Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 14
burður til fjalla. Á mánudag, 14. október, rofaði svo til, að byggða- menn gerðu leit að þeim félögum, því að strax var óttazt um afdrif þeirra. Fundust þá hestar þeirra allir við Sandá, en það er þvergil efst í Hörgárdal. Bendir það til þess, að þeir hafi aldrei á heiðina farið. Næstu daga var svo leitinni haldið áfram af fjölmenni, þótt ó- hægt væri bæði færi og veður. Fund ust smám saman hnakkar þeirra þremenninga og fleira af farangri. svo og vettlingur Jóns Vídalíns og einhverjar aðrar flíkur. Mikill snjór var á heiðinni, og tók hann ekki upp fyrr en löngu seinna. Þá var enn mögnuð leitin, en kom þó fyr- ir ekki. Leið svo veturinn, og vissu allir, hver örlög þeir félagar hefðu hreppt á Hialtadalsheiði. Hin sviplegu afdrif sýslumanns- ins unga voru hvarvetna hörmuð, en þó hvergi eins og heima á Hólum og í Víðidalstungu. Ekkjan, Helga Steinsdóttir, varð kona létt- ari skömmu eftir helför Jóns, 29. október. Hún eignaðist sveinbam, og var því vitanlega gefið Jóns- nafnið. Sá Jón Vídalín lifði og varð nýtasti maður og klerkur. Hann þjónaði lengi í Laufási við Eyja- fjörð. Kona hans var Sigríður, syst- irSkúla landfógeta, en sonur þeirra Geir biskup Vídalín. Veturinn eftir slysið var harður. og leysti snjóa seint um vorið. Steinn biskup var á varðbergi og lét hefja leit að afgangi þeirra þremenninga strax og tök voru á og tilgangur einhver. Svo var það loksins „degi fyrir Jónsmessu" 23. júní, að lík þeirra fundust vestan til á heiðinni, nærri vegarslóðan- um, „við varða lítinn, heii og ó- skert“. Menn þóttust sjá merki þess, að Jón Þorláksson frá Mikla- garði hefði veitt sýslumanninum og sveininum unga hinzta umbúnað. lagt buru ofan á lík þeirra og brot- ið hana svo vel að allt í kring, að ekkert hafði rótazt. En sjálfur lá hann þar skammt frá undir síð- hempu sinni. Líkin voru flutt til Hóla og jarðsett þar. Þannig segir Gísli Konráðsson frá líkafundinum. En heimildum ber elcki í smáatriðum saman, hvað það atriði sögunnar snertir, en að mestu þó. Þá segir G.K. einnig: „Mörgum þótti undarlega aðberast, ei á lengri leið, því þaðan er þeir fundust er ei langur vegur ofan i Hjaltadal og yfir að Reykjum, íremsta bæ í dalnum að vestan.“ Hefur svo og löngum viljað verða, að mönnum komi margt á óvart um tildrög lífs og dauða. Hitt er víst, að ekki hafa þeir félagarnir linnt göngu þarna nema fyrir það eitt, að fjör og máttur hefur verið þrotið eftir löng fangbrögð við vályndar veðurnomir Hjaltadalsheiðar. ★ Svo sem áður segir hefur ferðin frá upphafi vega lagzt illa í Jón Vídalín. Enn eru til sagnir um það, að síðasti áfangi hennar hafi ekki hvað sízt valdið honum ugg og angri, enda ekki ólíklegt, að hon- um hafi hrosið hugur við að leggja á Hjaltadalsheiði undir nótt í tví- sýnu útliti, og hafa ekki traustari fylgd en hann hafði. Heimildir eru fyrir því, að þeir komi að Myrká á leið sinni fram Hörgárdalinn, og falaði sýslumaður þar fylgd vest- ur yfir, sem ekki var unnt, af ein- hverjum ástæðum, að veita hon- um. Þegar hann reið frá Myrká, kvað hann: Ó, hve tíminn er að sjá undarlega skaptur. Hvað mun dagur heita sá, að hingað kem ég aftur? Einhvern tfma um veturinn, eftir að lengi hafði verið leitað að þeim þremenningum án árangurs, vitr- aðist Páli lögmanni það í draumi, að lækur rynni undir hnésbætur Jóns sonar hans, þar sem hann væri niðurkominn. Sagði lögmaður ýmsum nákomnum frá þessu, en þegar líkin fundust stóð það heima, sem hann hafði sagt. Þá er það og í annála fært, að Jón heitinn hafi af forsjálni stungið fingur- gulli sínu upp í sig, áður en hann sofnaði svefninum langa, en fing- urgull það var bæði fagurt og dýrt sem siður var með heldrimönnum á þeirri tíð. Líkræningjar hafa ver- ið til á voru landi, Islandi, og sann- aðist það eftirminnilega hálfri öld, seinna, við aldurtila þeirra Rejmi- staðarbræðra á Kili, þótt engra lík- ur bendi til að slíkt hafi komið fyrir á Hjaltadalsheiði annó 1726. (Helztu heimildir: Húnvetningasaga G. K. (handrit), Annálar Hins íslenzka bókmenntafélags, Vísnakver Páls lög- manns Vídalíns, Manntal 1703, íslenzk- ar æviskrár, Sýslumannsævir B.B. og fleira). OFT HANGIR LÍFIÐ Á MJÓUM ÞRÆÐI Á Vestfjörðum eru brött fjöll, og hefur margur maður komizt þar í hann krappan. Hér fer á eftir ein saga af fjallaferð. Það var um haust. Snjór var kominn niður fyrir miðjar hlíð- ar. Þetta fjall er afarklettótt og varð að þræða eftir mjóum kletta syllum til þess að komast í smá- gilflesi, þar sem fimm kindur voru tepptar. Það var búið að bíða nokkra daga eftir þíðu veðri svo að hægt væri að komast að þeim. Svo illt sem það var að klifra þetta í frostleysu, var það helmingi verra, þegar snjór var og frost. Við fórum tveir í fjallið, Guð- jón og ég. Guðjón var talinn hættulega djarfur. Hann skreið það, sem kindur komust ekki. Þegar við komum upp í mitt fjallið, harðnaði snjórinn. Það reið á að sparka sig niður í fönn ina til þess að geta staðið. Efst var talsvert þétt skel, og hana varð að brjóta. Nú fylgdumst við að fram undir gilið. Þar átti ég að bíða í ganginum og stugga kindunum niður með gilinu, þeg- ar Guðjón kæmi með þær. Nú sá ég Guðjón hverfa inn fyrir gilið sem Idndurnar voru í, og heyrði hann hóa. Um leið sé ég, hvar hann rennur niður gilkinn- ina og hverfur. Ég vissi strax, að hann mundi ekki hafa sporað niður úr hörðu skelinni. Ég þótt- ist vita, að þetta hefði orðið hans síðasta för og bjóst ekki við að sjá hann í lifandi manna tölu meira. f þessu komu kindurnar stökkv andi heim klettaganginn og ég stugga á móti þeim, svo að þær fara beint niður með gilinu. Ég vogaði mér ekki að fara inn fyrir gilið að leita að Guðjóni. Það var svo tæpt. Stökk heldur niður fyrir klettana á eftir kind- unum. Sé ég þá, hvar Guðjón kemur þar óhaltur og óbæklaður Komumst við svo alla leið niður með kindurnar. Hafði Guðjón runnið niður fyrir klettabeltið og komið á endann ofan í snjóskafl og sat þar fastur. Varð það hon- um til lífs, að snjórinn var svona mikill. Annars hefði þetta verið ógurlegt fall. Ég sagði strax við hann: „Þetta skaltu nú iáta þér að kenningu verða“. Guðjón svaraði engu í fyrstu. Segir svo eftir nokkra stund: „Ég var orðinn smeykur“. Jón Arnfinnsson. 206 TtHlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.