Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 6
ins, — hann var að ræða um sköp- un heimsins við okkur fermingar- börnin: Varla trúi ég öllu enn, sem aðrir kalla fullan sann. Ég get ekki skilið, góðir menn, að guð hafi skapað andskotann. Það má vera, að þessar vísur séu svolítið misjafnlega ómerkilegar. Ég sendi dóttur minni, sem er í Sví- þjóð, þessa veðurlýsingu í vetur: Fellin grána, stormar stund, styrkir ána klakinn. Svellin blána, gaddar grund, glottir máninn hrakinn. Stundum verður manni að leggja við hlustirnar, þegar einhverjar hörmungar ganga yfir: Sorgir dynja, þjáist þjóð, þegnar stynja, pínast. Borgir hrynja, falla flóð, fagrar minjar tínast. En tíminn jafnar yfir flest, sem á dagana drífur. Flestir líklega muna lengst sína eigin bernsku. Sporin gleymast, munir mást, manna eymist gengi. Vorin heima, æskuást, ýmsa dreymir lengi. Þetta varð einu sinni til í vor- kulda, rétt fyrir sauðburðinn: Vermdu, drottinn, freðin fræ fram til innstu dala. Láttu sól og blíðan blæ blómin vekja af dvala. Veittu þína vernd og hlíf, verði kaldar nætur, þegar nýfætt, lítið líf langar að rísa á fætur. Glóeyjar við geislabrá grænki skógarrunninn, líka vaxi lítil strá og lambagras í munninn. Hér er ein, sem máske mætti nota 1 vísnahallæri. Hlýnar blærinn, veður vær, vetur tærist, þíðist. Dvínar snærinn, færist fjær, foldin nærist, skrýðist. Á veggjum hjá Iföskuldi hanga myndir af gömlum vinum hans, hús- dýrunum. Þar eru reistir gæðingar, hrútar með tignarlegar hornakórón- ur og seppar með tryggð og göfug- lyndi í augnaráðinu. — Húsdýrin, það væri of langt og erfitt mál, til þess þyrftum við hálf- an mánuð. Sjáðu myndina af þess- um hundi. Hann situr þarna fyrir með síðustu hrútunum mínum. Það var síðasta morðið, sem ég framdi. Ég held við ættum að sleppa hest- unum. Mér finnst bezt að hugsa einn um þá. Annars get ég sagt þér eina litla sögu, ef þú vilt. Það var eitt sinn snemma vors, að kon- an þurfti til læknis' upp að Klepp- járnsreykjum. Hún fór _ á hvítum hesti, sem við áttum. Á hálsinum milli Skorradals og Lundarreykja- dals stytti hún sér leið og fór yfir girðingu, sem lá niðri. Það var gadda- vírsgirðing með sex strengjum. Hún fór af baki og ætlaði að teyma hest- inn yfir girðinguna. En þegar hest- urinn hafði stigið yfir fyrsta streng inn, hikaði hann og færði sig aftur á bak. En við það, að hann færði fótinn aftur, festist vírstrengurinn undir skeifuhælnum. Konunni leizt ekki á blikuna, ef hesturinn fældist nú við þetta, og hún alein langt frá mannabyggðum. En hesturinn var hinn stilltasti og beið rólegur, með- an hún losaði vírinn undan skeif unni. Nú berst talið að Skorradalnum, þjóðsögum, sem við hann eru tengd ar. — Hefurðu ekki heyrt talað um skrímslið í Skorradalsvatni? Það var einhvern tíma, að húsfreyjan í Hvammi tók brekkusnígil og lagði hann í trafaöskjur sínar og gull- hring undir. En næst er hún leit í öskjurnar, sá hún, að snígillinn var orðinn geysistór. Hún varð hrædd og fleygði öskjunum með öllu sam- an í vatnið. Ormurinn hélt svo áfram að vaxa þar. Mönnum stóð vitanlega stuggur af því, ef ormur inn yxi endalaust, og var þvi feng- ið kraftaskáid til að ráða bót á því. Það hefur alltaf legið í landi þar, að menn væru liðtækir á því sviði. Nú var þulið eitthvað kjarngott yf- ir orminum, svo að hann varð fast- ur á báðum endum, en hann gat skotið upp kryppunni. Þegar svo kryppuna bæri yfir Dragafellið, séð heiman frá Hvammi, átti heimsend- ir að vera í nánd. En fellið hefur víst aldrei sézt alveg allt undir kryppuna. Ég sá skrímslið einu sinni á mínum fyrstu árum í Vatnshorni, en aldrei síðan hækkaði í vatninu, vegna Andakílsárvirkjunarinnar, enda hefur það miklu sjaldnar sézt síðan. Svo voru sækýr í vatninu. Það er til saga úr búskap einhvers bónda, sem bjó í Vatnshorni milli Helga Harðbeinssonar og mín. Þegar hann kom í fjósið að morgni, var þar hópur af sægráum kúm. Hann sá, að þær höfðu allar blöðru á nösum og vissi þá, hvers kyns var og hvað við lá. I-Iann gat sprengt blöðruna á víst tveimur, en hinar hurfu. Út af þessum kúm komu úrvalskýr. Það var angi til af þessu kyni, þegar ég kom að Vatnshorni, en ég er hræddur um, að það hafi dáið út fyrir klaufaskap í minni búskapar- tíð. • Hér áður fyrr var mikil veiði við Sarpafoss, en það var sagt, að ekki mætti veiða þar í senn, nema til dagsins. Einu sinni ætluðu menn að birgja sig upp, en fengu þá keilu á öngulinn. Síðan hefur lítið verið um veiði þar. Það hefur margt skeð í Vatns- horni. Nú á víst að koma út bók um Bjarna Hermannsson, sem þar bjó. Hann átti yfir 20 börn. Hann gerði brunn, 18 álna djúpan, og hlóð hann innan með hellum. Sagt var, að hann hafi látið 16 stráka bera hellurnar. í túninu í Vatnshorni er Inguhóll og Ingukofi á hólnum. Þá heita Ingu- tjarnir yzt á Vatnshornshálsi. Þjóð- ságan segir, að stúlka að nafni Inga hafi borið út barn sitt að Ingutjörn- um og síðan ráðið sjáifri sér bana í kofanum. Þar eð hún stytti sér ald- ur, mátti vitanlega ekki grafa hana i vígðri mold, og hún var grafin ofan í kofagólfið og kofinn felldur ofan yfir. Svo hefur það líklega verið um 1860-65, að Björn Eyvindsson byggði kindahús og hlöðu við á hólnum. Þá komu lítil kvenmannsbein upp úr grunninum. Beinin voru færð yfir í kirkjugarðinn á Fitjum og grafin. Hlaða þessi fauk, og það var ekki að sjá, að nein gæfa eða heppni fylgdi húsunum þarna. Ef til vill hefði verið réttast að byggja þar ekk- ert. } Menn sjá nú orðið ótal margt svo greinilega, sem allt var hulið þoku fortíðarinnar áður. Helgi segir, að Snorri hafi skrifað Njálu. Sveinbjörn segir, að Þorbjörn hafi skrifað hana. Benedikt segir, að ísland hafi verið albyggt og ég held hvert kot í ábúð, þegar þeir komu, Garðar og Flóki. Og Sigurður minn Ólason sagði mér uppi í Vatnshorni, að þeir hefðu fundið það upp í félagi, hann og Benedikt, að Reynistaðarbræður hefðu dáið úr gaseitrun þarna í hlíðinni á Kili um árið. En það merkilegasta af allri þessari nýju sagnfræði heyrði ég i fyrradag. Þá sagði mér mætur maður hér, að hann væri búinn að grafa það upp úr göml- ium heimildum, að Jesús Kristur hefði átt alsystur. Það væri áreiðan- legt, enda þótt faðir þeirra systkina hefði aldrei meðgengið nema dreng- inn. Mér virtist maðurinn alveg ódrukkinn. — Nú heyrist oft talað um, að heimurinn fari stöilugt versnandi. Hvað segir þú um það? — Mér blöskrar, þegar talað er um meiri ósiðsemi nú en áður, nieiri afbrot og þess háttar. Mér er nær að halda, að nú sé minna um slíkt en áður, miðað við mannfjölda. Þegar annálum er flett, úir og grúir af frásögnum um, að þjófar, svo og svo 78 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.