Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 13
andi til þess að tala máli hans við
sjálfan konunginn og umboðsmenn
hans. Þess var og skammt að bíða,
að vegur hans ykist sem ættir og
mægðir stóðu til.
Sýslumaðurinn í Vaðlaþingi
(Eyjafjarðarsýslu), Hannes Schev-
ing, andaðist 1. maí þetta sama vor.
Með fráfalli hans losnaði álitleg
sýsla og Jóni Pálssyni Vídalín var
af Fuhrmann amtmanni fengið bréf
fyrir henni.
Líður svo fram sumarið. En um
haustið þarf Jón að vitja sýslu sinn-
ar og heilsa upp á undirsáta sína
austan fjalla. Steinn biskup slóst
i för með honum. Meðreiðarsveina
hafa þeir og að sjálfsögðu haft.
Heimildir herma, að þessi ferð
legðist strax illa í Jón og hafi hann
kveðið svo við konu sína, þegar
hann kvaddi hana á Hólahlaði, en
hann var hagmæltur vel, eins og
hann átti kyn til:
Ykkur kveð ég öll í senn,
af því nú verð fara,
hingað kem ég aftur enn,
ef mig guð vill spara.
Og enn er sagt, að hann kvæði
við hana:
Fyrir mig ber hún þungan þrótt,
þrifleg menjagerður;
hesturinn kemur heim í nótt,
hvað sem um mig verður.
Aðrar heimildir segja, að Jón
kvæði þessa vísu í draumi við konu
sina siðar um haustið, og er það
senniiegra, eftir efni hennar. Þá
held ég einnig, að vísan hafi upp-
haflega verið svona:
Fyrir mig ber hún þungan þrátt,
þrifleg menjagerður,
hesturinn kemur heim í nátt,
hvað sem um mig verður.
Verður hún þannig skiljanleg, þar
sem Helga var langt gengin með
írumburð þeirra.
Og enn er sagt, að Jón Vidalin
kvæði þessa alþekktu stöku, þegar
þeir tengdafeðgar riðu fram Hjalta-
dalinn og upp á Hjaltadalsheiðina:
Far vel, Hólar fyrr og síð,
íar vel, sprund og halur,
far vel, Rafta- fögur- hlíð,
far vei, Hjaltadalur.
★
Nú segir ekki annað aí ferðum
embættismannanna fyrst um sinn
en að þeir riðu til Möðruvalla og
Munkaþverár. Steinn biskup lauk
erindum sínum fyrr en Jón og hélt
aftur vestur á undan honum. Jón
þurfti að þinga á nokkrum stöðum
og „birta Eyfirðingum bréf sitt fyr
ir sýslunni".
Það var ekki fyrr en undir miðj-
an októbermánuð, að sýslumaður
gat haldið heim til Hóla. Síðustu
nóttina, sem hann dvaldist í sýslu
sinni, gisti hann á Möðruvöllum,
en lagði fram Hörgárdalinn tíman-
lega daginn eftir, sem var laugar-
dagur, 12. október. Hann hafði
fengið til fylgdar við sig ungan og
ötulan mann úr Eyjafirði, Jón, son
Þorláks Grímssonar, prests í Mikla-
garði. Jón var tæplega tvítugur.
Þriðji maðurinn i ferðinni var 13
eða 14 ára unglingur, Hans Þor-
láksson Londemann, og hafði hann
fylgt sýslumanni að vestan.
Þegar þess er gætt, að liðið var
langt á haust, allra veðra von á
fjöllum og sýslumaður sjálfur ó-
kunnugur og óreyndur ferðamaður,
var þarna vissulega teflt á tæp-
asta vað. Þess er líka getið, að
sýslumaður hafi ætlað sér að fá
einhvern vaskan Hörgdæling til
fylgdar við þá vestur yfir heið-
ina og treyst á, að sú fylgd fengist
á efstu bæjunum. Hvernig sem það
var, brást sú fyrirætlan, og þrír
einir lögðu þeir upp frá Flöguseli
um kvöldið. Húsbændur löttu þá
þó fararinnar og buðu fram gist-
ingu, en sýslumaður vildi ekki
tefja.
Fljótlega eftir að þeir kvöddu í
Flöguseli, tók veður að ýfast af
norðvestri, og fylgdi bleytuhríð
fyrst, en síðar frost og fannkoma.
Hörgárdalsrunan er ærið löng ög
ekki greiðfær, þegar veður stendur
í fang og fönn fyrir fótum. Útlit
er fyrir, að færðin hafi verið orðin
svo þung, þegar þeir komu undir
heiðina og jökulinn, að þeir hafl
þá afráðið að skilja hestana eftir og
freista að ganga vestur yfir.
Veit nú enginn með vissu, hvað
næst gerist.
★
Þessa nótt og hinn næsta solar-
hring var versta veður í sveitum
beggja vegna fjaligarðsins, en fann
205
T I M1 N N - áUNNÚDAUSJJLAD