Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 19
hárgreiðslu. Þú ert kona, þú hlýtur að skilja það. — Eg! Gertrud réttist í stólnum og var nú aðeins móðir. — Og hvað ætlarðu að gera? Og hvað heldurðu að fólk segi (svona tala mæður í raun- inni enn)? Þú segir sjálf, að þú sért fullorðin, en nú á tímum . . . ég á við, að núorðið þarf svona nokkuð ekki að koma fyrir og svo getur þér skjátlazt, vina mín. Síðustu orð hennar voru vonarglöð og Lena flýtti sér að rísa á fætur. Hún stóð andartak og gnæfði' hátt yfir móður sína eins og hana sundl- aði, en svo stóð hún grafkyrr. Róleg- ar hendur lyftu jakkanum til hliðar og Gertrud hrökk við. — Hérna, sagði Lena og lagði aðra hönd á magann. — Hér er barnið mitt og mér skjátlast ekki, það máttu bóka. Þetta er lítil vera með eigin hendur, fætur og höfuð og einstöku sinnum — þegar þag vekur mig og hreyfir sig — þá er ég svo glöð, svo glöð yfir . . . — Já, já, vina mín, láttu nú ekki svona, sagði Gertrud og reyndi að bæla niður æsinginn í röddinni. Lena gekk út að glugganum og Gertrud starði með ókunnugum aug- um á dóttur sína. Ef Gústaf hefði lifað, þá hefði hann hjálpað okkur núna, hugsaði hún í örvæntingu sinni, en svo vissi hún, að þess óskaði hún alls ekki. Gústaf hafði aldrei skilið hana, aldrei viljað skilja nokkurn skapaðan hlut. Eftir nokkurra ára hjónaband hafði hann dáið. Allt, sem hann gerði og sagði, einkenndist af hógværð og lítillæti. Aldrei hafði hann hækkað róminn, skellt á eftir sér hurðum eða hlegið að neinu, aldrei hafði hann talað um neitt. Hversu oft hafði hann ekki staðið þarna við gluggann og þagað orð hennar í hel. Hversu oft hafði hann ekki yppt öxlum og sagt, ag það þyrfti ekki að eyða í þetta orðum. Eyða orðum, sagði hann alltaf. Eins og orð væru bara glærir dropar, sem rynnu úr fullri vatnsfötu. Ef Gústaf hefði lifað, þá hefði hann staðið þarna við gluggann dálitla stund og síðan kveikt sér í vindli og byrjað að tala um annað. Hann hefði sagt, að þau ættu ekki að skipta sér af, ekki eyða orðum . . . Hamingjan góða, hugsaði Gertrud, hún er ná- kvæmlega eins og Gústaf. Sami bak- svipurinn, sami hálsinn. Allt var ná kvæmlega eins og á Gústaf. Hún roðnaði við uppgötvunina Hún lyfti hendi eins og til að lagfæra eitthvað. — Þú ert svo róleg, eins og ekk- ert hafi gerzt, sagði hún ásakandi. Hvað ætlarðu að gera? Fimmta mán- uð. Hvað eigum við að gera? Eg hafði þó sannarlega ekki búizt við þessu . . . Lena horfði út um gluggann án 'þess að segja orð. En hún brosti. Und- arlegu brosi, sem kannske gat eins verið grátviprur. — Þú talar um þetta eins og ógæfa hefði dunið yfir okkur. Geturðu ekki skilið, að þetta er hamingja? — Hamingja? sagði Gertrud. Það er unnt að segja orð á marga vegu. Gertrud hafði sérstakt lag á að segja þetta orð. — Hamingja? Hvað áttu við? — Ekkert, mamma, ekkert. Gleymdu því. Það tekur því ekki fyr- ir mig að útskýra það. Mér fannst bara, að ég þyrfti að segja þér þetta, svo að þú vissir það. — Eg veit eki nokkurn hlut. En móðir fær aldrei neitt að vita fyrr en um seinan. En þá getur hún . . . — Það verður um miðjan apríl. Apríl. Blár himinn. Blómin að springa út. Vorvindar leika yfir land- ið. Regn, sem grætur á rúðunum. — Apríl! Það var þá í sumar. í sumarleyfinu. Þú ætlar þó ekki að segja mér að . . . — Nei, mamma, ekkert ómerkilegt daður við útlending. Það byrjaði löngu áður, hér heima. Hann kom á eftir mér. Eg flúði ekki, vegna þess að ég vildi ekki flýja. Gertrud renndi fingrum gegnum hárið, en svanurinn er stoltur og þol- ir ekki slíka framkomu. — Segðu mér, að þú sért, þrátt fyrir allt, dálítið glöð, mamma, sagði Lena og stóð enn jafnþráðbein við gluggann, svo róleg eins og þetta VÆRI hamingja. — Glöð! Já, auðvitað er ég glöð, væna mín. " — Eg verð að fara núna . . . við getum talað um ^etta seinna. Þegar þú hefur vanizt tilhugsuninni. Þegar þú skilur. Ertu sár? — Nei, vina mín, sár. Nei, nei. Hárgreiðslumaðurinn í París hefði grátið blóði, hefði hann séð svaninn núna. — Við verðum að vera hugdjörf, sagði monsieur. Ötidyrnar lokuðust hljóðlega. Gertrud borðar þrjá vanilluhringi og drekkur kalt te. Gengur fram og aftur og leitar að sinni vanalegu rósemi. En frammi í ganginum liggur svarti hatturinn og bíður. Rist, rast, slörið á bak og braut. Liggur á gólf- inu eins og sót. Víst fer hatturinn honni veL Víst getur hún sett hann upp Við skirn- ina. Enginn myndi trúa því, að hún væri amma. Enginn. J. K. þýddu ! Glettur og gamansögur >gur | Garpur á ferð. Grfmur græðari, sá er Jónas Hall grímsson orti um, bjó á Möðrufelli í Eyjafirði. Hann lýsti vindmyllu á þennan alkunna hátt: „Fyrst er spýta, svo er spýta, svo er spýta f kross, svo er spýta upp, svo er spýta niður, svo er spýta um þvert, svo er spýta, svo er spýta, svo kemur allt í ganginn". Einu sinni sagðrst Grímur hafa verið á ferð fótgangandi f Þingeyjar sýslu, og var hann varaður við mann ýgu nauti, er þar gekk á heiðum. Grímur var ekki smeykur við tudda og lagði á heiðina. Þegar hann kom að gili á heiðinni sá hann hvar nautið kom öskrandi. Brá hann sér þá niður í gilið, en nautið staðnæmdist á gilbarminum og seildist niður til hans með tung unni. Gerði Grímur sér þá hægt um hönd, greip utan um tunguna og sveifl aði tudda yfir á hinn gilbarminn. Síð- an hélt græðarinn leiðar sinnar ó- áreittur í annað sinn var hann á ferg með manni, sem honum leiddist. Þegar þeir voru komnir á móts við Kropi í Eyjafirði, afréð Grímur að rfðí manninn af sér. Hvatti hann hryssu sína, úrvalshross, og sló í hana. Var gusturinn af svipuólinni slíkur, að maðurinn fauk af hesti sínum aust ur fyrir Eyjafjarðará. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 522

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.