Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 3
inni. Brytinn var einkar þægilegur. Hann skrifaði allt hjá okkur. Ég málaði loftið í vélarhúsinu eins og fyrsti meistari lét annan meistara segja mér. Loftið í vélar- húsinu var næstum ósýnilegt fyrir rörum og pípum. Eg notaði litla kústa með löngu skafti og stóð á kassa og þurfti að smjúga á ótal vegu milli röranna til þess að kom- ast að hinu eiginlega lofti. Alveg eins og þegar maður fékk haus til að kryfja og átti að tína út og hreinsa og gefa nafn öllum æðum og taugum á gagnaugasvæðinu. Það mátti engin taug slitna og æðarnar áttu að hreinsast, þangað til þær glönsuðu eins og nýbónað stofugólf. Ég mátti ekki mála rörin og píp- urnar og hvergi skilja eftir helgidaga í loftinu, þó ég gæti alls ekki kom- ið auga á það fyrir rörum og píp- um. Enda hafði loftið ekki verið málað síðan hálffullir verkamennirn- ir i skipasmíðastöðinni höfðu verið að svíkjast um að mála það — á milli þess, sem þeir svolgruðu í sig bjór. Það var óþægilegt að mála loftið í veltingnum. Þá var kassinn á fleygi- ferð undir manni og erfitt að halda sér, því að allt í vélinni var brenn- andi heitt. Þá var bezt að sitja á einhverri dælunni, sem dældi sjó, og láta sem minnst bera á sér. Svo fór maður nú alltaf tímanlega í mat og kaffi. Verst var, þegar fyrsti meistari var á vakt og var að hreinsa skrúfur. Hann var með hrúgur af skrúfum fyrir framan sig og þurrkaði af þeim með olíublautum klút. Hann tíndi skrúfurnar upp úr öllum kirnum og liornum og sat og pússaði þær. Hann raðaði skrúfunum í margar tómar ávaxtadollur og bjórdósir. Síðan rað- aði hann dósunum inn í skápa. Þetta virtist óþrjótandi verk. Hann var óþreytandi við þetta. Svo þegar om- ið var að matartíma eða kaffihléi, fór hann eitthvað að dunda við stig- ann, sem lá upp úr vélahúsinu, svo að maður komst ekki fram hj;. hon- um. Þar var hann svo að skafa eða skrúfa eða eitthvað að dútla, sem ómögulegt var fyrir leikmann að sjá, hvað var, og hreyfði sig ekki úr stiganum, fyrr en matartíminn var liðinn eða kaffihléið. Fyrsti meistari skvetti sig eins og við hinir, en var alltaf allsgáður við vinnu. Þegar hann drakk, varð hann félagslyndur mjög og ósínkur á mjöðinn. Kom þá foringinn og konungslundin enn betur í íjós í fari hans, og vei þeim, sem eigi vildi þiggja, er hann bauð einn sterk- an. Fór hann þá eigi í manngrein ingarálit, heldur greip þann fyrsta, er leið átti fram hjá sölum hans. Við fengum mótvind fyrir íorð- urlandi. Það lá illa á okkur. Barn- ingurinn dró úr ferðinni. Við skömm uðumst út í allt og alla í messan- um. Við skömmuðum stjórnarfarið í landinu, sem dæmdi okkur til ei- lífrar fátæktar. Við báðum guð og góðar vættir að veita okkur lens, svo að við kæmumst fljótar frá ströndinni og út og heim aftur. En oftast var brytinn og störf hans aðalumræðuefnið hjá okkur í mess- anum. Við tættum hann í sundur í háði. Við sviptum hann ærunni. Hann var óforbetranlegur drykkju- rútur og kvennaflagari. Hann var mesti nirfill, svindlari og sóði í ís- lenzka flotanum. Hann fékk víst bara að vera um borð fyrir náð. Bezta skinn var hann reyndar — inni við beinið, þótt hann væri subba. Hann var breyskur, en greið- vikinn og þægilegur. Hann fékk víst aldrei að vita, hvaða álit við höfð- um á honum. Og þegar hann var fullur og ófær til vinnu, matreidd- um við fyrir hann. Þá var steikt flesk og egg eins og hver vildi, mjólk og slátur, skyr og rjómi, ávextir og ís. Brytinn datt í það, þegar hann opnaði tollinn til þess að gera okk- ur greiða. Þá drakk hann með okk- ur og sagði okkur sögur. Okkur þótti þá vænt um brytann, og hann skreið á gólfinu í klefanum sínum og sýndi okkur, hvernig hann hefði farið að því að varast kúlur óvin- anna. Hann var gamall soldáti. Hann skreið á gólfinu með eldhússaxið á milli tannanna og froðufelldi af vígahug. Hann hafði ekki tölu á öllum þeim fjölda, sem hann hafði sent til feðra sinna — þarna, þeg- ar hann tók þátt í hildárleiknum. Við gengum ekki ríkt eftir tölunni á öllum þeim fjölda, en þágum góð- gerðir hjá brytanum og hrósuðum honum fyrir hreystina og kjarkinn, og fyrir það, hve hann var góður og hugmyndaríkur matsveinn. Klef- inn hans var stór og veggirnir íakt- ir myndum af fegurðardísum. Þegar maður átti að vekja oryt- ann, var stundum erfitt að finna hann, þvi að klefinn var svo stór. Og svo svaf hann oft á óþægileg- ustu stöðunum í klefanum — eins og til dæmis minnsta stólnum. Hann hringaði sig þá á stólinn ein„ og köttur, þó að kojan væri við hlið- ina. Hann svaf eins og örþreyttur hermaður að lokinni orrustu, og eng- in leið var að vekja hann. Það var barningur, er við kvödd- um sögusvið Hrafnkels karlsins Freysgoða og steyptum stömpum í áttina til lands hinna fornu fjenda brytans, Húnanna. Fyrsti meistari fægði skrúfur og setti þær í dósir Ég málaði loftið og reyndi að skilja ekki eftir helgidaga. Brytinn var uppi og bar okkur soðinn þorsk og velling. Við húðflettum hann í mess- anum og formæltum honum fyrir nízkuna og sóðaskapinn og stálum okkur mjólk í kælinum. Lífið gekk sinn vanagang um borð, og ókunn ævintýri og tvist fram undan. Við gerðum lista yfir það, sem við ætl- uðum að kaupa handa konunni og krökkunum. Svo yrði það víst aftur ströndin, er við kæmum heim. UM VÍSUR í sunnudagsblaði Tímans, (lesbók) 18. okt. 1964 skrifar Halldóra B. Björnsson grein, er heitir: Fýkur í hendingum. -— Þar birtir hún vísuna: — Bæði sníður breitt og sítt — sem, hún eignar þar Eyjólfi i Ilvammi, og að Guðríður í Múlakoti hafi svarað honum með vísunni: — Þannig getur fréttir flutt — .Báðar þessar vísur eru í Ritsafni, bók Theódóru Thor- oddsen og þar eignaðar Jónasi Gísla- syni, sem kallaður var Skógstrend- ingaskáld. Þar er tilefnið sagt að hafi verið það, að Jónas hafi falast eftir húsmennsku hjá hjónum, sem bjuggu þar á Ströndinni. Bóndi hefði tekið vel í það, en húsfreyja aftekið með öllu. Þótti þá Jónasi við konuna og kvað: Bæði sníður breitt og sítt bús af efnum fínum konan, sem að pilsið prýtt passar manni sínum. Þar er einnig sagt að hagyrðingur nokkur, Jóhann Jónsson að nafní, hafi svarð Jónasi fyrir konuna með vísunni: Svoddan getur fræði flutt flókinn eins og refur, mannorðið sá mjótt og stutt mörgum sniðið hefur. Báðar þessar vísur eru teknar orð- réttar úr bók Theodóru. f bókinni: — Bóndinn á heiðinni — eftir Guð- laug Jónsson, er fyrrí vísan einngi talin vera eftir Jónas Gíslason Skóg- strendingaskáld, og tilefni greint sama, en síðari vísan eða svarvísan er þar ekki. Ég lærði fyrri vísuna, þegar ég var unglingur og heyrði hana alltaf eignaða Jónasi. — Hverj- ir eru hinir réttu höfundar að vís- um þessum, skal ég engan dóm á leggja, vildi aðeins geta þess, að vís- urnar eru prentaðar í tveimur bók- um og höfundar og tildrög vísnanna önnur en í lesbók Tímans 18. þ.m. Jóh. Ásgeirsson. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.