Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Page 16
) ALDARHÁTTUR, ÞEGAR ÉG VAR SEYTJÁN ÁRA Stundum var fólkið með frostbólgu í tánum. Og fjúkið gat smogið um rifur hjá skjánum. Mörgum varð hált á að hima yfir ánum. Þeir hríðskulfu af kulda eins og Gissur í sánum. Margt var í landinu af Mórum og Skottum, mögnuðu hyski, sem át upp úr pottum. Fclkið fannst lamið og hengt af þeim hrottum. Hvert hr.eykslið var sannað af ólygnum vottum. En nú fóru ýmsir að efast um þetta. Eldfornir vomar úr sögunni detta. Það gerði auðvitað lundina létta. En lítið var stundum á bæjum að frétta. Og óttinn við skrattann var allur á förum. Hjá einstöku presti varð lítið úr svörum. Menn brostu að síðustu sælir á börum, því sáluhjálp fékkst nú með batnandi kjörum. Menntunin var eins og við mátti búast. Menn voru í hinu og þessu að snúast, þreyttir óg amstrandi myrkranna á milli. Hver matur var góður, sem nægði til fylli. Kuldi og óáran svari til saka! Sálin var feimin, en reyndi að vaka við Aladínslampa úr austrænni sögu og örvandi kliðinn í ferskeyttri bögu. Og margur, sem gat eitthvað gefið um jólin og glaðzt, þegar hækkaði á loftinu sólin, var brennandi af þrá eftir batnandi dögum, sem birtust í heillandi framtíðarsögum. Þeir réðust á garðinn, sem gnæfði þar hæstur. Og gildvaxinn kaupmaður hrópaði æstur, og nú væru fjöllin að færast úr skorðum. Og fátt var þá sungið af blessunarorðum. Þá vaknaði hugmynd hjá vinnandi mönnum, þeir vildu nú fara að líta upp úr önnum, um frjálst höfuð strjúka með frændum og grönnum og frelsa sín laun undan annarra tönnum. Sú hentuga regla var ríkjandi áður, að réttlaus var maður, sem ekki var fjáður og, ef til vill, sárlega sjúkur og þjáður. Hann samstundis var út af kjörskránni máður. Menn fögnuðu skipunum, fögru og góðu, og fjúkandi snekkjum, sem háloftin óðu. Brú var nú lögð yfir beljandi móðu. Og betri var tilveran, hvar sem menn stóðu. Og mörgu er að f agna, ef gefið er gætur. Af gróandi jörðinni er ilmurinn sætur. Hreinskær er döggin, sem hríslast um fætur, himinninn bjartur um sólstöðunætur. Stundum var einhver að yrkja úti í móum við iudælan kliðinn frá gaukum og lóum. — Eg veit, að nú glottir þú, „töffgæa“-tetur. En tjón er þér sjátfum að vita ekki betur. Konurnar böfðu af sér klafana brotið. En körlunum höfðu þær auðmjúkar lotið. Þær fóru að tala' á þingum og fundum. En þá var nú bændunum nóg boðið stundum. Því glöggt var, að þarna var glæpaveg farið. í guðsorði sáu þeir tekið af skarið. Konurnar áttu að þjóna og þegja. Það heyrðu kristnir menn postulann segja. Mósesar bækur var markvert að kanna. Og málstaðinn reyndist þá auðvelt að sanna. Kvonríki í Eden varð alveg að banna. Adam því fagnaði langfyrstur manna. Þeir sögðu, að móðurást mundi nú þverra, maturinn breytast og allt til hins verra, ef maðurinn væri ekki heimilisherra en húsfreyjan væri sig eitthvað að derra. Þeim leiddist að sjá þessa leysingjabjálfa, sem létu eins og þær ættu jörðina hálfa, ætluðu að vaða hana upp fyrir kálfa og æsa frá vítinu þjóðina sjálfa. Þær snoðuðu kollinn og keyptu sér húfu og kváðust ei þegnar hjá Haraldi lúfu. Þær álitu háttvísi einfaldrar dúfu úrelta firru og ryðgaða skrúfu. Og meyjarnar sveiuðu söðlinum forna. Við svofelldu hneyksli var erfitt að sporna, þar kenndu menn Auði í annað sinn borna. Af óöld var bráðlega teklð að morgna. En annað eins var ekki óskeikult lengur. Aflóga siðfræði úr skaftinu gengur, grotnandi rétt eins og grautfúinn þvengur, gaulandi falskt eins og ónýtur strengur. Þær gengu í brókum og hlupu í hnakkinn. Á harðastökk keyrðu þær rammfælinn blakkinn, Hófarnir glumdu og hækkaði makkinn. Á hlaðinu gólaði skelkaður rakkinn. 376 T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.