Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Qupperneq 12
Fimmtánda öldin er að kveðja:
Hvað skyldi nýja öidin bera í
skauti sínu?
I.
Landbrot er undarleg sveit —
endalaust kraðak ávalra og keilu-
myndaðra gjallhóla, sem ýmist skrýð-
ast svarðarkápu eða þrauka naktir
og blásnir, en milli þeirra djúpir
bollar og skápar, grasbrekkur og
þurrar móaflesjur. Enginn veit tölu
þessara hóla: Þeir taka við hver af
öðrum í óreglulegum þyrpingum og
bera allir hinn sama svip — hvergi
grófur dráttur, sem sker sig úr, eng-
in andstæða, sem raskar mýkt lands-
lagsins. í þessu víðáttumesta samfé-
lagi hóla á íslandi er enginn sá, að
hann hreyki sér til muna á kostnað
annarra.
En þannig hefur ekki ávallt ver-
ið umhorfs á þessum slóðum.
Endur fyrir löngu, kannski fyrir
tvö þúsund árum eða meira, bylgjað-
ist hér mýrgresi milli kila og ála,
og sefgresi vaggaðist í hafgolunni
við bakka tjarna og flóða og grun-
aði ekki nein ragnarök. En skyndi-
lega sló yfir myrkva, svo að fífan
í mýrinni sá ekki lengur skil dags
og nætur, og yfir tjörn og kíl rigndi
heitri ösku og vikri: Fjöllin höfðu
tekið jóðsótt. Þau þrumuðu svo, að
við hélt, að himinn og jörð rifnuðu,
og eldingar frá þeim surtarloga, er
þar brann, söxuðu sortann eins og
sverðseggjar. Störin niðri á votlend-
inu hnipraði sig saman og beið þess,
sem verða vildi, forlagatrúar eins og
allt það líf, sem ekki fær sigrazt á
umhverfi sínu. Og svo seig hraunið
fram og huldi þá moldu, sem enginn
maður hefur augum litið. Hvæsandi
tjarnirnar stigu til himins í gráum
gufumekki, lontan skaut upp Ijósum
kviði í heitu vatninu og mýrgresið,
sem angaði svo sætt í vitum fiðrild-
anna á hlýjum sumardegi, fergðist
undir hraunbreiðunni.
Það land, sem hraunið lagði und-
ir sig, var flatt og veitti lítið við-
nám. Samt komst það að sigri sín-
um keyptum. Það lét sér of ótt til
þess, að vatnsaginn, aðall hverrar
heiðarlegrar mýrar, næði allur að
gufa upp. Og þetta bráðlæti hefndi
sín. Vatnið, sem bullaði undir hraun
kvikunni, olli ókyrrð og umbrotum.
Hrauninu varð bumbult, Grímni
þeim hinum stórvirka gerðist agasöm
valdstjórnin á láglendinu, er ’iann
hafði lagt undir sig. Þess vegna eru
gjallhólarnir í Landbroti fleiri en
menn fái tölu á þá komið.
Þúsund ár liðu, og mosinn hóf
þar sókn, er mýrgresið hafði forð-
um hreppt svo voveifleg örlög. í
slóð mosans kom lyng og björk og
þurrlendisgróður, sem festi fyrst ræt-
ur í bollunum, fikraði sig síðan upp
eftir hólunum og setti það ekki hót
fyrir sig, þó að þeir væru margir. Og
loks gerðust óheyrð tíðindi: Tvifætt-
ar verur, sem þó voru hvorki fleygar
né fiðraðar eins og fuglinn í món-
um, tóku að spígspora um hóla-
þyrpingarnar, og ofan frá skógar-
hlíðinni, þar sem fjólan ilmaði og
fífillinn hló, bárust á blíðum dög-
um skærir hljómar, sem ekki liöfðu
fyrr heyrzt: Klukkum var hringt yfij
þetta land. Litlu síðar komu aðrir
menn, sem báru ekki kross og bagal,
heldur sverð og skjöld, og nú risu
bæir í Landbroti: Þeir röðuðust með-
fram hárri hraunbrúninni, þar sem
elfan rauða hafði numið staðar forð-
um og nýjar kynslóðir mýrgresis
helgað sér land af náð þess vatns,
sem undan hrauninni streymdi. Niðj-
ar Eysteins digra og Leiðólfs kappa
hugðu ekki á sæfarir að hæfti feðra
sinna, heldur girntust bithaga handa
sauðum og nautum í skógarbollum
hins forna hrauns og engjalöndin
og silungslónin við hraunjaðarinn.
II.
Einn bæinn, sem þeir ristu sér
í Landbroti, nefndu þeir Hraun. En
þar hefur mannlífið iiðið hjá að
mestu án vitnisburðar, líkt og straum
kastið í Hraunsá og Jónskvísl. Þó er
ekki örgrannt um, að þoku aldanna
svifi frá í svip, svo að grillt verður í
gegnum hana. Við skulum svipast um
á bæjarhlaði á Hrauni, er rúmlega
1500 ár eru liðin frá hingaðburði
vors blessaða herra og lausnara,
Jesú Krists.
Við skulum ekki gera okkur í hug-
arlund, að við komum hér á höfð-
ingjasetur — Það búa ekki stór-
bændur á Hrauni. Hitt er líklegra,
að þar séu hálfgerðir kotungar í tví*
býli eða jafnvel þríbýli — geta þó
verið bjargálna menn. Eigi síðuP
hittum við hér fyrir fólk, sem all-
mikill ævintýraljómi leikur um, og
í æðum þess flýtur það blóð, sem
einna göfugast er talið á landi hér,
Forfeður Hraunsbónda hafa stýrt
meiri auði en aðrir menn á íslandi,
farið með hin æðstu völd, riðið um
landið með flokka vopnaðra manna
og látið hafa fyrir sér aðafsmerki
sitt. Sagan segir, að formóðir hans
ein hafi látið vega hirðstjóra lands-
ins í húsum sínum — önnur fór allt
til Jórsala og stóð með brennanda
kerti við gröfina Kristí. Og nú log-
ar allt ísland í deilum um auð þessa
fólks, og andlegir og verzlegir höfð-
ingjar fara um héruð með tygjaðar
sveitir, albúnir að beita vopnavaldi,
þegar lögin hafa ekki styrk
eða renna lítt stoðum undir arf-
heimtur og jarðatilköll, sem uppi eru
höfð. Það • brennur heift í brjósti
undir brynju og hökli, og augun
skjóta gneistum, hvort sem stálhatt-
ur eða mítur krýnir höfuðið.
Sjálfur er Hraunsbóndi ekki neinn
84
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ