Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Síða 11
Hamramúli og sjávarbakkar í grennd vi3 Trongisvág og Tvöroyrl (Þrengslavog og Þvereyri) á SuSurey í Færeyjum. urinn loypur í kúna, þar sem hún dálítið frost, en logn og auð jörð. Við þögðum báðir um stund. „Má ég ekki fylgja þér heim? ‘ spurði ég. „Áttu nokkuð erindi?“ spurði hann, „eða ætlarðu að biðja hana Hansínu að sauma fyrir þig?“ Ég játti því og sagðist þurfa að fá saumaðar buxur. „Geturðu ekki keypt þær hjá Theódóri — það er mikið ódýrara én að láta sauma þær.“ Ég skildi, að karlinum var ekkert um, að ég kæmi heim með honum. Ög nú lét ég alla hæversku lönd og Íeið og spurði: „Viltu síður, að ég komi heim pieð þér, gamli. Þú mátt trúa því, áð ekki ætla ég að fara að fríggja til hennar Hansínu þinnar, svo að það ér óhætt þess vegna.“ Hann hló dálítið. „Ég trúi því vel. En í gamla daga yar nú Hansa fitt genta, sem allir Ungir menn vildu vera við hliðina á dansinum. Og það er ekki víst, ema þú hefðir viljað það líka, ef ú hefðir séð hana þá.“ Það dimmdi skyndilega yfir and- Jiti gamla mannsins, þegar ég spurði formálalaust: „Er hún kannski slæm við þig, hún tengdadóttir þín?“ „Ekki hef ég klagað það fyrir nein Um, og það kemur engum við, nema Jtnér og guði, þó að svo væri. En ég fieyri, hvað sagt er. Kannski, að bær yæru ekki allar eitt sólskinsbros, frúrnar hérna, ef þær væru einstæð- ingsekkjur með fimm ung börn og gamalmenni á framfæri og til dag- legrar umsýslu. Tað kann vera, að Hansa segi stundum við mig ónota- orð, sem ég á ekki skilið af henni. En það fyrirgef ég jafnótt og það er talað. Jakob minn á annað skilið pf mér en að ég þyngi byrðarnar hennar Hansínu. Og svo snakkar vi ekke mere om det.“ Ég þagnaði. „Af hverju fórstu að koma til Fær- eyja?“ spurði hann svo aftur. „Ég hef verið á íslandi, bæði á Skála og Norðfirði, og svo var ég eitt sumar út að rógva á Bakkafirði. Og ég vildi heldur eiga heima á íslandi en í Færeyjum, þó að ég sé Færeyingur." „Af hverju fórstu þá til Færeyja aftur?" spurði ég. „Ég ætlaði að flytjast til íslands, þegar ég hafði róið á Bakkafirði. En þá hitti ég hana Katrínu, og þá fannst mér svo fallegt í Færeyjum. Hún átti heima í Famjini. Ég hitti hana við grindadans í Ilvalbæ, og við vorum forlofuð, áður en dansinn var úti. Á-jú — tað var vakurt i För- oyjum tað summar.“ „Og svo liafið þið náttúrlega gifzt og farið að búa,“ sagði ég. „Á-já-já. Tað er líklega alls staðar fallegt, þar sem manni líður vel,“ sagði hann eins og hugsi. „En svo missti hún heilsuna, þegar við vorum gift. Og ég varð að vera heima hjá henni og taka hverju vinnusnapi, sem bauðst hér í plássinu. Þá ræktaði ég blettinn kringum húsið og keypti kú fyrir aleiguna. Nei-nei — þ. ð var ekki gráa kýrin, hún kom ekki fyrr en löngu síðar. Og svo fæddist Jakob okkar, eftir það sté Katrin mín aldrei á fæturna. Hún doyði, þegar hann var fimm ára. Hansína og hann voru leiksystkin, en hún var tveim arum eldri og leit til hans, þegar ég fór eitthvað. Og þegar hann var orðinn stór, spurði hann mig, hvort hann mætti fá Hansínu fyrir konu. Og því var ég ekkert á móti, því að hún var fitt og arbeiðissöm génta. Ég átti húskofann og gaf þeim hann, þegar þau giftust. Þau voru saman í sex ár. Hann var stýrimaður á íslandsskútu, og þetta sýndist ætla allt að fara vel. En svo tók Ifarrin hann eins og ég sagði áðan. Stakkals Ilansina — síð- an er hún svo vanstillt. Sumir segja, að hún sé bittigal, en það er ekki satt. En nú máttu engum segja þetta, sem ég hef verið að segja þér, og ef þú þarft að fá Hansínu til þess að sauma fyrir þig buxur, þá skaltu koma einhvern tíma, þegar ég er ekki heima. Og þú mátt ekki segja, að þú þekkir mig.“ Ég lyfti á hann laupnum, og við fylgdumst að inn götuna, og þegar við komum að vegamótunum, þar sem stígurinn var heim að húsinu, sem ég dvaldist i, rétti ég honum höndina og bauð góða nótt. „Guð vælsigni teg,“ sagði hann. En það varð ekkert úr því, að ég léti Hansínu sauma buxurnar. Ég fór í siglingar skömmu siðar op kom ekki aftur fyrr en eftir þrjá mánuði. Og þegar ég gekk upp götuna, upp frá bryggjunni, þá sá ég, að mann- fjöldi hafði safnazt þar utan um eitt- hvað. Þetta vakti forvitni mína, svo að ég spurði einhvern, hvað um væri að vera. „Það er dauður maður,“ svaraði sá, er spurður var. „Hver er dauður?" spyr ég. „Gráa kýrin,“ var svarið. Og þarna lá gamli burðarkarlinn. Laupurinn lá við hliðina á honum, fullur af mó, og nokkrir kögglar höfðu oltið niður fyrir götuna. En fetinn á laupnum lá ennþá yfir enn- ið á honum. Þarna hafði hann hnigið niður undir byrðinni. — Furða, að hann skyldi ekki gera það fyrr. Iíann var jarðaður nokkrum dög- um síðar í kirkjugarðinum hinum megin fjarðarins. Af einskærri til- viljun fylgdi ég honum síðasta spöl- inn. Líkfylgdin var fámenn eins og nærri má geta. Krans úi villtum blómum var á kislulokinu, og á eft- ir kistunni gekk miðaldra kona dökkhærð og bláeygð. Ég þóttist sjá, að gamli maðurinn hefði ekki ýkt neitt um vænleik hennar á yngri ár- um, því að þetta var tengdadóttir hans. Nú var hún alvarleg og sorg- bitin. En ekki grét hún. Mig langaði til þess að sýna henni samúðarvott með því að taka í höndina á henni en vissi ekki, hvernig hún myndi taka því. Ég hætti því við það. Enginn af moktarmönnum staðar ins var viðstaddur jarðarförina. Þess var kannski ekki heldur að vænta. Guðmundur J. Einarsson. IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 83

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.