Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 8
Úlfur Ragnarsson:
Ókugur
AS mér setur illan bifur.
Uppreisn gjöra hjarta og lifur,
þegar augum opnast rifur
ínn í harla Ijótan leik.
Sé ég bila mannúS manna.
Merkin þessi orS mín sanna.
Múgsefjunar böndin banna,
aS birtan kljúfi þéttan reyk.
Svo er máliS illa artaS,
þótt undan heyrist sjaldan kvartaS,
aS þeir, sem gáfum geta skartaS,
ganga oft meS hjartastein.
ÞaS, sem glepur gáfnaljónin
gengur tíSum verr í flónin.
Svo er glapin sumra sjónin
aS sólin er þeim týra ein.
Fjörulallar lymskuflokka
Ijóssins vegu aldrei brokka.
Dufl viS slíka slysarokka
slævSi margan bitran Ijá.
Gneistaflug úr glyrnum rýkur
glæfrafuni þvíumlíkur
aS réttur fyrir valdi víkur.
Veltur flest í heljargjá.
ÓfriS malar gamla Grótta.
Ganga menn meS dulinn ótta.
Enn er reynt meS slægS og slótta
aS sljóvga hvern sem vökull er.
Á meinbægninnar meSallandi
mönnum verSur flest aS grandi.
Húsin byggir sér á sandi
sægurinn. — Því fer sem fer.
hverju birti svo að sá fyrir Einars-
skarði, sem er austast á heiðinni
Þistilfjarðarmegin, en þar liggur leið-
in austur af heiðinni. Og þangað var
nú haldið við leiðsögn kortsins góða.
Við bárum allir talsvert þunga
bagga og við vorum illa verjaðir og
orðnir nokkurn veginnn bjórvotir og
4—5 tíma gangur á leiðarenda, þeg-
ai hér var komið. Ófærð var ekki
mikil, en skreipt í snjónum og lækir,
sem varð að vaða.
Ég orðlengi þetta svo ekki frekar,
en það voru þreyttir og slæptir ferða-
langar, sem komu seint þetta kveld í
Garð ( Þistilfirði til Jóns Guðmunds-
sonar, skálds og bónda þar.
Ekkert varð mér meint af þessu,
þrátt fyrir brjósthimnubólguna. Hef
ég líklega búið að því, þegar maður
var að gösla á engjunum. Þá var tækn
in ekki enn búin að finna upp
gúmmístígvél.
Eitt sinn var ekki óalgengt að fólk.
sem tók sér far með gömlu verzlun-
arskipunum, til dæmis af Norður-
landi til Austurlands, lenti til Fær-
eyja eða jafnvel Danmerkur og yrði
að dveljast þar vetrarlangt, áður en
það komst á ákvörðunarstað.
Svo slæmt var þetta nú ekki. En
margar voru ferðirnar og nokkrar
verri en þessi, sem farnar voru í tíð
þeirra manna, er nú eru komnir yf-
ir miðjan aldur. Og þótti ekkert til-
tökumál. Mikið hefur breytzt hjá okk-
ur í samgöngumálum sen öðru og
flest til bóta.
Þessi frásögn er ekki til orðin af
því, að hún sé í sjálfu sér neitt sér-
stæð. En unga kynslóðin virðist taka
bættri afkomu og auknum þægind-
um sem sjaldsögðum hlut. Þetta er
ekki hollt.
Baráttan er nú sem betur fer að
minna leyti háð til þess að hafa i
sig og á. Heldvr frekar um það, hver
geti torgað mestu af lystisemdum
nútímans og helzt með, sem minnstri
fyrirhöfn. En eldri kynslóðin á þarna
ekki síður sök. Við höfum þó verið
uppalendurnir og veitt fordæmið.
Æskan er söm og hún hefur verið.
Það eru þeir, sem skapa umhverfið,
er hún elst upp í, sem úrslitum ráða
um gengi hennar.
Á miðöldum voru menn pyntaðir
og drepnir með þeim hætti að dæla
í þá vatni. Nú er þó svo, að fátt eða
ekkert er nauðsynlegra en vatn. Eins
er með flesta hluti, að þeir eru illir
eða góðir eftir því, hvernig farið er
með þá. Þeim, sem nú taka við, er
því í sjálfsvald sett að eta sig út á
húsganginn eða ávaxta það, sem unn-
izt hefur til hagsbóta og velfarnað-
ar.
Lífið er stöðug þróun, sem á að
miða fram á við, verða hollara og
betra. Þeir, sem ekki stuðla að því,
rífa niður, því að kyrrstaða er ekki
tii- Hvert handtak, hver hugsun er
annað hvort jákvæð eða neikvæð. Þar
er enginn millivegur. Ég held, að gott
sé öðru hverju að líta um öxl og
gera sér grein fyrir rótunum, sem
við erum sprottin af. fslenzka þjóðin
hefur lifað hungur og hvers konar
óáran um aldir. Ætti ég ósk, væri
hún sú, að þeir, sem nú taka við,
hefðu ekki síður manndóm og gæfu
til þess að standa það af sér, sem
erfiðast hefur reynzt þjóðum og ein-
staklingum: Að þola góða daga.
1112
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ