Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 16
þrýstiklefa og fylgdist með tilrauna- dýrum, sem hann lét þar inn. Eltt sinn er hann hafði höggorm þar í miklum loftþrýstingi og var að gera þrýstinginn eðlilegan aftur, tók Boyle eftir lítilli loftbólu í öðru auga högg ormsins. Boyle vissi ekki hvað þetta var og það vissi enginn næstu tvö hundruð árin, eða þar til Frakkinn Paul Bert sýndi fram á að þetta væri köfnunarefni, sem leystist úr efnasamböndum við of hraða þrýst- ingsminnkun. Þrýstiklefi Boyles hafði engin á- hrif á kafanir. En slungnir fjársýslu- menn fundu leiðir til að notfæra sér tækið á annan hátt. Þrýstiklefar urðu fjarska vinsælt lækningatæki.Það var talið allra meina bót að fara í „loft- bað“ sem kallað var,-þ. e. a. s. vera í auknum loftþrýstingi um ákveð- inn tíma. Tízkulæknar fengu sér stór eflis lofttanka með sætum fyrir sjúk- lingana, og í sumum borgum voru til þrýstiklefar, sem gátu tekið fimmtíu og iafnvel sjötíu sjúklinga í einu. Nýir sjúkdómar, sem á þess- um tíma voru sem örast að finnast og hljóta sérstök heiti, bættust jafn- óðum við á lista þeirra. meinsemda, sem loftböðin áttu að geta læknað, Árið 1867 hafði þessi aðferð borizt vestur um haf, en í Bandaríkjunum voru ekki til nógu margir læknar til að anna eftirspurninni, svo að leik- menn hlupu þar í skarðið. f Frakk landi voru byggðir þrýstiklefar á hjólum, svo hægt væri að líkna mönn um í öllum héruðum landsins, og þar voru uppi ráðagerðir um smíði heils þrýstihúss, þar sem hægt væri að auka loftþrýstinginn á nokkur hundr- um manna i einu. Paul Bert var einn þeirra fáu manna á sínum tíma, sem notuðu þrýstiklefann til annarra þarfa en skottulækninga. Bert fæddist árið 1833 og lagði stund á læknisfræði og líffræði sjávarins. Hann var rót- tækur í skoðunum og talsmaður kven- réttinda, og árum saman hélt hann uppi ókeypis vísindakennslu fyrir ungar stúlkur, en þeim var þá ekki leyfilegt að nema þau fræði í frönsk um skólum. Þekktasta ritverk Berts fjallar um loftþrýstinginn og kom út árið 1878 og heitir La Pression bar- ométrique. Þetta rit var síðast gefið út á ensku árið 1943 og þá notað sem kennslubók fyrir flugmannaefni bandaríska flughersins. Fyrstu rannsóknir Berts beindust að áhrifum of lítils loftþrýstings og markmið þeirra var að ráða bót á öndunarörðugleikum fjallgöngu- manna og loftbelgjafara. Síðan vakn- aði áhugi hans á andstæðu þessa viö- fangsefnis, áhrifum óeðlilega mikils þrýstings, og þá tók hann að beina athygli sinni að köfurunum og starf- semi þeirra. En Bert skorti fé til að koma sér upp þrýstiklefa, sem var nauðsynlegt tilraunum hans, og því birtl hann auglýsingu í blöðunum, þar sem hann skoraði á menn að styrkja rannsóknir sínar á svipaðan hátt og konungur Bæjaralands hafði gert, er hann gerði Pettenkofer kleift að eignast nauðsynleg tæki til rann- sókna á eðlilegri öndun. Auðugur læknir að nafni Jourdanet varð við tilmælum Berts og gaf honum þrýsti klefa, og Bert hóf þegar í stað að athuga og mæla viðbrögð mannslík- amans við misjöfnum þrýstingi. Til- raunirnar gerði hann á sjálfum sér og konu sinni, og einu sinni hélt hann kyrru fyrir inni í klefanum í jafnþunnu lofti og því sem er á Everesttindi. Síðan sneri Bert sér að rannsókn- um á áhrifum þrýstings í hafinu og safnaði að sér upplýsingum frá köf urum. Sérstaklega notfærði hann sér reynslu dr. Alphonses Gals, fransks læknis, sem sjálfur hafði lagt stund á köfun til að fylgjast með viðbrögð- um manna neðansjávar. Árið 1866 tók Gal þátt í köfunarléiðangri til Grikklands, og í þeirri ferð var í fyrsta sinn notaður sérstakur útbún- aður, sem Frakkarnir Rouquayrol og Denayrouze höfðu fundið upp. Þessa tækis er getið í riti Vernes Kringum jörðina neðansjávar. Þar segir Nemo skipstjóri á einum stað við Arronax prófessor: „Þér vitið eins vel og ég, prófessor, að menn geta lifað neðan sjávar, ef þeir aðeins fá nægjanlegt loft til að anda. Kafarar eru klæddir í þunglamalegan búning með höfuð ið í málmhylki og fá loft að ofan með dælum og lokum.“ „Það er köfunar- búningurinn", segir prófessorinn, og Nemo heldur áfram: „Alveg rétt. En með þennan útbúnað er maðurinn ekki frjáls. Hann er bundinn vlð dæl una, sem sendir honum loftið, og ef við værum þannig tjóðraðir við Naut- ilus, kæmust við ekki langt“. Arr- onax spyr, hvernig hægt sé að koma úr þessum viðjum, og því svarar skipstjórinn svo: „Með því að nota Rouquayrol tækið, sem tveir landar yðar hafa fundið upp.“ Flestir lesendur bókarinnar hafa eflaust haldið að þetta tæki væri skáldskapur Vernes og á efri árum sínum taldi höfundurinn sjálfur sig hafa dreymt það. En tækið var til nokkrum árum áður en bókin kom út. Það var geymir, sem var festur á herðar kafaranum og innihélt saman- þjappað joft, sem síðan var leitt með slöngum að vitum hans. Með sérstök um útbúnaði var unnt að ákvarða þrýsting þess lofts, sem kafarinn and aði að sér. Dr. Gal fylgdist af beztu getu með köfun manna bæði í þessum skrúða og án hans. Hann mældi andardrátt kafaranna og blóðþrýsting þeirra á mismunandi dýpi. Sérstaka rækt lagði hann við að lýsa einkennum þeirra, sem biluðust eða létust við kafanirnar. Skýrslur Gals komust í hendur Berts og hann tók sér fyrir hendur að leita skýringa á vandamál- um kafaranna. Og áður en varði hafði hann komizt að hinu rétta. Fyrst tekur Bert til meðferðar all- ar eldri tilgátur um málið og vísar þeim á bug. Þjóðverji einn að nafni ™ Vivenot hafði haldið því fram, Rouquayrol-útbúnaðurinn, sem lýst er í sögu Vernes, 208 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.