Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 15
íegar miðlað, sem forðuðust lastmæl-
in af sæmilegri háttvísi. Því að vita-
skuld mátti ekki hefnast á allri þjóð-
inni og dylja hana þess, hvaða lækn-
ingarundur gerðust nú æ tíðari, þar
sem braminn var hafður í heiðri.
X.
Við höfum ekki sagt alla söguna
um það stríð, sem Biillner varð að
heyja fyrir brama-lífs-elixírinn á ís-
landi, þótt drepið hafi verið á fang-
brögð hans við Schierbeck og Nissen.
Þegar árin 1882 og 1883 freistuðu
eigi færri en fimm doktorar og pró-
fessorar að gera hér innrás með
læknisdóma sína. Og það voru ekki
nein smámenni. Dr. John K. Sunnett
í Hull, dr. Boas, dr. Albert og dr.
Bela í París og J. Bauer í Kaup-
mannahöfn. Allir auglýstu þeir í ís-
lenzkum blöðum og tjáðu sig fúsa
til þess að líkna landsmönnum í
þrautum þeirra.
Sú var bót í máli, að sumir þeirra
einskorðuðu sig við þá sjúkdóma og
vankanta manna, sem ekki er getið
um ,að bætt hafi verið úr með brama.
Þetta voru með öðrum orðum sér-
fræðingar. Einkum átti þetta við um
kr. Bela, sem hvatti menn til þess
að skrifa sér á Place de la Nation
6 í París. En hann var líka kræfur
á sínu sviði, enda „meðlimur ýmissa
vísindafélaga":
„Leynilegir sjúkdómar læknast al-
gerlega með minni aðferð, sem byggð
er á nýjum, vísindalegum rannsókn-
um, án þess að störfum líffæranna
sé í neinu raskað, og það þótt veik-
in sé mjög slæm. Sömuleiðis lækna
ég hinar óþægilegu afleiðingar af
æskusyndum, taugfesjúkdóma og hold
legan vanmátt. Þagmælsku ábyrgist
ég. Gerið svo vel að senda nákvæma
lýsingu á sjúkleikanum."
Dr. Sunnett í Hull auglýsti 'á
dönsku. Hann átti í fórum alveg
óbrigðula læknisdóma, óþekkta af
öllum öðrum læknum, við mænu-
rýrnun, gigtarverkjum í útlimum,
flogaveiki og mörgu öðru. Og meira
en þetta. Hann var „den eneste
Læge, som fullstændig helbreder
Rygmarvstæring, Impotens, Pollution
er.“ Þessu til sönnunar hafði hann
á reiðum höndum þúsundir vottorða.
Þeir kunnu fyrir sér í Hull árið
1883.
Dr. Boas helgaði sig eingöngu
flogaveiki og taugaveiklun, og veitti
„grundig Helbredelse . . . ved auxil-
ium orientis.“ Ilann lét í té bæklinga
ókeypis, hafði daglega viðtalstíma á
öllum málum og skrifaðist á við sjúkl
inga erlendis. Og hann var sá heið-
ursmaður, að hann heimtaði ekki
borgun fyrir líknarverk sín fyrr en
að lokinni lækningu.
Svipað var þessu farið um dr. Al-
bert:
„Flogaveiki, sinadráttur, barna-
krampi og taugasjúkdómar læknast
gersamlega, ef fylgt er minni aðferð.
Lækningalaun þarf ekki að borga
fyrr en batnað er. Læknishjálpina
má fá bréflega."
J. Bauer var ekki sjálfur læknir,
frekar en þeir Biillner og Lassen.
En hann hafði á boðstólum lækninga
vín, kennd við Ungverjaland — ekta
lyfjavín frá Tókaj, og var einn
Reykjavíkurkaupmannanna, Valdi-
mar Fischer. umboðsmaður hans hér
á eynni.
Um miðbik júlímánaðar 1884 kom
enn til sögunnar W. Köstlers maga-
bitter, sem J. Chr. Sabroe í Randers
seldi. Hann kaus sér landgöngu á
Seyðisfirði, sem þá var mikill upp-
gangsbær, gerði J. Chr. Tostrup að
umboðsmanni sínum og auglýsti í
Austra. En meðalið var nokkuð dýrt:
Heilflaskan kostaði þrjár krónur. En
sparnaði gátu menn komið við, ef
þeir keyptu heilan kassa með tólf
flifskum, því að hann fékkst á þrá-
tíu krónur. Það þurfti sem sagt að
hafa talsvert fé handbært, meira en
alþýða manna átti i kistuhandraðan
um,til þess að njóta þessara kosta-
kjara.
Þessir herrar allir, sem nú hafa
verið nefndir, auglýstu heilsulyf sín
nokkrum sinnum, sumir þráfaldlega
En líklega hefur gróðinn orðið minni
en þeir vonuðu, því að allir trénuð-
ust upp á auglýsingunum að lokum.
Samt fældi þetta ekki alla heilsu
bótardoktora frá því að freista gæf
unnar hérlendis.
Þegar leið á níunda áratuginn
skaut upþ merkilegum manni. Það
var Karl Kreikenbaum í Brúnsvík.
Honum svipaði talsvert til Parísar
doktoranna, því að hann læknaði
„Svækkelsestilstand, Nerverystelser,
Fölger af Ungdomssynder, Impotens
etc.“ Sérgrein hans var þó að lækna
sykursýki með nýjustu aðferðum
Wilkensons prófessors. En að því
leyti fetaði hann svipaðar slóðir og
höfundar bramans, að hann seldi til
lækninga kraftaverkablöndu, sem
verðlaunuð hafði verið með gullpen
ingi og lét í té leiðarvísi á hvaða
máli sem var, gegn einni krónu í
frímerkjum.
Nafnið á læknislyfi hans gaf mönn
um kannski fyrirheit um ívið snögg-
ari bata en braminn veitti. En samt
varð dr. Kreikenbaum bramanum
ekki ýkjaskæðúr keppinautur og verð
ur ekki einu sinni sannað, að krafta-
verkablanda hans hafi verið reynd
hérlendist, sízt í nokkrum mæli.
Enn er að 'geta um útgáfufyrir-
tæki eitt í Leipzig, sem auglýsti þrá-
faldlega rit, eftir dr. Retau, Seivbe-
varing, með tuttugu og sjö myndum
á þrjár krónur. Það rit var ekki að
ófyrirsynju boðið hérlendis, því að
„hin opinskáa fræðsla þess bjargar
árlega þúsundum frá den visse Död.“
Þótt slíkar bækur væru ekki lítils
virði, þá vakti fábrikkan Bitus í
Kaupmannahöfn ekki síður athygli,
enda helgaði hún sér gersamlega
ónumið land. Fagnaðarboðskapurinn
þaðan var í stuttu máli á þessa leið:
„Kúnstin að ná af skeggi án hnífs
og sápu fundin upp.“ ,
Þetta var blanda ýmissa efna í
föstu formi, og skyldi skeggeyðingar
efnum þessum núið um kjálkana.
Enginn þurfti að fælast þessa aðferð:
„SkaÖA. hvorki húð né skeggvöxt.“
Og þetta var ódýrt að sama skapi
og það v?.r handhægt. Skammturinn
kostaði eina krónu, og hann var svo
drjúgur i notkun, að hann entist í
mörg ár.
FeLríkkan Bitus hefur vafalaust
eignazt eitthvað af viðskiptaviium
hérlendis, því að tíðar auglýsingar
birtust í ísafold á annað misseri.
En einhvern veginn hefur samband-
ið milli Bitusar og íslendinga
rofnað svo hastarlega, að þar varð
aldrei framar ráðin bót á.
En svo sem menn gátu haJdið hár-
vexti í skefjum á ódýran og fyrir-
hafnarlítinn hátt, var einnig hægt að
auka hann, nálega að vild. Einn
Reykjavíkurkaupmanna, Eyþór Felix
son, flutti inn hárelixir Viktoriu
drottningar. sem gerði menn „á
skömmum tíma svo hárþrúða. að
þeir. sem hafa þunnt og lítið hár
eða eru jafnve) sköllóttir, fá þykkt
hár og fallegt“ — heilflaskan á i.50.
íslendingai virðast hafa tekið
meiri tryggð við hárelixír Englands-
drottningar heldur en skeggeyði
fabrikkunnar Bitusar. enda torveld-
ara að ganga örugglega úr skugga
um, hvort hárvöxtui glæðisi heldur
en hvort hár hverfur. Að minnsta
kosti var hánn auglýstur vel og
lengi.
XI.
Heiðraður lesandinn getur gert sér
i hugarlund, að það var mörg hryðj-
an, sem braminn stóð af sér En mik-
ið lagði aumingja Mansfeld-Biillner
á sig til þess. Auglýsingarnat frá
honum voru í nálega hvei'ju einasta
blaði, svo að aldrei hafði neitt fyrr
sést á landi hcr, er kæmist í hálf-
kvisti við það. Harrn kostaði sannar-
lega kapps um að láta íslendinga
vita, hvernig fólk í útlöhdum hafði
losnað af klafa sjúkdómanna. ekki
sízt þeim, er færustu læknar stóðu
ráðþrota andspænis, Móðursýki,
gigt, svefnleysi, höfuðverkur, cauga-
veiklun, gyllinæð, jómfrúgúla, yfirlið,
krampi — allt þetta læknaði bram-
inn og margt annað. Signa Vilhelm-
ína, kona Guðbrandssens skólastjóra
á Friðriksbergi, læknaðist 'af gall-
steinum eftir tólf ára hrellingar,
kona Andersens múrarameistara í
Thisse, hljóp um eins og unglamb,
FramJiald á 381. $í8u,
T I M I N N — SllNNtJOAGSBLAÐ
375