæti með forneskju seitt á skiptivöllinn hverja kvika kind, sem kom við öng- ulinn, enda virtist þeim sem aflinn reyndist oft furðudrjúgur, þegar farið var að gera að honum í landi. Er svo' sagt, að karl einn austan úr Flóa, er lengi reri hjá honum, hafi eitt sinn spurt Jón, hvers vegna hann beitti ekki kunnáltu sinni til meiri hlítar en svo, að Iáta þær kindur einar koma á skiptivöll, er snertu öngulinn. „Mér er ekki leyft að fara Iengra“, svaraði Jón með torræðum svip. Það var og hermt, að hann sækti ár hvert kol á hestum suður á Reykjanes. Þóttust margir hafa séð kolin í smiðju hans, en enginn vissi, hvar hann fékk þau. Ungur að árum hafði Jón farið utan, og var það almannarómur, að hann hefði þá dvalizt á Finnmörk og numið fjölkynngi af Finnum. Stuðlaði það að þessum orðrómi, að hann lagði stund á ag viða að sér bókum og handritum. En slíkt mun ekki hafa verið títt á Suðurnesjum tim hans daga. Þorskurinn var talinn nokkurn veginn einhíítur. III Þegar nokkur ár voru liðin af nýju öldinni, dró til þeirra tíðinda, er mest urðu í lífi Jóns i Junkaragerði. Þá var í Kirkjuvogi bóndi, sem hét Jón Erlendsson. Bar svo til vorið 1894, að Jón í Kirkjuvogi réð í vist til sín stúlku eina, Guðrúnu Björns- dóttur að nafni. Hún var snauð og umkomulaus, ættuð af Miðnesi eða úr Garði, o.g hafði alið barn. utan við lög og rétt. Hafði hún hið næsta vist- arár á undan verið vinnukona á Stafnesi. Þaðan fór hún um kross- messuleytið, en kom þó ekki suður að Kirkjuvogi fyrr en í júnímánuði. Nú er það af Guðrúnu að segja, að hún tók að þykkna undir belti, þegar dró að hausti. Leyndi sér ekki, að stúlkan var ávaxtarsöm í annað sinn. Þótt til slíks væri ekki ætlazt af vinnukonum, varð ekki við því spornað, að svo færi sem til var stofn- að, og aðfaranótt hins 23. dags febrú- armánaðar ól Gunna meybarn. sem skírt var Solveig. Séra Eiríkur Guð- mundsson, sem þá var prestur í Hvals- nesþingum, spurði móðurina um fað- ernið, svo sem títt var, þegar þannig stóð á. Nefndi stúlkan þá til hús- bónda sinn, Jón Erlendsson. En þeg- ar prestur leitaði staðfestingar á þessu hjá honum, þverneitaði hann faðernislýsingunni og baug fram eið sinn. Sagði Guðrún þá í áheyrn votta, að Sigurður nokkur Þorsteinsson í Býjarskershjáleigu á Miðnesi kynni að eiga barnið. En svo fór, að Sig- urður vildi ekki heldur við því gang- ast, þegar prestur leitaði játningar hans. Það var engin nýlunda, að menn gengjust treglega við börnum, sem þeim voru kennd, og kom þar margt til. Mörgum stóð stuggur af sektum og uppeldiskostnaði, er af slíkum barneignum flaut, svo að ekki sé nefnd sú smán, er mönnum var bútn, ef af því rak, að þeir yrðu að leggjast undir vönd fyrir slíkar sakir Oft gætti líka kappsmuna, ef menn höfðu ekki í upphafi borið brigður á fað- ernið, og stundum var barnsmæðrun- um þann veg farið, að vanvirða þótti að hafa lagzt með þeim. Loks gat svo staðið á, að menn vildu forða því, að barnsmæðurnar yrðu reknar af heimilum þeirra með valdboði.svo sem lög stóðu til, þegar kvæntir menn áttu börn með vinnukonum sínum effa hjákonum, er þeir vildu ekki láta frá sér víkja. Viðbrögð barnsfeðra, sem treglega gengust við afkvæmum sínum, voru þess vegna með ýmsum hætti eftir því, hvað olli undanfærslu þeirra Hinn mildari háttur var að fá ein- hvern annan til þess að gangast við faðerninu, og urðu þá oftast fyrir valinu lítilsigldir menn og umkomu- lausir, sem tókust slíkt á hendur fyr- ir einn effa tvo ríkisdali eða jafnvel aðeins rjólbita, enda höfðu þeir á eftir engan veg né vanda af barninu. Það voru hinir svonefndu snápar. Þegar miklum virðingarmönnum var þess konar vandi á höndum, gat þá borið við, að mönnum, sem ella hefðu ekki látið bjóða sér slíkt, þætti að því upphefð og framavon aðgangast viff barni, og margur keypti sér með ÞAÐ JAÐRAÐI VIÐ BORGARASTYR.JÖLÐ Á SUÐURNESJUM 516 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.