Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 17
Hikandi margur í hættuna lagði, ®f heillaður varð hann af snoðklipptu flagði. Mæðurnar voru ekki mildar í bragði. En menn vita núna, hvað framtíðin sagði. Oft var í kotunum sönglað og sungið. Hjá sumum gat lag orðið fagnaðarþrungið: Æ, værfl nú hljóðin mín hærri og betri og hægt væri að læra á orgel hjá Pétri! Á pakkhúsaloftum var dunandi dansinn, á dönskum skóm brunandi ungmeyjarkransinn. Við ljóstýru flöktandi fölur var glansínn. Á fjölunum gjöktandi hringsnerist fansinn. Þá sást ekki borði og blikandi hnappar, bardagakylfur og hælprjónatappar ©g kvenfólk, sem holur á steingólfið stappar. Þá stóðu ekki í afkima vínsöluhrappar. Hnötturinn snýst, og við snúumst með honum. Það snarkar í leiftrandi upphefðarvonum. Kauptúnið okkar er alltaf að stækka. Og eftir því menningarkröfurnar hækka. Kauptúnsins virðing er verið að auka með veglegri danshöll til fagnaðarauka. En hér dugir ekki nein hálfkveðin vísa. Við hana þarf myndarlegt tugthús að rísa. Um bílana var engum blöðum að fletta. Það bar öllum saman um mannvirki þetta. Það flaug eftir veginum fljótar en hestur. Og ferlíkið blés, þegar hraðinn var mestur. Og ökumannsstaðan var stéttanna sómi. Þá starblíndi á hetjurnar kvennanna blómi. Um þá skein framandi ofdirfskuljómi. Aðrir menn líktust nú vesölu hjómi. Menn reistu í sveitunum rammgerða skóla. Á reiði og þrætum tók snemma að bóla. Átti ekki að kynda með kolum og viði? Á kannski að taka upp spánnýja siði? En skólarnir risu við rjúkandi hveri. Og reynslan þá öllu í vináttu sneri. Æskan varð sæl eins og selur á skeri. Hún synti í kafi og stökk eins og héri. Hátíðlegt var, þegar blöð komu á bæinn, því bókmenntum var ekki kastað á glæinn. Og dagblöðin töldust þá til þeirra greina. Tímarnir breytast, því er ekki að leyna. Bögumælt fólk átti bágt á þeim tíma. (Þá bar við, að háðfuglar tóku að kíma.) Við ritmál og dagblöð það reyndi ekki að fá’’ Með réttu það fór út í allt aðra sálma. Blöð voru fáorð og bernsk á þeim dögum og birtu ekki mikið af tvíræðum sögum um framhjáhald manna í fjarlægum álfum, né fregnir af geggjuðum óknyttabjálfum. Þau birtu ekki einkamál oflætismanna og óþarfamælgi um saklausa granna. Að ganga undir merkjum Gróu á Leiti gekk í þá daga undir niðrandi heiti. Það hillti undir útvarp, sem hafði að bjóða háleita menntun og listina góða, svalandi uppsprettu söngva og ljóða, sannindavita og háskóla þjóða. Það átti að flytja þá fegurstu tungu, sem framast var hæfandi sjálfstæði ungu. Alkunnur spámaður sagði rétt svona: Sá ég, að mikil er trúin þín, kona. Eilífðarplága var kuldinn og kvefið og krakkar, sem endalaust sugu upp í nefið. í heilbrigðismálum var merkasta skrefið, að mörgum var skárra á fæturna gefið. Ég öslaði mýrina endanna á milli og undraðist mannanna hugvit og snilli. Um vaðstígvél orti ég vísur þann daginn og vantaði hréint ekki efni í braginn. Lífið er gáta á átjánda ári. Með ástúð er handleikinn fjórblaða smári. En hæpin er óskin, og hraðfleyg er stundin, heimurinn kaldur, en brennandi lundin. Bjartsýnn var margur á átjánda ári. Enginn bjóst lengur við styrjaldarfári. Enn var þó sviði í ógrónu sári. í akurrein dauðans var nýsleginn skári. Rætt var um bróðurlegt bandalag þjóða, sem betraði mennina og gerði þá fróða. Að hugleiða minna um hamingju en gróða er heiðingjavilla, sem gerir menn óða7 Þjóðskáldin gerðust nú aldin að árum. Og alþýðan fórnaði saknaðartárum. En fjallkonan eignaðist aðra í skarðið, yrkjandi betur en nokkurn mann varði. Þá lásu menn bækurnar aftur og aftur. í þeim var hressandi nýgræðingskraftur. Og bóksalinn græddi, því ber ekki að leyna, þó bækurnar væru ekki um „rúmfræði" eina. Atómskáld voru þá englar í reifum. Og ófædd var tegund af bókmenntagreifum, bersöglum, djörfum og berorðum köppum, sem byltust um síðar í metorðatröppum. Skaðvæn er íslenzka skammdegisnóttin. í skjól hennar grúfir sig hryggðin og óttinn. Við hálfdauða élda er hörmung að bíða. Við hráblautan svörðinn er erfitt að stríða. Menn komu úr langferð og kunnu þær sögur, að kveikt væru sums staðar undraljós fögur. í eidhúsi, stofu og aumustu hornum varð albjart á döprustu skammdegismorgnum. f ÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 377

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.