Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Side 18
áður en stórflððin hefjast. Ætti að mega flytja í kofann um mitt sum- ar — það hefur hann sett sér. Um það leyti, sem jörðin logar af rauð- víði og límkenndum tjörublómum. Hann er hrifinn af öllu, sem rautt er. Rautt er hans litur. Fólk kemur og biður um hann til ýmissa þorpa, en nú vill hann ekki lengur neitt fara. „Nestori er orðinn svo mikill með sig,“ segir það. „Hann fæst ekki til neins, sjáið þið“ En hann Nestori hugsar nú sitt. Hann býr um sig þarna við mýrar- jaðarinn. Óðum fer að sneyðast um fallna trjástofna. Stórviðir falla til jarðar, angandi af kvoðu. Síðan ætl- ar hann að þurrka mýrlendið og brjóta það til ræktunar — það verður ágætis akurjörð. Um Jónsmessuleyt- ið ætlar hann svo að koma með — hvern? Hvern annan n þessa s'úlitu rauðhærða stúikuna úr búðinni. Byggingin tekur að rísa, stig af stigi. Enginn bjálkakofi þessi sauna hans — slíkt er aðeins hrófatildur. Þetta á að vera varanlegt. Það á að endast sonarsyni hans. Þessa jörð ætlar hann að leggja undir sig. Þeir breiðast ekki út, ef þeir eiga við karl menni að etja. Það er ekki einasta svigrúm fyrir hann sjálfan þetta — það verður einnig handá öðrum. Þeg ar hann er horfinn, verður það fyrir son hans. Hann verður hagur til hand anna sá drengur, afbragðs iðnaðar maður ekki síður en faðii hans - og rauðhærður eins og móðirin. Við þorstanum tímir hann crönu ber í mýrinni. Hann hefur reynt að drekka dökkleitt mýrarvatnið, en það ber keim af leir og snákum. Eitrað Trönuberin tínir hann í húfu sína. Það skrjáfar í sverðinum af ry, guðu gulli. Ef það væru nú ósviknir pen ingar en ekki skrælnað lauf. Og óll þessi verðmæti ætti 'nann sjálfur1 Þá skyldu rísa hér rausnarlegar ygg ingar Nei, hvað hefði hann við þær að gera? Drengirnir ættu þær auð- vitað: Þær koma á þeim tímum, þeg- ar friður er tryggður og framkvæmd ir auðveldar. Bara sauna og eitt íveru herbergi, það er honum nægjanlegt. Og það ekki af lakara taginu. Hann ætlar að hafa gólfborð í dagstofunni ólík öllu, sem sjá má í þorpinu, jafnvel sjálfri borginni. Ilvít eins og bein, mjúk — ekki nokkur kvistur. Vandlega olíuborin að ofanverðu. Hann ætlar sér að fara til búðarinn- ar í þorpinu og biðja afgreiðslustúlk- una um olíu . . . Hver veit, nema hún geti fundið hana undir búðar- borðinu eins og svefnpokann forðum Rétt eins og hún hefði geymt hana sérstaklega handa honum. Bara fara og biðja hana um pað, sem hann vaníar, og hún afhendir honum það. Olían setur fallegan, rauðleitan blæ á borðviðinn, Ifka svo mjúkt á að stíga. Og þegar hann kaupir olíuna til þess að bera á gólfið, ætlar hann að spyrja stúlkuna, hvort hún hefði ekki gaman af að koma og líta á bæinn hans. Svo þegar hún kemur, ætlar hann að segja svona blátt áfram: Myndirðu ekki vilja búa hérna? Og þarna sezt hún að. Hann sér það á augnaráði hennar, að hér vill hún gjarnan búa. Um aðra er ekki að ræða. Hann finnur það á sér, að hún verður hér kyrr, og sú tilfinning hlýtur að vera sönn. Þetta er indæl stúlka. Sagt er, að þær rauð- hærðu séu skapvargar. En ekki þessi. Það þarf ekki annað en líta á hana til þess að sjá, að hún er góðlynd, en glaðlynd. Það var svo mikill glettnisglampi I augum hennar, þeg- ar hún afhenti honum pokann á dög- unum. Þau voru eins og hringiða, sem maður hlaut að sogast inn í. Og tréspænirnir þjóta eins og neistaflug, svo þunnir, að þeir vefj- ast upp í fíngerða vöndla. Karmar dyra og glugga koma í Ijós. Svo verð- ur gufubaðið hérna, ofninn þarna. Hjónarúmið hinum megin. Það ætl- ar hann að hafa vandað og mjúkt og kaupa hvít línlök í það niðri í borginni. Þau voru algerlega ófáan- leg í stríðinu, en nú er sagt, að þau fáist í bænum á ný. Hvít verða þau að vera, skínandi eins og mjöll, ekki til gulleitur blær á þeim. Þá getur stúlkan sofið þar á armi hans. Hár hennar flæðir út yfir koddann eins og glóð. Og ilmurinn berst um húsið af hreinum viði, mýrarjörð og trönuberjum. Úr svefnpokanum ætlar hann að gera ábreiðu, því hann hefur ekkert með svefnpoka að gera, þegar hann á þak yfir höfuðið. Honum verður nógu hlýtt án þess, og hann verður ekki sífellt á faraldsfæti eins og áður var. Hann ætlar að tína frædún af fíf unni í mýrinni til þess að mýkja dýnuna, og þegar hann fer í bæ- inn til þess að kaupa lökin, ætlar hann að fá sér eitthvert ljósleitt efni í rúmteppi. Eða öllu heldur silki — já, silki verður það að vera. Ekkert varið í ódýrara efni. Og síðan sofa þau þarna saman, umvafin hvítri fífu og æðardúni eins og fuglar í hreiðri. Tvö ein. Árla á laugardagsmorgun leggur Nestori • af stað til Takakuusto. Það er búið að ganga frá þakinu að utan, aðeins eftir að leggja- á það síðustu hönd. Nestori birtist í búðardyrun- um með bakpoka sinn um öxl. Sölu- búðin er full af viðskiptafóiki eins og vant er á laugardögum. Þar eru gamlar konur með smátelpur, karl- menn og drengir. Honum verður lit- ið til stúlkunnar fyrir innan búðar- borðið. Þarna er hún . . . rétt eins og hann hafði búizt við . . . Hvar hefði hún átt að vera annars staðar? Mikið eru hreyfingar hennar mjúkar! Nestori bíður, þar til röðin kemur að honum. Hann ryðst ekki fram fyrir eins og aðrir gera. Honum ligg- ur ekkert á, og það er gaman að gefa stúlkunni auga svona í laumi. Hana grunar ekki, hvað erindi þessi viðskiptamaður á hingað! Hún geng- ur að starfi með fumleysi og festu, ruglast aldrei í neinu, brosir öðru hverju. Endrum og eins strýkur hún hár frá hvarmi, rétt eins og hún gerði hér áður, öldungis sama hreyf- ing sem í draumnum. Nú lítur hún til hans! Nei, hún horfir fram hjá honum, en litast svo um. Nú hefur hún komið auga á hann. 'Nestori kallar „góðan dag“ hásri röddu yfir höfuð annarra. Stúlkan svarar. Hún heldur áfram starfi sínu, en hvert sinn, er henni verður litið til Nestoris, kennir hann einhverrar ólgu í maganum. Hann hefur aldrei fundið til annars eins, jafnvel ekki þegar hann hélt kvenmanni í faðmi sér hið fyrsta sinni. Það fer að verða erfitt að anda rólega, og er þó sem opnazt hafi flóðgátt. Þegar hann er loksins kominn að afgreiðsluborðinu, fær hann engu orði upp komið, nema hann nefnir varninginn: Fernisolíu, hurðar- hengsli, þriggja þumlunga saum, tjöruhamp. En vörubeiðnin er spurn- ing um leið. Geturðu ímyndað þér, fyrir hvern ég er að kaupa þetta? Það er alls ekki fyrir sjálfan mig. Það er handa þér, sem ég hef byggt nýja dagstofu og sauma. Efcki þum- lungur af gömium viði í því. Allt spónhúsanýtt efni frá gólfi til lofts. Vissulega tók hún eftir einhverju, leit fast á hann, þegar hann hafði lokið innkaupum, kinkaði kolli og brosti — svei mér, ef hún orosti ekki-. Það var fyrirheit í því brosi. Um kvöldið er dansleikur í sam- komuhúsi þorpsins. Nestori kemst að því fyrir tilviljun hjá kunningja sínum. Hann fréttir líka, að rauð- hærða stúlkan ætli að fara þangað. Svo hann ákveður að fara líka. Hann snýr því ekki heimleiðis í rökkur- byrjun eins og hann ætlaði. Hann fer til samkomuhússins eins og aðr- ir, sem ætla að eyða þar kvöldinu. Aðkomumaður utan úr sveit. Hví ekki að horfa á þorpsbúa skemmta sér? Rétt einu sinni? Salurinn er yfirfullur af ungu fólki. Nestori tekur sér stöðu í króknum við ofninn — horfir á, þegar aðrir dansa. Sjálfur dansar hann ekki, hefur aldrei lært þá list. Augu hans eru dimm eins og mýr- artjarnir, þrungin þjáningu. Rauð- hærða stúlkan er að dansa í íang- inu á hávöxnum pilti. Hann er ijós yfirlitum og íturvaxinn, dansar ögn spaugilega álútur og þrýstir sér fram an að stúlkunni. Nestori fylgist með öllu. Hann sér þegar dansinum lýk- 90 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.