Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Síða 21
Kolkrabbar í sjón og reynd
Framhald af 515. siðu.
einn bátur með nokkurra manna á-
höfn dregur yfir tvö þúsund kol-
krabba á einni klukkustund.
Mikill hluti þess magns, sem veið-
ist af tíarma kolkröbbum, er notað
í beitu, sem þykir með afbrigðum
góð.
Ein þjóð stendur öðrum framar,
hvað varðar kolkrabbaveiðar. Það eru
Japanir. Árið 1952 veiddu japanskir
fiskimenn 600.000 tonn af kolkröbb-
um, og þeir veiða að meðaltali mörg
um sinnum meira en allar aðrar þjóð-
ir, sem stunda þessar veiðar, til sam-
ans.
Það hefur aldrei verið jafnmikið
vandamál og nú, að afla nægrar fæðu
handa íbúum jarðarinnar. Það er
varia of djarft að áætla, að færu aðr-
ar þjóðir, sem ráða yfir kolkrabba-
miðum, að dæmi Japana og legðu
ríka áherzlu á þessar veiðar, fengist
fæðutegund, sem tiltölulega lítið hef
ur verið á boðstólum í heiminum
fram til þessa .Það er lítil hætta á
ofveiði, því að staðreyndin er sú, að
mergð kolkrabba í sjónum er nokkr
um sinnum meiri en núverandi magn
nytjafiska.
Það er vart hægt að fjalla um kol-
krabba án þess að minnast á risa-
kolkrabbann. Hann er stærstur allra
hryggleysingja. Og það er engin
þörf á að ýkja lýsinguna á honum,
því að raunveruleikinn sjálfur er
nógu hrollvekjandi. Stærstu risakol-
krabbar hafa fálmara, sem eru um
15 metrar á lengd, sjálfur líkaminn
er um 4—5 metrar, augun eins og
stórar undirskálar og armarnir eru
eins sverir og mannslæri. í miðj-
unni, þar sem armarnir ganga út frá
bolnum, er nefið, sem minnir á risa-
vaxinn páfagauksgogg. Armar og fálm
arar eru þaktir sogskálum, sem eru
um tvo og hálfan þumlung í þver-
mál. Það er álit manna, að risakol-
krabbi geti orðið allt að tuttugu og
fimm metra langur og um eitt tonn
að þyngd.
í októbermánuði árið 1873 voru
tveir fiskimenn og tólf ára drengur
að fiskveiðum úti fyrir Portugal Cove
á Nýfundnalandi. Þá sáu þeir eitt-
hvað fijóta á sjónum, sem þeir héldu
að væri einhvers konar rekald. Annar
maðurinn stakk gogg í það. „Rekald-
ið“ brást liart við, og risavaxinn fálm
ari teygði sig upp úr sjónum og
greip heljartökum utan um bátinn,
samtímis kom styttri, en sverari arm
ur upp úr sjónum og vafðist utan
um bátinn. „Rekaldið“, sem var auð-
vitað risakolkrabbi, lét sig nú síga
í sjó, og dró bátinn með sér. Fiski-
mennirnir voru svo skelfingu lostnir,
að þeir höfðust ekki að, heldur biðu
dauða síns án þess að hreyfa hönd
eða fót sér til varnar. Vatnið byrj-
aði að streyma inn í bátinn og eftir
nokkrar sekúndur hlaut hann að
sökkva. En drengurinn, sem hét Tom
Piccot, lét sér ekki bregða, þótt hin-
um fullorðnu féllust hendur. Hann
þreif litla handöxi, sem lá á botni
bátsins og lét hana ríða á fálmurum
og örmum kolkrabbans. Það mátti
ekki seinna vera; báturinn rétti sig
aftur, kolkrabbinn var enn við hlið
hans og gerði örvæntingarfullar til-
raunir til þess að ná undirtökunum,
en það var of seint, Tom hafði lamað
bardagagetu hans. Hann spýtti frá
sér kolsvörtu bleki og hvarf í djúpið.
Það síðasta, sem þeir sáu, var bol-
ur hans, og gizkuðu á, að hann hefði
verið sex eða sjö fet að þvermáli.
Mennirnir reru að landi eins íljólt
og auðið var. Tom tók arminn og
fálmarann með sér sem sigurtákn.
Hann fleygði arminum, sem hundarn
ir gæddu sér á, en fálmarann varð-
veitti hann og seldi hann síðan prest-
inum á staðnum, sem mældi hann,
— samkvæmt þeim mælingum var
þessi afhöggni fálmari nítján feta
langur, og ummál hans var þrír og
hálfur þumlungur, og lét prestur svo
ummælt, að hann væri óskaplega
sterkur og þéttur í sér.
Eg átti einu sinni tal við norsk-
an flotaforingja, sem eitt sinn var
á tankskipinu Brunswick, sem var
15.000 lestir að stærð. Hann sagði
mér, að þrisvar sinnum ‘hefði kol-
krabbar ráðizt á skipið á árunum 1930
—1933. Skipið var í öll skiptin stott
hans var um 30 fet.
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
525