Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Síða 13
-OFTSYN YFIR HAFNIR
(Ljósmynd: *>•*«♦ °;nr Jóseo^son).
þeim hætti brúði, er hann hefði ekki
annars átt kost á. Dæmi voru líka
um það, að feður kúguðu unga syni
sína til þess að gerast snápar fyrir
sig, en heldur mun það hafa mælzt
illa fyrir að jafnaði og spratt iðulega
af því fjandskapur á milli feðga.
Ekki voru menn síður óbágir á að
sverja fyrir börn, og virðist rík bók-
stafstrú fólks ekki hafa staðið hið
minnsta í vegi fyrir eiðum, er áreiðan-
lega hafa oft ekki verið særir. í öll-
um gömlum þingabókum er krökkt
af slíkum svardögum. Þessa eiða sóru
jafnt ríkir menn og fátækir, bændur,
vinnumenn og prestar. Virðist al-
menningi ekki hafa þótt þess háttar
neitt tiltökumál, en var þó illa látið,
ef minni háttar menn sóru fyrir börn,
er lentu fyrir þær sakir föðurlaus á
sveitarframfæri. Það kom nefnilega
við pyngju hinna dyggðugu samþegna.
Það var þó ekki nema stundum, að
þessir eiðfúsu menn neituðu ~Sam-
blendi við stúlkurnar, heldur var hitt
jafntítt, að því væri borið við, að
nokkru skeikaði um róttan meðgöngu-
tíma, og var þá háð mati sýslumanna,
hvort þeim var leyfður eiðurinn. Er
jafnvel ekki grunlaust um, að stund-
um. hafi sýslumenn þegið nokkra
þóknun fyrir greiðvikni í þessum efn-
um, þegar þeir áttu í hlut, er gátu
látið eitthvað af hendi rakna. Að
minnsta kosti lék það orð á, að surnir
þeirra hefðu útsjón til þess að láta
sér margt verða að féþúfu.
Það var því síður en svo, að for-
ráðamenn þar á Suðurnesjum stæðu
andspænis fáheyrðum vanda, þótl
þeir, sem Guðrún Björnsdóttir til-
greindi sem feður að barni sínu,
synjuðu þess þverlega. Og hún var
stúlka af því tagi, er menn kinokuðu
sér ekki svo mjög við að sverja fyrir.
Ekki varð heldur neinn uppnæmur,
þegar það fór að kvisast og var jafn-
vel haft eftir barnsmóðurinni sjálfri,
að Jón í Kirkjuvogi hefði farið þess
á flot við vinnumann sinn, Eirík
Gunnlaugsson að nafni, að hann tæki
að sér faðernið. Þess konar hafði oft
spurzt áður i öllum sveitum á íslandi.
Samt voru þeir margir, sem ekki
iétu sig einu gilda, hvernig þetta
mál leystist. Þar stóðu fremstir hrepp
stjórarnir í Rosmhvalaneshreppi og
Hafnahreppi. Hreppstjórar Iandsins
vissu enga plágu ægilegri en sveitar-
þyngsli. Öld fram af öld var háð
linnulaust stríð sveitarstjórna um
ómaga og framfærslueyri, og engra
bragða var svifizt i þeirri viðureign.
Ómagar, sem urðu þrætuepli, voru
fluttir fram og aftur milli sveita,
jafnt kornbörn sem karlæg gamal-
menni, fátækt fólk var hrakið úr ein-
um hreppi í annan, svo að það yrði
ekki sveitlægt utan fæðingarhrepps
síns, einkum ef atorka þess svaraði
ekki frjóseminni til, giftingaráform
voru bönnuð eða komið i veg fyrír
þau eftir geðþótta, margvíslegum
brögðum var beitt til þess ag sveit-
festa þá í öðrum byggðarlögum, er
grunsamt þótti, að yrðu ósjálfbjarga,
og tregðazt við að greiða áfallnar
skuldir áratugum saman. Mest orð
fór af þeim hreppstjórum, sem harð-
skeyttastir voru í þessum efnum.
skuldseigastir og afskiptasamaslir urn
annarra hagi.
Nú stóð svo á um Guðrúnu Björns-
dóttur, að varla leyfði af, að húu
gæti séð sjálfri sér farborða, og
engar líkur voru til þess, að hún
gæti fóstrað Solveigu litlu, án þi-ss
að fullt meðlag kæmi til. Sjáif st'.i
hún sveit í Rosmhvalaneshreppi, ,jr
Hafnamenn grunaði sterklega, : ð
hreppstjórar þar hefðu hug á þvi v ’
koma framfærslu barnsins á 'p«.
ekki gengist við því faðir. er
fyrir uppeldi þess. Áttu Ilafnamervr
þar ótrauðan fyrirliða í sUknm sok
um, þar sem var Jón í Junkaragerð:
í Rosmhvalaneshreppi voru einkum
til forsvars Þórður Gissurárson i
Flankastöðum, Jón Eyjólfsson á
OG BARN VAR FLUTT SVEITARFLUTNINGI ELLEIU SINNUM
T I M 1 N N
S UNNUD AGSBLAÐ
517