Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Qupperneq 11
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiim ið mjög lélegt, og hún er að falli komin á stórum köflum. Efni hefur ekki verið nógu traust til þess að þola snjóalög. Þetta kallar til dæmis á skjótar aðgerðir, þvi að varzla túns og mannvirkja heima á bæn- um er brýn nauðsyn, svo að þeir, sem næstir búa, þurfi ekki að bera kinnroða fyrir ágang skepna sinna á þessum stað. — Er búskapur nú niðúr lagður á Hrafnseyri? — Já, svo má heita. Þó hefur bú- skapur verið rekinn þarna frá upp- hafi allt til þessa tíma. Kirkja mun fljótlega hafa verið byggð þar eftir kristnitöku og þá í eign jarðarbænda. Á þessu varð svo breyting, er Jón Dan gaf kirkjunni jörðina með tölu- verðum bústofni með því skilyrði, að þar sæti jafnan prestur, eins og get- ið er í bók séra Böðvars Bjarna- sonar, er Menningarsjóður gaf út, en þar er rakin saga staðarins ræki- lega. Hefur fastur bústofn fylgt jörð- inni allan tímann síðan til þessa dags með nokkrum breytingum þó. A síðasta hausti var þessi bústofn felldur, er ábúendur þeir, sem setið hafa staðinn með sæmd nú um hríð, fluttust brott. Af einhverjum ástæð- um tókst svo klaufalega til, að eng inn tók við búi og fénaði á tilskild- um tíma eins og almennt gerist, og eru afleiðingar þess ef til vill ekki allar séðar enn. f fámennu sveitar- félagi er það þungt áfall, þegar einn styrkasti hornsteinninn fellur þann- ig skyndilega. Andvirði bústofnsins mun þó tiltækt, ef þurfa þykir. Það er ömurlegt að þurfa að hugsa um þennan stað án búskapar, og af því stafa vandkvæði fyrir þá, sem næstir búa, og má segja, að nú syrti ál- inn fyrir þeim. Þar sem enginn tók við búinu, voru vélar og verkfæri þeirra, sem þarna voru áður, seld, svo að nú eru þar engin tæki til nútímabúskapar eða til viðhalds og nýtingar þeirra umbóta, sem gerðar höfðu verið á staðnum og voru bæði til nytja og prýði. Og nauðsynlegt er að halda áfram ræktun á staðnum, enda hlýt- ur það að teljast til veigameiri þátta þess, sem þarna verður gert i fram- tíðinni. — Hefur staðurinn ekki hlotið minningargjafir og vérið rætt um að reisa þar kapellu? — Jú, og við það bindum við framtíðarvonir um reisn staðarins. Þegar Ásgeir Ásgeirsson, forseti ís- lands, tilkynnti alþjóð sjóðstofnun til minningar um hina ástsæiu for- setafrú, Dóru Þórhallsdóttur, er hann og börn þeirra, svo og aðrir nánir aðstandendur stæðu að, og verja skyldi til byggingar kapellu á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, var því vel fagnað. Munu margir hafa sent forsetanum hlýjar hugsanir fyr- ir þetta, ekki sízt í heimahéraði. Þar var mætrar konu minnzt á virðuleg- an hátt, og um leið var sú minning sameinuð lausn verkefnis, er fram- tíðinni heyrir til, ef þjóðin vill muna hinn merkasta mann, er hún hefur alið og fórnaði lífskröftum sínum i hennar þágu og aldar sem óbornar kynslóðir standa í þakkarskuld við. Þessi minningargjöf verður því gild- ur þáttur þess starfs að móta þann minningarlund, sem þjóðin vill gera á Hrafnseyri. — En er ekki mikið átak að fegra umhverfi bæjarins sem skyldi? — Jú, þar þarf að taka til hönd- um, og þegar ég svara þessari spurn- ingu, vil ég taka fram, að ég á ekki við þá uppbyggingu, sem væntanleg er á staðnum í húsakosti, heldur á ég við hina ylri umgerð þeirra mann- virkja — þá mynd, sem blasa mun við gestum og gangandi á komandi tímum. Svo vel vill til, að frá náttúrunn- ar hendi er umhverfi bæjarins af-' markað ákveðnum línum, sem styðj- ast má við. Þarna mynda ísaldar- ruðningar fram úr dalnum skjólrík- an hvamm. Ávalar þessara ruðninga eða holta eru lítt grónir til nytja, og er tilvalið að fegra þá með skóg- argróðri, og gæti þarna með tíman- um orðið hlýlegur lundur og augna- yndi. Þetta fegrunarstarf þyrfti ekki að vera mjög kostnaðarsamt. Teldi ég það ekki ofætlun vestfirzku æsku- fólki að vinna það í þegnskyldu und- ir leiðsögn góðra sérfræðinga. — En hvernig er að minnismerk- inu búið? — Þegar ég hugleiði það, hvernig umhirða þess skuli vera í framtíð- inni, finnst mér, að ég geti ekki vel fellt mig við það, að hún sé lítil sem engin. Tel ég, að í raun og veru þurfi þarna einhverja vörzlu í kring, og mætti þá hafa þarna blóma- ræktun í beðum með gangstígum á milli. Enginn sérstakur íburður þyrfti að koma þarna fram, aðeins svið í skrúðgarðsformi í samræmi við um- hverfið í kring. —— En hvað um byggingarfram- kvæmdir og önnur verkefni á Hrafns- eyri? — Það liggur mjög í loftinu að auka eigi byggingar á staðnum í ná- inni framtíð. Það er ekki nema eðii- legt, en þær byggingar verður að reisa með þeim hætti, að þær kom- ist að fullum notum í því hlutverki, sem staðnum er ætlað í framtíðinni. Því ber ekki að flana að neinu við að auka húsakostinn, ljúka heldur Framhald á 382. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 371

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.