Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 4
 Söguþráður nokkur borgfirzkur hef- ur varðveitzt frá fornum tíðum og fram á okkar dag með nokkuð sér- stæðum hætti, og er þar betri hálfur skaði en allur; jnyndi okkur fyrir víst Jþykja skárra en ekki að hafa í svipuðum ham sögur þær fornar, Gauks sögu og aðrar, er týnzt hafa - með öllu, þótt nokkuð hefðu þær fjar- ' iægzt uppruna sinn við slíkan feril. Árið 1897 kom út í Reykjavík á . ; kostnað Sigfúsar Eymundssonar lítið '/ kver, Sagan af Skáld-Helga. í stutt- um eftirmála gerði Sigfús þá grein fyrir sögunni, að Magnús hrepp- stjóri Jónsson í Tjaldanesi, annálað- ur fróðleiksmaður, hafi skrifað sögu þessa upp 1856 eftir mjög gamalli bók, „skrifaðri með fallegri settlet- urs skrift, mikið bundinni, en þó vel iæsilegri; á þessari bók voru marg- ar fleiri sögur og kvæði.“ Þrátt fyrir þessar upplýsingar voru menn litlu nær um uppruna sögu þessarar; en sagan hefur komið út á ný í Íslendíngasagnaútgáfu próf. Guðna Jónssonar, og er hún prentuð þar samkvæmt eiginhandarriti höf- undar; mun þó vafasamt, hvort hægt er að tala um höfund í þessu tilfelli. Sagan er skráð af Gísla Konráðssyni sagnaritara (d. 1877) skömmu eftir 1820. Margur óbreyttur lesandi mun á sínum tíma hafa haldið, að hér væri um raunverulegt fornrit að ræða, enda var Gísla Konráðssyni nokkuð lagið að stæla rithátt fornsagna, ef hann vildi 'það við hafa. Þó getur það varla hafa blekkt þá, sem rýnir gátu talizt í fornum bókmenntum, og hversdagsstíll Gísla er alls staðar á gægjum. En sögu þessa skráði Gísli ■ eftir fornum rímum, sem enginn veit framar höfund að. Skáld-Helga- rímur eru sjö að tölu og ortar undir ýmsum bragarháttum. Þær eru í tölu hinna elztu rímna, sennilega frá 15. öld, og þykja ágætlega kveðn- ar. Höfundur þeirra er einn þeirra rímnaskálda, sem yrkja sjálfum sér til hugarhægðar út af annarra sorg- um: Kvað ég þá fyrr með kátri lund kvittr af allri pínu, ber ég nú ei svo blíða stund að brosi ég í hjarta mínu. Ljúfar meyjar listug orð lokki af skáldum úngum; ég mun segja af seimaskorð sögu með raunum þúngum. Rimurnar eru ortar eftir skrifaðri sögu af Skáld-Helga, sem síðan hef- ur glatazt með öllu. Samkvæmt rímunum (og sögu Gísla Konráðssonar) er efni Skáld- Helga sögu í stuttu máli á þessa leið, en það er frá fyrra hluta 11. aldar: Fyrst segir frá landnámsmönnum í Þverárhlíð, og eru leiddir til sög- Þorsfeinn frá Hamri, höfundur þessarar grein ar, er sjálfur ættaður úr ÞverárhlSÍÍ, eins og sháldií, sem hann- skrifar hér um. unnar Þórður bóndi á Höfða, Helga- son, Ásgeirssonar landnámsmanns á Hamri (þarna er réttara Hömrum) og Halldór bóndi á Höll, „gildur bóndi, vitr maðr ok kallaðr nokkut grályndr“. Sonur Þórðar er Helgi skáld, „vaskr maðr ok vel hugaðr, meðalmaðr vexti, dökkr á hár ok at öllu drengiligr“. Halldór á Höll á dætur tvær, Þórdísi og Þorkötlu, og er Þorkatla þeirra vænni. Skáld- Helgi fellir ást til hennar, er veldur miklum glundroða þar á bæjunum, svo að Halldór bóndi forðar dóttur sinni til vinafólks vestur í Dölum. Þorkatla bar og gagnkvæman hug til Helga, og verður andstreymi þetta báðum til mikils ángurs.-Helgi kvæn- ist að frænda ráði Þórdísi, systur Þorkötlu, en nýtur af henni lítils yndis. Síðan fer Helgi skáld utan til hirðar Eiríks jarls Hákonarsonar, en siglir heim von bráðar; lendir hann þar fljótlega í mannvígum sakir kvennamála sinna og er sekur ger, en Þorkötlu fær hann eigi heldur en fyrr. Hún ráðleggur Helga utan- för á ný og suðurgaungu þar á ofan, og lætur hann að þeim orðum henn- ar, og við þessi ferðalög sefast harm- ar hans nokkuð. Að lokinni Rómar- för dvelur hann nokkuð í Noregi, en fer síðan alfari til Grænlands, og gerist síðari helmíngur sögunnar þar í landi með miklum ævintýrum; þar kvænist Helgi, en aldrei líður honum Þorkatla úr hug; lendir hann þar í margs kyns raunum. Undir lok sög- unnar kemur Þorkatla til Grænlands og nær fundi hins gamla elskhuga síns. Að sjálfsögðu eru samvistir þeirra vonlausar sem laungum fyrr: Skötnum verður ei skýrt til sanns um skilnað þeirra trauðan; hrjóta þótti hreystimanns hagl á kyrtil rauðan. Katla var borin á knörrinn út, Kári voðir hristi. Sköpuð var þessu skáldi sút, er skemmtan alla missti. Þorkatla siglir heim aftur með kaupmönnum, en fundur þeirra Helga hefur nægt henni til þúngun- ar; elur hún dóttur og andast skömmu eftir barnsburðinn. Dóttirin er send Helga til Grænlands tólf vetra; tekur hann henni tveim hönd- um og verður sorg hans mun minni síðan. Býr hann á Grænlandi til elli. Síðast segir af Þorbirni, syni Helga og Þórunnar konu hans, þótti sá helzti sérlegur í æsku, en varð hinn efnilegasti maður. Um sannindi sögunnar verður auð- vitað ekkert fullyrt, en líklegt má þykja, að hún eigi við svipuð rök að styðjast og fslendíngasögur almennt. Grænlandskaflinn er einna ævintýra- legastur hluti sögunnar. Nokkuð má ráða af Landnámabók, er getur Ás- geirs landnámsmanns: „Hann átti Hildi stjörnu, dóttur Þorvalds Þor- grímssonar brækis. Þeirra synir váru þeir Steinbjörn inn sterki ok inn stórhöggvi ok Þorvarðr, faðir Mæfu, er Hrifla á.tti, ok Þorsteinn inn þriðji, fjórði Helgi, faðir Þórðar, 676 TIMINN SUNN UDAGSBL AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.