Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Síða 3
Eyjólfur Ijóstolfur Magnússon átti um margt stríða ævi, enda gerð- Ist andlit hans rúnum rist, þegar aldur faerðist yfir hann. FaSirinn fór um skeiS meS sýsluvöld í ýmsum héruðum landsins — sonur- inn varð olnbogabarn á hjarni úti. onum vísur, er hann hafði ort m þá. Hér er ein: Ljóst fyrir glósur lyga út flæmdur, land um snjós er kjöftugur, öllu hrósi tíðum tæmdur, tollur ljósa Eyjólfur. Meðan ritsímamálið var mesta þrætumál hérlendis hitti Einar Benediktsson Eyjólf á götu og bað hann að yrkja um vísu. Ljós- tollur brást vel við: íslands meðan almúginn á þér skatt að gjalda ritsíminn og ráðgjafinn ríki um aldir alda. Eyjólfi líkaði vel að koma að Kolviðarhóli og gisti þar oft. Ein- hvern tíma, er hann var á leið þangað, mætti hann manni, er vildi telja honum trú um, að hon- um yrði úthýst á Kolviðarhóli. Þá kvað Ljóstollur þessar stökur: Kolviðar- ég kem á hól, hvílist þá minn andi. Þar mér verður búið ból bezt á Suðurlandi. Valgerður mér veitir fús vist, þá geðið hlýnar. Sífellt hennar sæluhús svæfir raunir mínar. Eyjólfur kom að Stóra-Botni um haust, og var þá verið að reiða út fjóshauginn og bera á völl. Snæbjörn Gíslason, bróðir hús- bóndans, var við hauginn og mok- aði í kláfana. Eyjólfur gekk til hans og heilsaði glaðlega: „Komdu nú sæli og blessaður, Snæbjörn minn . . Andskoti!“, því með það steig hann út í vilpu við hauginn og sökk til hnés. Guðrún Gísladóttir, systir Snæ- bjarnar, er þá var unglingur, teymdi hest að haugnum og heyrði hverju fram fór. Orti hún um það vísu til skemmtunar syst- kinum sinum: Magnúsar grfi er nú liðinn Eyjólfur, kenndi börnum sá, og bóka- viður bandið iðinn, burinn sýslumanns er nú frá. Kafnaði hann í fjósafor, fljótt vér hans ævi- rekjum spor. Guðný Gísladóltir ljósmóðir var lengi til heimilis í Stóra- Botni hjá Gísla, bróður sínum. Henni var heldur í nöp við Eyj- ólf, þótt engin ástæða sé til- greind. Guðný var jafnan fljót til svars og sagði meiningu sína hispurslaust, og þótti því ekki öll- um dælt að verða fyrir tilsvörum hennar, sem gátu verið dálítið harkaleg. Hún svarf ekki af þeim broddinn. Nú kemur Eyjólfur sem oftar að Stóra-Botni, og var Guðný stödd þar. Þá var nýlega búið að lögleiða skatt á alla hunda. Þetta barst í tal og spyr Eyjólfur Gísla bónda, hvað hann segi um hunda- tollinn. Áður en Gísli kemst til að svara, sónar Guðný innan úr öðru herbergi: „0, eins og annar tollur.“ „Þá er hún þar,“ segir Eyjólf- ur, og féllu víst niður að sinni frekari umræður um tolla. Þau Guðný og Eyjólfur hittust öðru sinni á Þyrli, en þá hafði nýlega borizt sú frétt að sunnan, að Eyjólfur væri dauður. Þegar Guðný sá hann þarna Ijóslifandi, varð henni að orði: „Þú hefur ekki lengi þurft að bíða upprisunnar, Eyjólfur." * w J T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 363

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.