Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 11
músina, sem þó var eins líklegt, að
væri drukknuð. En — ónei, litla dýr-
ið var sprelllifandi: Það var ekki
mús, heldur silungsbranda, sem busl-
aði með miklum sporðaköstum í bytt-
unni, og virtist hér um bil jafnvan-
stillt og húsmóðirin.
Moníka jafnaði sig fljótt eftir
hræðsluna og hóf yfirheyrslur út af
þessu, því að sýnt þótti, að menn
hefðu verið hér að verki. Böndin
bárust að annarri stúlkunni, sem
mjólkaði ærnar og þótti dálítið brell-
in. Að minnsta kosti var smölunum
ekki grunlaust um, að hún fengi sér
sopa af sauðamjólkinni, en drýgði
hana í þess stáð með seytli úr lækn-
um. Þegar á hana var gengið, varð
henni svarafátt, en vildi þó láta það
heita svo, að sig hefði þyrst á kvía-
bólinu. I'vaðst hún hafa þurft að fá
sér vatn að drekka, og hefði hún
því gripið til mjólkurfötunnar og
fengið sér vatn í hana: Silungurinn
hlyti að hafa orðið eftir í fötunni.
Skýringin vakti kátínu mik'j hjá
sumum, en var þó tekin gild. En
snuprur nokkrar fékk hún fyrir óað-
gætnina.
Unglingum var ekki ætlaður mik-
ill tími til leikja — utan þess ef
þeir fengu að skreppa út stundar-
korn í ljósaskiptunum meðan full-
orðna fólkið fékk sér rökkurblund.
Sá tími var þeim þó oft skammtaður
til þess að fara í fjósið með kverið
sitt og læra það þar við daufa skímu
grútarkolunnar og ylinn frá kúnum.
En þarna lenti amma í vanda. Hún
hafði lært að lesa í foreldrahúsum
en nú var henni fengið kver með
eldra letri og annarri stafsetningu.
Hún varð því að taka til við lestrar-
nám á ný — þarna var til dæmis
alltaf notað í fyrir j — og fannst
henni þetta nýja nám erfiðara hinu
fyrra, enda hafði hún nú ekki ástríka
móður sína að kennara. Þetta lærðist
þó fljótlega, svo að kverið olli henni
ekki erfiðleikum. En annað var það
sem olli henni miklum sársauka: Hana
langaði mjög til þess að laéra að
skrifa — það kunnu foreldrar henn-
ar. og barninu varð það fljótt ljóst,
að þannig gæti hún fyrr komizt í
samband við þau. Hjónin á Lambeyri
voru líka svo vel stæð, að þau tóku
heimiliskennara handa fóstursynin-
um. frænda ömmu. En þegar hún
stundi upp þessari brennandi ósk
sinni, varð fóstra hennar æf og svar-
aði stutt og kalt:
,.Þú, stelpan, að læra að skrifa!
Þú ætlar þér víst að verða eitthvað?
Prestsmaddama eða hvað? Ætli þér
væri ekki nær að læra að gera þér
skó á fótinn eða flík á kroppinn.“
Og svo var ekki talað meira um
það.
Námsleiðir unglingar nútímans
þyrftu að skilja þá þraut að þrá að
Einkennilegur klettur í Tálknafirði, sem ber keim af mannsandliti, og gat, þar
sem auga ætfi að vera. Liósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
læra, en fá það ekki vegna fátæktar
og umkomuleysis. Ef til vill kynnu
þeir þá betur að meta vandaða ný-
tízkuskólana og velviljað kennaralið-
ið, sem þeir geta notið.
En amma gafst ekki upp — til þess
var löngunin of sterk. Nokkrum stöf-
um gat hún hnuplað á bréfsnepl-
um, sem Einar fleygði. Aðra keypti
hún smám saman af honum fyrir
smásnúninga: Þá var komin forskrift-
in. En meira þurfti til. Um skrif-
föng var ekki að tala eða pappír, enda
sást líjið af þeirri vöru. Þá var að
nota vetrarmjöllina, mjúka og hvíta,
og — penninn var prik. Þannig æfði
amma sig oft, helzt þegar hún var
send eitthvað milli húsa eða bæja, og
þegar snjóinn þraut, var nóg sót í
eldhúsrótinni, sem hafa mátti í stað
bleks. Og stein eða fjöl í stað blaðs.
Erfiðast fannst henni að verða að
fara í felur með þetta, því að var-
legra var, að húsbændurnir fréttu
ekki af þessu „uppátæki í stelpunni.“
En svona lærði hún að skrifa og náði
skýrri og læsilegri rithönd.
Síðasta bréfið, sem ég fékk frá
henni, skrifaði hún eftir að hún var
orðin hundrað ára og sjóndöpur
mjög. En línurnar eru beinar, þótt
hún sæi ekki strikin á pappírnum.
Ýmsir gætu haft gott af því að
bera saman í huganum ævi litlu töku-
telpunnar, sem illa klædd, hálfskjálf-
andi og oft svöng var að stelast til
þess að draga til stafs úti í snjónum,
og börnin nú, bústin og sælleg, all-
flest í fallegum tízkuklæðnaði, inni í
upphituðum skólastofum.
□
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1115