Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 8
Kapphlaupið við tímann
taugar manna fer í,
og það er gamla sagan,
að þá fá menn í magann
alls kyns bölvaðar bólgur,
sem borgar sig varla að sker' í.
Fjöldinn allur af fólki
öngum sínum er í
út af tímahraki,
sem það kemur sjálfu sér í.
(Það segir sig líka sjálft,
að það gerir enginn með glöðu
geði að falla á tíma
með svo til unna stöðu.)
Og fólk er á harðahlaupum
um markaðstorgið mikla
til að missa ekki af góðum kaupum.
Og fólk er á hörkuspretti,
til að verða ekki of seint í vinnu;
— (vonandi, að enginn detti).
Og fjölmargir heimi hér í
á hlaupunum ætla að tryllast,
því að tíð er nú tekin að spillast,
og menn verða, hvað sem það kostar
að koma tvöföldu gler' f.
Og f jöldinn allur af fólki
er nú annað af tvennu:
titrandi taugahrúga
í tímahraksspennu,
eða það alveg frá er
af sprengmæði eftir allt spanið
eins og spretthlaupari f K.R.
En hvers vegna hverfumst vér f
hringiðu slíka,
í stað þess að láta oss líka
vel, það sem vér höfum fengið:
þrauthugsuð bjargráð að borða
og skothelda viðreisn að ver' f?
Það er farinn að þjá oss
huglægur hlaupastingur;
svo mikið er æðið á oss,
að enginn veit lengur,
hvað hann syngur.
Og taugar manna og magi
eru í miður góðu lagi,
eins og ég sagði áðan.
Og með tilliti til þess ástands
eru margir að hugs' um
að birgja sig upp af buxum,
brúklegum til að ger' í.
----------------------------------- |
200
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ