Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 21
hljóðaðu miklu hærra. Hærra hljóð- aði frúin á Grund“. „Argur er sá hana hefur“ ÞOELÁKUR EINARSSON á Reyni- keldu átti dóttur, sem hann hafði hug á að gifta. Nú kom ungur mað- ur þeirra erinda að sjá stúlkuna, og grunaði Þorlák, hvað í efni var. Vildi hann því, að maðurinn sæi að þetta var kristilegt heimili og hóf að lesa lestur um kvöldið — var samt drukk- inn nokkuð. Allmjög var hugur hans bundinn við erindi piltsins, og þegar hann fór að syngja eftir lesturinn, gat hann ekki lengur orða bundizt og skaut inn í spurningum á milli þess, sem hann söng: „Sáluhjálp manns, sem augljóst er . . . ertu giftur, maður? . . . elsku mestrar útkrefur . . eruð þið allir giftir, bræður? . . . ágirnd svo hafa öllum ber . . mikið blessað blóð er hún Ástríður . . . argur er sá hana hefur. „Komdu á góunni “ BRYNJÓLFUR bóndi Brynjólfsson í Bolholti var forsjáll maður og fornbýll. Meðal annars keypti hann að jafnaði brennivínstunnu á lestun- um, og þó að hann forsmáði ekki sopann, var hann geyminn á hann eins og annað. Grannar Brynjólfs keyptu líka óspart brennivín, en margir þeirra höfðu annan hátt á, en Bolholtsbóndi, svo að það gekk fljótt til þurrðar hjá þeim. Oft kom fyrir, að þeir buðu Bryn- jólfi staup meðan til hrökk í tunnum þeirra, og þáði hann það með þökk- um. En viidu þeir renna á annað staup handa honum, sagði hann gjarna, og var ekki laust við, að nokkur sneið lægi í orðum hans: „Komdu með það á góunni“. ATHUGASEMD Þegar ég var fyrir fáeinum árum á slóðum Inkanna í Perú og sá ýmis þeirra dásamlegu verka, skrifaði ég dálítinn kafla um Inkana, er kom síðar í ferðabók minni frá Suður- Ameriku. Nú nýlega sá ég, að ein- hver K.B. skrifar í Sunnudagsblað Tímans una sama efni. Hafa ýmsir lesendur S.T. tjáð mér, að þeir telji, að þessi K.B. stæli grein mína eða jafnvel taki hana upp í ágrip úr bók minni. En ég hef heldur trú á, að það sé ekki. Líklegra sé, að hann hafi fróðleikinn úr erlendum bókum, sem svipaðar heimildir hafi verið í og ég hafði fyrir sögulegum heimildum minna greina. Hvemig sem þetta hefur verið, er vafamál hjá þessum höfundi að Bætur fyrir munk.. Framhald af bls. 203. aftur? Það er ekki vert að bíða eins lengi og síðast". „Engan hest handa mér“, sagði Jimmi afdráttarlaust. „Það fer flutn- ingavagn með húðir eftir tíu mínút- ur. Gefðu mér brauð og kjötbita — þeir geta komið í fyrramálið. Það er bezt fyrir okkur alla, að ég fari burtu um tíma“. „Ekki megum við hafna meðulun- um“, sagði O’Reilly ólikindalega. En Jimmi sagði hæðnislega: „Eftir litla stund munuð þið sjá, og eftir litla stund munuð þið ekki sjá mig“. Sjálfan grunaði hann ekki, hve sönn þessi orð voru. En iðrunin var þó farin að gera vart við sig, og viku síðar skriftaði hann fyrir hans ágæti, ábótanum á Mellereyfjalli. Þegar hann hvarf úr klaustrinu og gekk út til þess að „hreinsa sig af sakargiftunum", sagði ábótinn að siðustu: „Gleymdu því ekki, að þú skuldar okkur einn munk". Þessi orð ollu því, að háðfuglinn í Jimma glepsaði líkt og lax eftir flugu: „Hafið þér að gera með fleiri munka, faðir? Þeir deyja hvort eð er allir“. „Vertu ekki of djarfur, Jimmi Mc- Lee“, svaraði ábótinn. „Hver ælingi getur barizt með vopn í hönd — að minnsta kosti þessi nýju vopn. En að berjast með nakta sálina, Jimmi — sál, sem er nakin eins og ána- maðkur. Það er annað“. „Það verður að vera fólk utan klausturmúranna”, svaraði hinn heiðarlegt sé að tyggja upp frásagn- ir, sem höfðu komið nýlega í fjöl- lesinni og vinsælli íslenzkri bók, — þar sem mér virtist ekkert koma fram hjá honum markvert fram yf- ir það, sem var i minni grein. Vigfús Guðmundsson. -Vegna ofangreindrar athugasemd- ar Vigfúsar Guðmundssonar óska ég að taka það fram, að ég hef aldrei séð, hvað þá heldur lesið, ferðabók Vigfúsar frá Suður- Ameríku og vissi raunar varla um tilveru hennar fyrr en ofangreind athugasemd barst mér fyrir augu. Heimilda að frásögnum mínum um þjóðmenningu Inkanna er getið á bls. 1030 í II. árgangi Sunnudags- blaðs Tímans. — K.B. óbetranlegi stríðsmaður. „Á hverju ættuð þið annars að lifa?“ Þessum óháttvísu orðum svaraði ábótinn ekki öðru en þessu: „Þetta er heimskulega sagt af þér, Jimmi McLee. Guð elur önn fyrir okkur“. V. Enn líða þrír mánuðir, og lífið gengur sinn gang í klaustrinu. Munk- arnir hirða grísi sína og kýr, smíða, byggja og erja jörðina. Rækja mess- ur sínar. Hugsa. Og þegja. Þetta er eins og tilbreytingarleysi sjálfra miðalda fyrir þá, sem ekki reyna að skilja þá. Áreiðanlega allt annað fyrir þá, sem þarna eru inni. Svo klingir bjallan einn morgun, og litli, skorpni klausturþjónninn flýtir sér með miklu seinlæti að opna. Úti fyrir sér hann mannveru, sem hefur bundið handklæði um niðurandlitið. Honum finnst eitt- hvað kunnuglegt við þennan mann — og allt í einu rennur það upp fyrir honum: „McLee! Hvílík ánægja . . . en . . . en þú ert sjúkur — ertu með tann- pínu?“ Og Jimmi tekur upp úr vasa sín- um pappaspjald, sem hann hefur krotað á þessi orð: Hans ágæti, ábótinn. „Sjálfsagt, sjálfsagt!" segir litli maðurinn með ákefð. Hann grunar ekki, að neitt óvenju- legt hafi gerzt, þó að hann viti, að fólk utan múranna er sífellt að gera sig sekt um hið heimskulegasta at- hæfi. í sannleika sagt virðist hon um það ekki gera margt, sem skyn- samlegt sé. „Komdu með mér“, segir hann vingjarnlega. „Hans æruverðugheit veitir þér undir eins áheyrn". Og þegar Jimmi gengur inn til ábótans, er hann búinn að leysa af sér handklæðið. Svo virðist sem hinn virðulegi ábóti skilji, hvað er á seyði. Jimmi staðnæmist fyrir inn- an dyrnar, þögull með uppglennt augu, og þeir horfa rannsakandi hvor á annan, líkt og þeir séu í vafa um, hvor á fyrr að taka til máls. Loks opnar ábótinn munninn og segir líkt og í hálfgerðu spaugi: „Jæja, Jimmi McLee — þú kem- ur líklega ekki með munkinn, sem þú skuldar okkur?" Við þetta ávarp speglast ósegjan- legt ofboð, feginleikur og bæn í and- liti Jimma. Hann dregur pappaspjal* upp úr vasanum og réttir það fram. Ábótinn les það, sem á það er skrif- að. Þar stendur: Þér fenguð mig að lokum. Og þegar hann lítur upp, hefur Jimmi glennt upp munninn: T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAJB 213

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.